Leggur líklegast til við ráðherra að næstu aðgerðir gildi út árið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. nóvember 2020 11:37 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilar tillögum um áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir til ráðherra í kringum næstu helgi. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir mjög líklegt að þær tillögur sem hann mun leggja til við heilbrigðisráðherra varðandi áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir miðist við það að þær gildi út þetta ár. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Núverandi samkomutakmarkanir gilda til og með 1. desember. Þórólfur sagði á fundinum í dag að hann myndi líklega skila tillögum til ráðherra um áframhaldandi takmarkanir í kringum næstu helgi. Hann gaf þó ekkert upp um það í hverju þær tillögur myndu felast en um helgina kom fram bæði hjá Þórólfi og Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni, að ef þróunin í faraldrinum héldi áfram eins og verið hefur þá væri hægt að fara í einhverjar afléttingar í byrjun desember. Spurður út í það á fundinum í dag hvort það væri möguleg sviðsmynd að það yrði ekki farið í neinar afléttingar í næstu viku, líkt og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur talað fyrir sagði Þórólfur að það væri ástæða til að fara í tilslakanir þegar vel gengi. „Það er náttúrulega þannig að það eru margir sem vilja halda áfram hörðum aðgerðum og margir sem vilja slaka mikið á og svo eru vonandi einhverjir sem eru sammála því sem ég legg til. Þannig hefur þetta verið fram að þessu og þannig mun það verða. Ég held hins vegar, eins og við höfum gert áður, að það sé ástæða til einhverra tilslakana þegar við sjáum að það gengur vel. Auðvitað erum við að taka ákveðna áhættu með því en þannig hefur það verið og þannig verður það áfram. En ég held að við þurfum bara að sjá betur í hverju þær tillögur felast,“ sagði Þórólfur. Þá kom einnig fram í máli hans á fundinum að nú sé verið að vinna að leiðbeiningum fyrir almenning varðandi veisluhöld og sýkingavarnir í kringum jól og áramót. Kvaðst Þórólfur búast við því að þær leiðbeiningar yrðu birtar síðar í þessari viku. „Ég ítreka að árangurinn af aðgerðunum sem eru í gangi núna hefur verið mjög góður og við getum öll samglaðst yfir því en áframhaldandi árangur mun standa og falla með því hvernig okkur tekst að viðhalda þeim sýkingavörnum sem við erum sífellt að predika,“ sagði Þórólfur og hvatti alla til þess að passa sig áfram vel og gæta að sýkingavörnum, hvort sem harðar aðgerðir væru í gangi eða ekki. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir mjög líklegt að þær tillögur sem hann mun leggja til við heilbrigðisráðherra varðandi áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir miðist við það að þær gildi út þetta ár. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Núverandi samkomutakmarkanir gilda til og með 1. desember. Þórólfur sagði á fundinum í dag að hann myndi líklega skila tillögum til ráðherra um áframhaldandi takmarkanir í kringum næstu helgi. Hann gaf þó ekkert upp um það í hverju þær tillögur myndu felast en um helgina kom fram bæði hjá Þórólfi og Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni, að ef þróunin í faraldrinum héldi áfram eins og verið hefur þá væri hægt að fara í einhverjar afléttingar í byrjun desember. Spurður út í það á fundinum í dag hvort það væri möguleg sviðsmynd að það yrði ekki farið í neinar afléttingar í næstu viku, líkt og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur talað fyrir sagði Þórólfur að það væri ástæða til að fara í tilslakanir þegar vel gengi. „Það er náttúrulega þannig að það eru margir sem vilja halda áfram hörðum aðgerðum og margir sem vilja slaka mikið á og svo eru vonandi einhverjir sem eru sammála því sem ég legg til. Þannig hefur þetta verið fram að þessu og þannig mun það verða. Ég held hins vegar, eins og við höfum gert áður, að það sé ástæða til einhverra tilslakana þegar við sjáum að það gengur vel. Auðvitað erum við að taka ákveðna áhættu með því en þannig hefur það verið og þannig verður það áfram. En ég held að við þurfum bara að sjá betur í hverju þær tillögur felast,“ sagði Þórólfur. Þá kom einnig fram í máli hans á fundinum að nú sé verið að vinna að leiðbeiningum fyrir almenning varðandi veisluhöld og sýkingavarnir í kringum jól og áramót. Kvaðst Þórólfur búast við því að þær leiðbeiningar yrðu birtar síðar í þessari viku. „Ég ítreka að árangurinn af aðgerðunum sem eru í gangi núna hefur verið mjög góður og við getum öll samglaðst yfir því en áframhaldandi árangur mun standa og falla með því hvernig okkur tekst að viðhalda þeim sýkingavörnum sem við erum sífellt að predika,“ sagði Þórólfur og hvatti alla til þess að passa sig áfram vel og gæta að sýkingavörnum, hvort sem harðar aðgerðir væru í gangi eða ekki.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent