Stuðningsmenn Bodø/Glimt mæta með risastóra gula tannbursta á leiki Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2020 13:30 Hressir stuðningsmenn Bodø/Glimt smella kossi á risavaxna gula tannburstann sem er eins konar tákn liðsins. copa90 Á leikjum nýkrýndra Noregsmeistara Bodø/Glimt tíðkast að stuðningsmenn liðsins mæti með risavaxna gula tannbursta á leiki þess. But then again perhaps nothing should come as a surprise at a club as special as Bodø/Glimt (Glimt being Norwegian for flash) where supporters bring novelty sized toothbrushes to matches as a running joke since the 70 s and at time boasted a giant salmon in their stadium. pic.twitter.com/EcJ9eVzryt— COPA90 (@Copa90) November 21, 2020 Alfons Sampsted leikur með Bodø/Glimt en viðurkennir að hann viti ekki mikið um tannburstana og söguna í kringum þá. „Ég er búinn að vera að pæla í þessu sjálfur. Ég hef ekki hugmynd,“ sagði Alfons hlæjandi í samtali við Vísi. „Ég er búinn að spyrja nokkra en held ég sé búinn að spyrja vitlausu mennina. Þeir vita ekkert heldur. Ég þarf að spyrja einhvern sem er annað hvort uppalinn hérna eða hefur verið lengi hjá félaginu. Þeir eru að selja gula tannbursta hægri vinstri. Þegar við keyrðum í rútunni í gegnum bæinn var fullt af fólki sitt hvorum megin við götuna með tannbursta á lofti.“ Samkvæmt frétt NRK hófst þessi tannburstahefð á heimaleik Bodø/Glimt um miðjan 8. áratug síðustu aldar. Stuðningsmaður liðsins, Arnulf Bendixen, reyndi þá að fá aðra stuðningsmenn til að syngja með sér en var ekki nógu sáttur með útkomuna. Vinur hans rétti Bendixen þá tannbursta sem hann var með í vasanum og hann notaði tannburstann til að stýra hópsöng eins og hljómsveitarstjóri notar tónsprota. Fulltrúi tannburstafyrirtækisins Jordan var á leiknum og sá sér leik á borði. Jordan bjó til nokkra risastóra gula tannbursta sem hafa verið hluti af ásýnd Bodø/Glimt, tákn stuðningsmanna liðsins, síðan þá. Fyrir um áratug bjó Jordan svo til sérstaka Bodø/Glimt tannbursta sem voru öllu handhægari en risaburstarnir. Bodø/Glimt tannburstarnir voru framleiddir í takmörkuðu upplagi. Klippa: Alfons um tannburstahefð Bodø/Glimt Norski boltinn Tengdar fréttir Nýtur þess að spila „kamikaze“ leikstíl Bodø/Glimt Alfons Sampsted segir að leikstíll Bodø/Glimt sé mjög skemmtilegur og hann njóti sín vel í honum. 24. nóvember 2020 11:00 Hugarþjálfari Alfons og félaga var herflugmaður og veit ekkert um fótbolta Alfons Sampsted og félagar hans í Bodø/Glimt njóta liðssinnis hugarþjálfarans Bjorns Mannsverk sem er fyrrverandi herflugmaður. 24. nóvember 2020 09:01 Draumadagur Norðmannsins hjá AC Milan Jens Petter Hauge varð norskur meistari og skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir AC Milan sama kvöldið. 23. nóvember 2020 13:30 KA-menn misstu heimsmetið sitt í gær KA á Akureyri á ekki lengur metið yfir norðlægustu meistara heims eftir að hafa átt það í meira en þrjá áratugi. 23. nóvember 2020 09:01 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Á leikjum nýkrýndra Noregsmeistara Bodø/Glimt tíðkast að stuðningsmenn liðsins mæti með risavaxna gula tannbursta á leiki þess. But then again perhaps nothing should come as a surprise at a club as special as Bodø/Glimt (Glimt being Norwegian for flash) where supporters bring novelty sized toothbrushes to matches as a running joke since the 70 s and at time boasted a giant salmon in their stadium. pic.twitter.com/EcJ9eVzryt— COPA90 (@Copa90) November 21, 2020 Alfons Sampsted leikur með Bodø/Glimt en viðurkennir að hann viti ekki mikið um tannburstana og söguna í kringum þá. „Ég er búinn að vera að pæla í þessu sjálfur. Ég hef ekki hugmynd,“ sagði Alfons hlæjandi í samtali við Vísi. „Ég er búinn að spyrja nokkra en held ég sé búinn að spyrja vitlausu mennina. Þeir vita ekkert heldur. Ég þarf að spyrja einhvern sem er annað hvort uppalinn hérna eða hefur verið lengi hjá félaginu. Þeir eru að selja gula tannbursta hægri vinstri. Þegar við keyrðum í rútunni í gegnum bæinn var fullt af fólki sitt hvorum megin við götuna með tannbursta á lofti.“ Samkvæmt frétt NRK hófst þessi tannburstahefð á heimaleik Bodø/Glimt um miðjan 8. áratug síðustu aldar. Stuðningsmaður liðsins, Arnulf Bendixen, reyndi þá að fá aðra stuðningsmenn til að syngja með sér en var ekki nógu sáttur með útkomuna. Vinur hans rétti Bendixen þá tannbursta sem hann var með í vasanum og hann notaði tannburstann til að stýra hópsöng eins og hljómsveitarstjóri notar tónsprota. Fulltrúi tannburstafyrirtækisins Jordan var á leiknum og sá sér leik á borði. Jordan bjó til nokkra risastóra gula tannbursta sem hafa verið hluti af ásýnd Bodø/Glimt, tákn stuðningsmanna liðsins, síðan þá. Fyrir um áratug bjó Jordan svo til sérstaka Bodø/Glimt tannbursta sem voru öllu handhægari en risaburstarnir. Bodø/Glimt tannburstarnir voru framleiddir í takmörkuðu upplagi. Klippa: Alfons um tannburstahefð Bodø/Glimt
Norski boltinn Tengdar fréttir Nýtur þess að spila „kamikaze“ leikstíl Bodø/Glimt Alfons Sampsted segir að leikstíll Bodø/Glimt sé mjög skemmtilegur og hann njóti sín vel í honum. 24. nóvember 2020 11:00 Hugarþjálfari Alfons og félaga var herflugmaður og veit ekkert um fótbolta Alfons Sampsted og félagar hans í Bodø/Glimt njóta liðssinnis hugarþjálfarans Bjorns Mannsverk sem er fyrrverandi herflugmaður. 24. nóvember 2020 09:01 Draumadagur Norðmannsins hjá AC Milan Jens Petter Hauge varð norskur meistari og skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir AC Milan sama kvöldið. 23. nóvember 2020 13:30 KA-menn misstu heimsmetið sitt í gær KA á Akureyri á ekki lengur metið yfir norðlægustu meistara heims eftir að hafa átt það í meira en þrjá áratugi. 23. nóvember 2020 09:01 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Nýtur þess að spila „kamikaze“ leikstíl Bodø/Glimt Alfons Sampsted segir að leikstíll Bodø/Glimt sé mjög skemmtilegur og hann njóti sín vel í honum. 24. nóvember 2020 11:00
Hugarþjálfari Alfons og félaga var herflugmaður og veit ekkert um fótbolta Alfons Sampsted og félagar hans í Bodø/Glimt njóta liðssinnis hugarþjálfarans Bjorns Mannsverk sem er fyrrverandi herflugmaður. 24. nóvember 2020 09:01
Draumadagur Norðmannsins hjá AC Milan Jens Petter Hauge varð norskur meistari og skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir AC Milan sama kvöldið. 23. nóvember 2020 13:30
KA-menn misstu heimsmetið sitt í gær KA á Akureyri á ekki lengur metið yfir norðlægustu meistara heims eftir að hafa átt það í meira en þrjá áratugi. 23. nóvember 2020 09:01