Dómsmálaráðherra efast um verkfallsrétt flugvirkja Heimir Már Pétursson skrifar 24. nóvember 2020 19:21 Dómsmálaráðherra segir vafa undirorpið að verkfallsaðgerðir flugvirkja Landhelgisgæslunnar standist lög sem banni hindranir á björgun og löggæslu. Eina flughæfa þyrla Landhelgisgæslunnar verður ónothæf eftir miðnætti annað kvöld hvort sem samningar takast við flugvirkja eða ekki. Hluti flugvirkja Landhelgisgæslunnar sem sjá um viðhald á þyrluflota hennar fóru í verkfall hinn 5. nóvember sem stendur enn. Ekki náðist árangur á sáttafundi hjá ríkissáttasemjara í gær og nýr fundur hefur ekki verið boðaður. Ríkisstjórnin ræddi möguleika í stöðunni á fundi sínum í morgun. Landhelgisgæslan er með tvær þyrlur í notkun. Önnur þeirra bíður eftir margra vikna reglubundinni skoðun og hin á að fara í skoðun á miðnætti annað kvöld sem tæki að lágmarki tvo daga. Ef á að setja lög er þá ekki ljóst að það yrði að gera mjög fljótlega? Ríkisstjórnin ræddi möguleika í stöðunni vegna verkfalls flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni á fundi sínum í dag.Vísir/Vilhelm „Jú, það er auðvitað forgangsverkefni okkar að tryggja öryggi almennings. Við þurfum að leita allra leiða til þess í þessari alvarlegu stöðu sem er komin upp," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Það sé hins vegar ljóst að þyrlan þurfi hvað sem öðru líður að fara í að minnsta kosti tveggja daga skoðun. Allir möguleikar í stöðunni væru skoðaðir en best yrði að samningar næðust. Þá velti ráðherra fyrir sé verkfallsrétti flugvirkjanna. „Ef maður les lögin frá 2006 þar sem aðrir sem starfa hjá Gæslunni eru ekki með sama rétt vegna þess að það á ekki að vera hægt að stöðva björgunar- og löggæsluþjónustu. Þetta mikilvæga öryggishlutverk sem Landhelgisgæslan hefur. Þannig að þetta er kannski svolítið ósamræmanlegt því," segir Áslaug Arna. Dómsmálaráðherra veltir fyrir sér hvort verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar stenst lög sem banni hindrun björgunar- og löggæslustarfa.Vísir/Vilhelm Almannavarnanefnd Vestmannaeyja, sjúkraflutningamenn, jarðvísindamenn og fleiri hafa lýst alvarlegum áhyggjum af þeirri stöðu sem uppi er varðandi þyrlur Landhelgisgæslunnar. Þá dregur mjög úr öryggi sjófarenda ef þyrlurnar eru ekki til taks. Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Tengdar fréttir Segir stöðuna hjá Landhelgisgæslunni grafalvarlega Svo gæti farið að engin björgunarþyrla verði starfhæf hjá Landhelgisgæslunni um miðja næstu viku ef ekki næst að semja í kjaradeilu hluta flugvirkja Gæslunnar. 19. nóvember 2020 18:51 Sjö flutt með þyrlu til Reykjavíkur eftir slys á Suðurlandi Lögregla og aðrir viðbragðsaðilar eru nú við störf á vettvangi umferðarslyss við Skaftafell. Smárúta með sjö manns innanborðs fór út af veginum og valt. 29. ágúst 2020 19:41 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir vafa undirorpið að verkfallsaðgerðir flugvirkja Landhelgisgæslunnar standist lög sem banni hindranir á björgun og löggæslu. Eina flughæfa þyrla Landhelgisgæslunnar verður ónothæf eftir miðnætti annað kvöld hvort sem samningar takast við flugvirkja eða ekki. Hluti flugvirkja Landhelgisgæslunnar sem sjá um viðhald á þyrluflota hennar fóru í verkfall hinn 5. nóvember sem stendur enn. Ekki náðist árangur á sáttafundi hjá ríkissáttasemjara í gær og nýr fundur hefur ekki verið boðaður. Ríkisstjórnin ræddi möguleika í stöðunni á fundi sínum í morgun. Landhelgisgæslan er með tvær þyrlur í notkun. Önnur þeirra bíður eftir margra vikna reglubundinni skoðun og hin á að fara í skoðun á miðnætti annað kvöld sem tæki að lágmarki tvo daga. Ef á að setja lög er þá ekki ljóst að það yrði að gera mjög fljótlega? Ríkisstjórnin ræddi möguleika í stöðunni vegna verkfalls flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni á fundi sínum í dag.Vísir/Vilhelm „Jú, það er auðvitað forgangsverkefni okkar að tryggja öryggi almennings. Við þurfum að leita allra leiða til þess í þessari alvarlegu stöðu sem er komin upp," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Það sé hins vegar ljóst að þyrlan þurfi hvað sem öðru líður að fara í að minnsta kosti tveggja daga skoðun. Allir möguleikar í stöðunni væru skoðaðir en best yrði að samningar næðust. Þá velti ráðherra fyrir sé verkfallsrétti flugvirkjanna. „Ef maður les lögin frá 2006 þar sem aðrir sem starfa hjá Gæslunni eru ekki með sama rétt vegna þess að það á ekki að vera hægt að stöðva björgunar- og löggæsluþjónustu. Þetta mikilvæga öryggishlutverk sem Landhelgisgæslan hefur. Þannig að þetta er kannski svolítið ósamræmanlegt því," segir Áslaug Arna. Dómsmálaráðherra veltir fyrir sér hvort verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar stenst lög sem banni hindrun björgunar- og löggæslustarfa.Vísir/Vilhelm Almannavarnanefnd Vestmannaeyja, sjúkraflutningamenn, jarðvísindamenn og fleiri hafa lýst alvarlegum áhyggjum af þeirri stöðu sem uppi er varðandi þyrlur Landhelgisgæslunnar. Þá dregur mjög úr öryggi sjófarenda ef þyrlurnar eru ekki til taks.
Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Tengdar fréttir Segir stöðuna hjá Landhelgisgæslunni grafalvarlega Svo gæti farið að engin björgunarþyrla verði starfhæf hjá Landhelgisgæslunni um miðja næstu viku ef ekki næst að semja í kjaradeilu hluta flugvirkja Gæslunnar. 19. nóvember 2020 18:51 Sjö flutt með þyrlu til Reykjavíkur eftir slys á Suðurlandi Lögregla og aðrir viðbragðsaðilar eru nú við störf á vettvangi umferðarslyss við Skaftafell. Smárúta með sjö manns innanborðs fór út af veginum og valt. 29. ágúst 2020 19:41 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Segir stöðuna hjá Landhelgisgæslunni grafalvarlega Svo gæti farið að engin björgunarþyrla verði starfhæf hjá Landhelgisgæslunni um miðja næstu viku ef ekki næst að semja í kjaradeilu hluta flugvirkja Gæslunnar. 19. nóvember 2020 18:51
Sjö flutt með þyrlu til Reykjavíkur eftir slys á Suðurlandi Lögregla og aðrir viðbragðsaðilar eru nú við störf á vettvangi umferðarslyss við Skaftafell. Smárúta með sjö manns innanborðs fór út af veginum og valt. 29. ágúst 2020 19:41