Klopp: Hann spilar á tólf hljóðfæri í hljómsveitinni okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2020 10:30 Roberto Firmino fær góð ráð frá Jürgen Klopp áður en hann kemur inn á völlinn í Meistaradeildarleik fyrr í vetur. Getty/Peter Powell Roberto Firmino á sér mikinn aðdáanda í knattspyrnustjóra sínum Jürgen Klopp og það þrátt fyrir endalaus vandræði upp við markið að undanförnu. Brasilíumaðurinn Roberto Firmino hefur verið svolítið klaufskur og mistækur upp við mark andstæðinganna á þessu tímabili sem eru ekki góðar fréttir þegar þú spilar sem fremsti maður Liverpool liðsins. Roberto Firmino skoraði reyndar langþráð mark á móti Leicester um síðustu helgi en það kom eftir að hvert dauðafærið á fætur öðru hafði farið forgörðum. Bobby is incredibly important, he plays like 12 instruments in our orchestra, he is incredibly important for our rhythm." — Liverpool FC (@LFC) November 24, 2020 Það er aftur á móti ljóst að knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp er ekki að telja þessi færi eða að láta markatölfræðina hafa áhrif á liðsvalið sitt. Klopp trúar á mikilvægi Roberto Firmino fyrir Liverpool liðið. Hinn 29 ára gamli Roberto Firmino hefur aðeins skorað 2 mörk í 13 leikjum með Liverpool á þessu tímabil en Klopp vildi ekki hlusta á gagnrýnina um að Brasilíumaðurinn skori ekki nóg fyrir liðið. „Liðið er eins og hljómsveit og þú verður að hafa mismunandi fólk með mismunandi hljóðfæri,“ sagði Jürgen Klopp. Jurgen Klopp's description of Roberto Firmino is brilliant pic.twitter.com/iWKFAqJChA— Goal (@goal) November 24, 2020 „Sum hljóðfæranna eru hávær en sum eru ekki mjög hávær. Þau skipta samt öll jafnmiklu máli fyrir taktinn og Bobby er ótrúlega mikilvægur fyrir okkur. Hann spilar eitthvað um tólf hljóðfæri í okkar hljómsveit og skiptir gríðarlega miklu máli fyrir taktinn í liðinu,“ sagði Klopp. „Það er alltaf mikilvægt fyrir Bobby að skora mörk en hann er fullbúinn fótboltamaður og ég hef engar áhyggjur af honum. Ég veit það að hann mun skora mark við og við,“ sagði Klopp. „Markið hans á móti Leicester var mjög mikilvægt en það sem ég elskaði mest var það hvernig liðsfélagarnir hans brugðust við markinu. Við fögnum alltaf marki en það komu fram miklar tilfinningar við þetta mark. Leikmennirnir lesa blöðin og sáu gagnrýnina á hann (Firmino) svo þeir voru mjög ánægðir fyrir hans hönd,“ sagði Jürgen Klopp. "You could see it in the face of every player when he scored that they all thought, 'yes, exactly the right goalscorer'."Jurgen Klopp couldn't be happier for Bobby Firmino... pic.twitter.com/06DJMdktVt— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) November 22, 2020 Leikur Liverpool og Atalanta er einn af fjórum leikjum sem verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Útsendingin frá honum hefst klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport 4. Hinir leikir kvöldsins sem verða í beinni eru Inter-Real Madrid á Stöð 2 Sport 5 (Klukkan 19.50), leikur Bayern München og Red Bull Salzburg á Stöð 2 Sport (Klukkan 19.50) og svo leikur Olympiakos og Manchester City á Stöð 2 Sport 4 (Klukkan 17.45). Meistaradeildarmessan mun hita upp fyrir kvöldið frá klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 og sýna mörg og dauðafæri úr öllum leikjum um leið og eitthvað gerist. Meistaradeildarmörkin eru síðan á dagskránni á sömu stöð eftir að leikjum kvöldsins lýkur. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira
Roberto Firmino á sér mikinn aðdáanda í knattspyrnustjóra sínum Jürgen Klopp og það þrátt fyrir endalaus vandræði upp við markið að undanförnu. Brasilíumaðurinn Roberto Firmino hefur verið svolítið klaufskur og mistækur upp við mark andstæðinganna á þessu tímabili sem eru ekki góðar fréttir þegar þú spilar sem fremsti maður Liverpool liðsins. Roberto Firmino skoraði reyndar langþráð mark á móti Leicester um síðustu helgi en það kom eftir að hvert dauðafærið á fætur öðru hafði farið forgörðum. Bobby is incredibly important, he plays like 12 instruments in our orchestra, he is incredibly important for our rhythm." — Liverpool FC (@LFC) November 24, 2020 Það er aftur á móti ljóst að knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp er ekki að telja þessi færi eða að láta markatölfræðina hafa áhrif á liðsvalið sitt. Klopp trúar á mikilvægi Roberto Firmino fyrir Liverpool liðið. Hinn 29 ára gamli Roberto Firmino hefur aðeins skorað 2 mörk í 13 leikjum með Liverpool á þessu tímabil en Klopp vildi ekki hlusta á gagnrýnina um að Brasilíumaðurinn skori ekki nóg fyrir liðið. „Liðið er eins og hljómsveit og þú verður að hafa mismunandi fólk með mismunandi hljóðfæri,“ sagði Jürgen Klopp. Jurgen Klopp's description of Roberto Firmino is brilliant pic.twitter.com/iWKFAqJChA— Goal (@goal) November 24, 2020 „Sum hljóðfæranna eru hávær en sum eru ekki mjög hávær. Þau skipta samt öll jafnmiklu máli fyrir taktinn og Bobby er ótrúlega mikilvægur fyrir okkur. Hann spilar eitthvað um tólf hljóðfæri í okkar hljómsveit og skiptir gríðarlega miklu máli fyrir taktinn í liðinu,“ sagði Klopp. „Það er alltaf mikilvægt fyrir Bobby að skora mörk en hann er fullbúinn fótboltamaður og ég hef engar áhyggjur af honum. Ég veit það að hann mun skora mark við og við,“ sagði Klopp. „Markið hans á móti Leicester var mjög mikilvægt en það sem ég elskaði mest var það hvernig liðsfélagarnir hans brugðust við markinu. Við fögnum alltaf marki en það komu fram miklar tilfinningar við þetta mark. Leikmennirnir lesa blöðin og sáu gagnrýnina á hann (Firmino) svo þeir voru mjög ánægðir fyrir hans hönd,“ sagði Jürgen Klopp. "You could see it in the face of every player when he scored that they all thought, 'yes, exactly the right goalscorer'."Jurgen Klopp couldn't be happier for Bobby Firmino... pic.twitter.com/06DJMdktVt— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) November 22, 2020 Leikur Liverpool og Atalanta er einn af fjórum leikjum sem verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Útsendingin frá honum hefst klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport 4. Hinir leikir kvöldsins sem verða í beinni eru Inter-Real Madrid á Stöð 2 Sport 5 (Klukkan 19.50), leikur Bayern München og Red Bull Salzburg á Stöð 2 Sport (Klukkan 19.50) og svo leikur Olympiakos og Manchester City á Stöð 2 Sport 4 (Klukkan 17.45). Meistaradeildarmessan mun hita upp fyrir kvöldið frá klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 og sýna mörg og dauðafæri úr öllum leikjum um leið og eitthvað gerist. Meistaradeildarmörkin eru síðan á dagskránni á sömu stöð eftir að leikjum kvöldsins lýkur. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira