Borgin þurfi fleiri milljarða frá ríkinu vegna faraldursins Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 14:15 Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri í Reykjavík en borgin hefur endurmetið fjárþörf sína vegna faraldurs kórónuveiru. Elín Björg Guðmundsdóttir Reykjavíkurborg telur að fjárhagslegt högg borgarinnar vegna áhrifa kórónuveirunnar verði umtalsvert meira en áður var áætlað. Þetta kemur fram í umsögn borgarinnar við þingsályktunartillögu um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna faraldursins. Í umsögninni er ítrekað að fjármálasvið borgarinnar telji núverandi stuðning ríkisins við sveitarfélögin vera fjarri því að tryggja fjármögnun mikilvægra verkefna. „Líklegt má telja að þessi vanfjármögnun mun fyrr eða síðar þvinga sveitarfélögin til samdráttar í samfélagslega mikilvægum fjárfestingum og jafnvel niðurskurðar í viðkvæmri og lögskyldri þjónustu,“ segir í umsögninni. Í umsögn borgarinnar segir að vanfjármögnun muni líklega á endanum knýja sveitarfélög til að draga úr þjónustu.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Samkvæmt greiningu borgarinnar þurfa sveitarfélögin að minnsta kosti fimmtíu milljarða króna stuðning á þessu ári og því næsta vegna áhrifa Covid-19. Í umsögninni kemur fram að ný greining bendi til þess að tekjufall borgarsjóðs vegna faraldursins nemi alls um 12,5 milljörðum króna. Útgjöld borgarinnar hafi aukist verulega af sömu ástæðum, eða um 2,6 milljarða króna. Áhrifin í heild eru því metin á rúmlega 15 milljarða króna á þessu ári. Þessi fjárhæð hefur hækkað talsvert, en í umsögn borgarinnar við fjárlagafrumvarpið er stuðningsþörf borgarinnar metin á um 11,1 milljarð króna. Þá er gert ráð fyrir um 12 milljarða króna stuðningsþörf á næsta ári. Alls er fjárþörfin því metin á um 27 milljarða króna á þessu ári og því næsta. Þingflokkur Samfylkingarinnar stendur að baki tillögunni.vísir/stefán Lítill sem enginn stuðningur Borgin segir áformað 670 milljóna króna framlag til Jöfnunarsjóðs vegna þjónustu við fatlað fólk alls ekki duga til. Sama gildi um áformuð framlög vegna fjárhagsaðstoðar sem nemi um 720 milljónum króna. „Þarna þarf að bæta um betur. Það er mat Reykjavíkurborgar að fjármálalega áfallið mælt í krónum á hvern íbúa verði mest og þyngst í Reykjavík og þetta mat er stutt í nýrri greiningu starfshóps sveitarstjórnarráðherra. Þrátt fyrir það beinist lítill sem enginn stuðningur til borgarinnar og höfuðborgarsvæðisins,“ segir í umsögn borgarinnar. Í umsögn segir að Reykjavíkurborg styðji þingsályktunartillöguna, sem Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar, lagði fram, enda sé hún til þess fallin að „ríkisstjórnin beiri sér fyrir tímabærum aðgerðum í þágu sveitarfélaga landsins.“ Í tillögunni er meðal annars lagt til að aukin fjárútlát sveitarfélaga vegna viðbragða við faraldrinum verði bætt, t.d. í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Reykjavík Borgarstjórn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sveitarstjórnarmál Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Innlent Fleiri fréttir Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Sjá meira
Reykjavíkurborg telur að fjárhagslegt högg borgarinnar vegna áhrifa kórónuveirunnar verði umtalsvert meira en áður var áætlað. Þetta kemur fram í umsögn borgarinnar við þingsályktunartillögu um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna faraldursins. Í umsögninni er ítrekað að fjármálasvið borgarinnar telji núverandi stuðning ríkisins við sveitarfélögin vera fjarri því að tryggja fjármögnun mikilvægra verkefna. „Líklegt má telja að þessi vanfjármögnun mun fyrr eða síðar þvinga sveitarfélögin til samdráttar í samfélagslega mikilvægum fjárfestingum og jafnvel niðurskurðar í viðkvæmri og lögskyldri þjónustu,“ segir í umsögninni. Í umsögn borgarinnar segir að vanfjármögnun muni líklega á endanum knýja sveitarfélög til að draga úr þjónustu.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Samkvæmt greiningu borgarinnar þurfa sveitarfélögin að minnsta kosti fimmtíu milljarða króna stuðning á þessu ári og því næsta vegna áhrifa Covid-19. Í umsögninni kemur fram að ný greining bendi til þess að tekjufall borgarsjóðs vegna faraldursins nemi alls um 12,5 milljörðum króna. Útgjöld borgarinnar hafi aukist verulega af sömu ástæðum, eða um 2,6 milljarða króna. Áhrifin í heild eru því metin á rúmlega 15 milljarða króna á þessu ári. Þessi fjárhæð hefur hækkað talsvert, en í umsögn borgarinnar við fjárlagafrumvarpið er stuðningsþörf borgarinnar metin á um 11,1 milljarð króna. Þá er gert ráð fyrir um 12 milljarða króna stuðningsþörf á næsta ári. Alls er fjárþörfin því metin á um 27 milljarða króna á þessu ári og því næsta. Þingflokkur Samfylkingarinnar stendur að baki tillögunni.vísir/stefán Lítill sem enginn stuðningur Borgin segir áformað 670 milljóna króna framlag til Jöfnunarsjóðs vegna þjónustu við fatlað fólk alls ekki duga til. Sama gildi um áformuð framlög vegna fjárhagsaðstoðar sem nemi um 720 milljónum króna. „Þarna þarf að bæta um betur. Það er mat Reykjavíkurborgar að fjármálalega áfallið mælt í krónum á hvern íbúa verði mest og þyngst í Reykjavík og þetta mat er stutt í nýrri greiningu starfshóps sveitarstjórnarráðherra. Þrátt fyrir það beinist lítill sem enginn stuðningur til borgarinnar og höfuðborgarsvæðisins,“ segir í umsögn borgarinnar. Í umsögn segir að Reykjavíkurborg styðji þingsályktunartillöguna, sem Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar, lagði fram, enda sé hún til þess fallin að „ríkisstjórnin beiri sér fyrir tímabærum aðgerðum í þágu sveitarfélaga landsins.“ Í tillögunni er meðal annars lagt til að aukin fjárútlát sveitarfélaga vegna viðbragða við faraldrinum verði bætt, t.d. í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Reykjavík Borgarstjórn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sveitarstjórnarmál Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Innlent Fleiri fréttir Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Sjá meira