RAX Augnablik: „Þegar hann lítur upp þá er þar stærðar ísbjörn sem starir á hann“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. nóvember 2020 07:00 Ísbjarnarhúnn sem varð á vegi ljósmyndarans Ragnars Axelssonar. RAX Þegar hinn grænlenski Kali frá var lítill drengur gaf faðir hans honum lítinn ísbjarnarhún. Þeir voru alveg óaðskiljanlegir og bestu vinir. RAX segir söguna af Kali í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. „Mamma hans fylgdist með þeim þar sem þeir hlaupa úti á ísnum fyrir utan þorpið. Þessi litli strákur hafði gaman af því að hrinda ísbirninum þannig að hann dettur og fer á hvolf. Hann hleypur svo í burtu hlæjandi og litli ísbjörninn eltir hann og þykist ætla að ráðast á hann. Svo veltast þeir um á Ísnum.“ RAX heimsótti Thule til þess að fá að heyra sögurnar af ísbjarnaveiðimönnunum, sem oft gekk illa því fyrir þeim voru þessar veiðar jafn hversdagslegar og það er fyrir okkur að fara út í búð. Kali lék við litla ísbjörninn sinn alla daga. „Þeir sváfu saman í rúmi og voru bara bestu vinir. Ísbjörn hefur þá tilhneigingu að stækka og hann varð stór þannig að það verður á ákveðnum tíma að sleppa honum. Þeir ákveða að fara með hann út á ísinn og litli strákurinn veifar honum, kveður hann með tárum og segir „Þetta eru þín heimkynni, nú þarft þú að fara heim.“ Litli ísbjörninn, sem er orðinn dálítið stór, gengur í burtu.“ Þetta reyndist þó ekki síðasta skipti sem þeir hittust. Hægt er að heyra RAX segja söguna um Kali og ísbjörninn í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og Kali og ísbjörninn er um sjö mínútur. Klippa: RAX Augnablik - Kali og ísbjörninn Í ellefta þætti af RAX Augnablik kom ísbjörn líka við sögu. Í þættinum Ole og Querndu sagði ljósmyndarinn frá einstöku sambandi manns og veiðihunds. Hægt er að horfa á þann þátt í spilaranum hér fyrir neðan en alla þættina sem komnir eru af RAX Augnablik má finna HÉR. Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi. Ljósmyndun RAX Grænland Tengdar fréttir RAX Augnablik: Flugu ofan í gíginn og treystu á Guð og flugvélamótorinn Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir Ragnar Axelsson frá sögunum á bak við ljósmyndirnar hans af Gjálpargosinu í Vatnajökli árið 1996. Myndirnar voru teknar rétt áður en gosið kom upp. 22. nóvember 2020 07:00 RAX Augnablik: „Þeir þögðu bara og horfðu á hafið“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson söguna á bak við myndirnar af bræðrunum Friðriki og Sófusi. RAX hitti bræður í heimsókn sinni í þorpið Elduvík í Færeyjum árið 1997. 15. nóvember 2020 07:01 RAX Augnablik: „Það var eitthvað mennskt við Qerndu“ „Ole kenndi mér það að þegar ég fer með veiðimönnum út á hafísinn, að passa mig hvað ég segi. Þegar þú færð svona frá reynsluboltum þá virðir maður það, segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Í nýjasta þættinum af RAX augnablik, segir hann söguna um einstakt samband grænlenska veiðimannsins Ole og hundsins Qerndu. 8. nóvember 2020 07:00 RAX Augnablik: Situr í manni alla ævi „Eitthvað það erfiðasta sem maður lendir í sem fréttaljósmyndari er þegar það verða slys, svona hörmungar eins og snjóflóðin á Flateyri og Súðavík. Það er eiginlega ekkert erfiðara til, það situr í manni alla ævi,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. 1. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Sjá meira
„Mamma hans fylgdist með þeim þar sem þeir hlaupa úti á ísnum fyrir utan þorpið. Þessi litli strákur hafði gaman af því að hrinda ísbirninum þannig að hann dettur og fer á hvolf. Hann hleypur svo í burtu hlæjandi og litli ísbjörninn eltir hann og þykist ætla að ráðast á hann. Svo veltast þeir um á Ísnum.“ RAX heimsótti Thule til þess að fá að heyra sögurnar af ísbjarnaveiðimönnunum, sem oft gekk illa því fyrir þeim voru þessar veiðar jafn hversdagslegar og það er fyrir okkur að fara út í búð. Kali lék við litla ísbjörninn sinn alla daga. „Þeir sváfu saman í rúmi og voru bara bestu vinir. Ísbjörn hefur þá tilhneigingu að stækka og hann varð stór þannig að það verður á ákveðnum tíma að sleppa honum. Þeir ákveða að fara með hann út á ísinn og litli strákurinn veifar honum, kveður hann með tárum og segir „Þetta eru þín heimkynni, nú þarft þú að fara heim.“ Litli ísbjörninn, sem er orðinn dálítið stór, gengur í burtu.“ Þetta reyndist þó ekki síðasta skipti sem þeir hittust. Hægt er að heyra RAX segja söguna um Kali og ísbjörninn í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og Kali og ísbjörninn er um sjö mínútur. Klippa: RAX Augnablik - Kali og ísbjörninn Í ellefta þætti af RAX Augnablik kom ísbjörn líka við sögu. Í þættinum Ole og Querndu sagði ljósmyndarinn frá einstöku sambandi manns og veiðihunds. Hægt er að horfa á þann þátt í spilaranum hér fyrir neðan en alla þættina sem komnir eru af RAX Augnablik má finna HÉR. Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Ljósmyndun RAX Grænland Tengdar fréttir RAX Augnablik: Flugu ofan í gíginn og treystu á Guð og flugvélamótorinn Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir Ragnar Axelsson frá sögunum á bak við ljósmyndirnar hans af Gjálpargosinu í Vatnajökli árið 1996. Myndirnar voru teknar rétt áður en gosið kom upp. 22. nóvember 2020 07:00 RAX Augnablik: „Þeir þögðu bara og horfðu á hafið“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson söguna á bak við myndirnar af bræðrunum Friðriki og Sófusi. RAX hitti bræður í heimsókn sinni í þorpið Elduvík í Færeyjum árið 1997. 15. nóvember 2020 07:01 RAX Augnablik: „Það var eitthvað mennskt við Qerndu“ „Ole kenndi mér það að þegar ég fer með veiðimönnum út á hafísinn, að passa mig hvað ég segi. Þegar þú færð svona frá reynsluboltum þá virðir maður það, segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Í nýjasta þættinum af RAX augnablik, segir hann söguna um einstakt samband grænlenska veiðimannsins Ole og hundsins Qerndu. 8. nóvember 2020 07:00 RAX Augnablik: Situr í manni alla ævi „Eitthvað það erfiðasta sem maður lendir í sem fréttaljósmyndari er þegar það verða slys, svona hörmungar eins og snjóflóðin á Flateyri og Súðavík. Það er eiginlega ekkert erfiðara til, það situr í manni alla ævi,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. 1. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Sjá meira
RAX Augnablik: Flugu ofan í gíginn og treystu á Guð og flugvélamótorinn Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir Ragnar Axelsson frá sögunum á bak við ljósmyndirnar hans af Gjálpargosinu í Vatnajökli árið 1996. Myndirnar voru teknar rétt áður en gosið kom upp. 22. nóvember 2020 07:00
RAX Augnablik: „Þeir þögðu bara og horfðu á hafið“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson söguna á bak við myndirnar af bræðrunum Friðriki og Sófusi. RAX hitti bræður í heimsókn sinni í þorpið Elduvík í Færeyjum árið 1997. 15. nóvember 2020 07:01
RAX Augnablik: „Það var eitthvað mennskt við Qerndu“ „Ole kenndi mér það að þegar ég fer með veiðimönnum út á hafísinn, að passa mig hvað ég segi. Þegar þú færð svona frá reynsluboltum þá virðir maður það, segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Í nýjasta þættinum af RAX augnablik, segir hann söguna um einstakt samband grænlenska veiðimannsins Ole og hundsins Qerndu. 8. nóvember 2020 07:00
RAX Augnablik: Situr í manni alla ævi „Eitthvað það erfiðasta sem maður lendir í sem fréttaljósmyndari er þegar það verða slys, svona hörmungar eins og snjóflóðin á Flateyri og Súðavík. Það er eiginlega ekkert erfiðara til, það situr í manni alla ævi,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. 1. nóvember 2020 07:00