Kaldasti tíminn í fyrramálið: „Kæmi ekki á óvart að sjá mæla skríða undir 20 stigin“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2020 07:01 Það herðir á frosti um allt land og verður mjög kalt í fyrramálið. Vísir/Vilhelm Norðanáttin er farin að gefa eftir en þá nær kalda loftið yfir landinu að komast niður að yfirborðinu og verður kaldasti tíminn í fyrramálið að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. „Lægstu tölurnar verða líklega inn til landsins og þá einna helst á Norðurlandi og kæmi ekki á óvart að sjá mæla skríða undir 20 stigin. Nær ströndinni ætti hitastigið að vera 3 til 7 stig og jafnvel gæti hitinn komist upp að frostmarki í Vestmannaeyjum. Til sunnudags dregur úr frosti um landið vestanvert en áfram verður kalt fyrir austan,“ segir í hugleiðingunum. Líkur eru á þetta sé mesta kuldakast í sjö ár og eru Veitur til að mynda í viðbragðsstöðu þar sem búist er við að notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu slái öll met í kuldanum. Er almenningur hvattur til að fara sparlega með heita vatnið og huga vel að því hvernig kyndingin er, til dæmis með því að hafa glugga lokaða, ofna rétt stillta og hafa útidyr ekki opnar of lengi. Veðurhorfur á landinu: Norðan 13-23 m/s, hvassast A-til, en hvassara í vindstrengjum sunnan Vatnajökuls. Snjókoma, él eða skafrenningur NA- og A-lands, en annars úrkomulaust að kalla. Dregur úr vindi og léttir til, fyrst V-til og kólnar í veðri. Norðlæg átt, víða 5-13 m/s í kvöld og stöku él fyrir austan, en bjartviðri í öðrum landshlutum. Frost 2 til 14 stig, mildast við SA-ströndina, en kaldast inn til landsins fyrir norðan. Breytileg átt 3-8 og léttskýjað á morgun, en líkur á éljum við SV-ströndina seinnipartinn. Frost 10 til 20 stig, en mildara við S- og SV-ströndina. Á laugardag: Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða bjartviðri, en dálítil él við SV-ströndina. Frost 4 til 18 stig, minnst syðst. Á sunnudag: Austlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og dálítil él við S- og V-ströndina, en annars bjartviðri. Dregur heldur úr frosti. Á mánudag og þriðjudag: Áfram hægar austlægar áttir með éljum á víð og dreif, einkum þó um landið vestanvert. Frost 0 til 6 stig, en sums staðar frostlaust við SV-ströndina. Á miðvikudag: Vaxandi austanátt með slyddu eða snjókomu syðst á landinu og hlýnandi veðri. Líklega rigning S- og V-til undir kvöld. Veður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum Sjá meira
„Lægstu tölurnar verða líklega inn til landsins og þá einna helst á Norðurlandi og kæmi ekki á óvart að sjá mæla skríða undir 20 stigin. Nær ströndinni ætti hitastigið að vera 3 til 7 stig og jafnvel gæti hitinn komist upp að frostmarki í Vestmannaeyjum. Til sunnudags dregur úr frosti um landið vestanvert en áfram verður kalt fyrir austan,“ segir í hugleiðingunum. Líkur eru á þetta sé mesta kuldakast í sjö ár og eru Veitur til að mynda í viðbragðsstöðu þar sem búist er við að notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu slái öll met í kuldanum. Er almenningur hvattur til að fara sparlega með heita vatnið og huga vel að því hvernig kyndingin er, til dæmis með því að hafa glugga lokaða, ofna rétt stillta og hafa útidyr ekki opnar of lengi. Veðurhorfur á landinu: Norðan 13-23 m/s, hvassast A-til, en hvassara í vindstrengjum sunnan Vatnajökuls. Snjókoma, él eða skafrenningur NA- og A-lands, en annars úrkomulaust að kalla. Dregur úr vindi og léttir til, fyrst V-til og kólnar í veðri. Norðlæg átt, víða 5-13 m/s í kvöld og stöku él fyrir austan, en bjartviðri í öðrum landshlutum. Frost 2 til 14 stig, mildast við SA-ströndina, en kaldast inn til landsins fyrir norðan. Breytileg átt 3-8 og léttskýjað á morgun, en líkur á éljum við SV-ströndina seinnipartinn. Frost 10 til 20 stig, en mildara við S- og SV-ströndina. Á laugardag: Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða bjartviðri, en dálítil él við SV-ströndina. Frost 4 til 18 stig, minnst syðst. Á sunnudag: Austlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og dálítil él við S- og V-ströndina, en annars bjartviðri. Dregur heldur úr frosti. Á mánudag og þriðjudag: Áfram hægar austlægar áttir með éljum á víð og dreif, einkum þó um landið vestanvert. Frost 0 til 6 stig, en sums staðar frostlaust við SV-ströndina. Á miðvikudag: Vaxandi austanátt með slyddu eða snjókomu syðst á landinu og hlýnandi veðri. Líklega rigning S- og V-til undir kvöld.
Veður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum Sjá meira