Gott samfélag tryggir gott geðheilbrigði Bjarni Halldór Janusson skrifar 4. desember 2020 13:31 Fyrr á þessu ári var samþykkt að fella sálfræðiþjónustu undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Frumvarpið var samþykkt samhljóða á síðasta þingi og mikil eining virtist ríkja um málið, en þó er ekki gert ráð fyrir því í fjárlögum næsta árs. Málið hefur einkum vakið athygli nú vegna þeirra aðstæða sem ríkja, en bent hefur verið á nauðsyn slíkrar þjónustu til að koma til móts við þann vanda sem margir glíma við vegna veirufaraldursins sem gengur yfir. Oft var þörf en nú er nauðsyn Í síðasta pistli var aðeins snert á þeim félagslegu afleiðingum sem veirufaraldurinn hefur haft í för með sér. Margir segjast glíma við kvíða og depurð vegna ástandsins, sem niðursveiflan í hagkerfinu stigmagnar enn frekar. Fregnir af smitum og dauðsföllum hafa vitanlega mikil áhrif á sálarlíf þjóðarinnar, einkum fyrir þá sem syrgja ástvini og eiga um sárt að binda vegna fráfalls ástvina. Þar að auki eru félagslegar afleiðingar kreppu vel þekktar og ekki óalgengt að sjálfsvígum fjölgi á tímum sem þessum. Félagsleg einangrun fólks gerir skammdegisþunglyndið enn verra og því óhætt að segja að margir hefðu gagn af geðheilbrigðisaðstoð á viðráðanlegu verði. Sjálfsvígstíðni á Íslandi er með því hærra sem þekkist í heiminum, sér í lagi meðal ungs fólks og ekki síst meðal ungra karlmanna. Á Íslandi falla um og yfir 40 einstaklingar fyrir eigin hendi á hverju ári, eða 11-13 manns fyrir hverja hundrað þúsund íbúa landsins. Þá segja um 10% ungmenna á Íslandi að þau hafi einhvern tímann gert tilraun til sjálfsvígs. Þessi lýsing miðast raunar við þau gögn sem lágu fyrir áður en veirufaraldurinn hóf að valda ómetanlegum skaða í samfélaginu. Því er líklegt að þörfin hafi sjaldan verið meiri en einmitt núna. Mikilvægt er að bjóða öllum sjúklingum viðeigandi aðstoð vegna sálrænna veikinda sinna. Fyrst og fremst til að fyrirbyggja hið allra versta og draga úr sjálfsvígstíðni, en einnig til að tryggja aukin lífsgæði þeirra sem glíma við sálræn veikindi. Til að bregðast við sársaukafullum áföllum lífsins og hverfulleika tilverunnar er mikilvægt að sérhver einstaklingur geti leitað sér viðeigandi aðstoðar til að koma í veg fyrir að vanlíðan og depurð verði að alvarlegu þunglyndi, að áhyggjur verði að óhóflegum kvíða, og svo framvegis. Hérlendis mælist um fimmti hver kvenmaður á aldrinum 18-25 ára með þunglyndiseinkenni og sjálfsvíg er algengasta dánarorsök karlmanna í þeim aldurshópi. Svo virðist sem fjöldi fólks neiti sér um sálfræðiþjónustu af fjárhagsástæðum, en um 33% fólks telur sig ekki eiga efni á geðheilbrigðisþjónustu. Þetta virðist sérstaklega eiga við um yngri aldurshópa. Oftast þarf einstaklingur með kvíða og þunglyndi að gera ráð fyrir að minnsta kosti 10-15 meðferðartímum hjá sálfræðingi. Algengast þykir að greiða hátt í 15.000 krónur fyrir hvern meðferðartíma og samkvæmt því yrðu bein útgjöld vegna slíkrar meðferðar um 150.000 – 225.000 krónur. Fyrsta skref yfirvalda væri því að tryggja fullnægjandi aðgengi að sálfræðiþjónustu eða annars konar sérfræðiþjónustu sem getur fyrirbyggt það að tímabundin sálarangist verði að alvarlegum geðsjúkdóm. Mikilvægt er þó að hafa í huga ólíka orsakaþætti sem liggja að baki sálrænna veikinda, enda um fjölþættan vanda að ræða, þar sem veikindi af andlegum toga eru oftar en ekki flókin samsetning ólíkra kvilla og mjög mismunandi milli einstaklinga. Raunar væri réttast af okkur að horfa til sálrænna veikinda með sambærilegum hætti og við horfum til flókinna líffræðilegra sjúkdóma. Enga töfralausn er þar að finna og því þarf að veita sérhæfða þjónustu sem tekur mið af ólíkum aðstæðum og erfðaþáttum hverju sinni. Gott samfélag tryggir gott geðheilbrigði Á síðustu misserum hefur átt sér stað tímabær og þörf vitundarvakning í samfélaginu um geðheilbrigðismál. Frekari stuðningur yfirvalda og samfélagsins alls hlýtur að vera rökrétt framhald í þessum málaflokki. Mikilvægt er að almenningur hafi aðgang að eins fullnægjandi þjónustu og unnt er að veita hverju sinni og í því skyni verður að nýta kosti allra úrræða. Sagt er að besti mælikvarðinn á ágæti samfélags sé hvernig það hlúir að hinum bágstöddu. Gott samfélag sér til þess að hjálparþurfi einstaklingar komi ekki að lokuðum dyrum og neyðist til að bera harm sinn í hljóði. Gott samfélag tryggir gott geðheilbrigði. Höfundur er stjórnmálaheimspekingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Geðheilbrigði Tryggingar Heilbrigðismál Bjarni Halldór Janusson Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Göngum í takt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Fyrr á þessu ári var samþykkt að fella sálfræðiþjónustu undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Frumvarpið var samþykkt samhljóða á síðasta þingi og mikil eining virtist ríkja um málið, en þó er ekki gert ráð fyrir því í fjárlögum næsta árs. Málið hefur einkum vakið athygli nú vegna þeirra aðstæða sem ríkja, en bent hefur verið á nauðsyn slíkrar þjónustu til að koma til móts við þann vanda sem margir glíma við vegna veirufaraldursins sem gengur yfir. Oft var þörf en nú er nauðsyn Í síðasta pistli var aðeins snert á þeim félagslegu afleiðingum sem veirufaraldurinn hefur haft í för með sér. Margir segjast glíma við kvíða og depurð vegna ástandsins, sem niðursveiflan í hagkerfinu stigmagnar enn frekar. Fregnir af smitum og dauðsföllum hafa vitanlega mikil áhrif á sálarlíf þjóðarinnar, einkum fyrir þá sem syrgja ástvini og eiga um sárt að binda vegna fráfalls ástvina. Þar að auki eru félagslegar afleiðingar kreppu vel þekktar og ekki óalgengt að sjálfsvígum fjölgi á tímum sem þessum. Félagsleg einangrun fólks gerir skammdegisþunglyndið enn verra og því óhætt að segja að margir hefðu gagn af geðheilbrigðisaðstoð á viðráðanlegu verði. Sjálfsvígstíðni á Íslandi er með því hærra sem þekkist í heiminum, sér í lagi meðal ungs fólks og ekki síst meðal ungra karlmanna. Á Íslandi falla um og yfir 40 einstaklingar fyrir eigin hendi á hverju ári, eða 11-13 manns fyrir hverja hundrað þúsund íbúa landsins. Þá segja um 10% ungmenna á Íslandi að þau hafi einhvern tímann gert tilraun til sjálfsvígs. Þessi lýsing miðast raunar við þau gögn sem lágu fyrir áður en veirufaraldurinn hóf að valda ómetanlegum skaða í samfélaginu. Því er líklegt að þörfin hafi sjaldan verið meiri en einmitt núna. Mikilvægt er að bjóða öllum sjúklingum viðeigandi aðstoð vegna sálrænna veikinda sinna. Fyrst og fremst til að fyrirbyggja hið allra versta og draga úr sjálfsvígstíðni, en einnig til að tryggja aukin lífsgæði þeirra sem glíma við sálræn veikindi. Til að bregðast við sársaukafullum áföllum lífsins og hverfulleika tilverunnar er mikilvægt að sérhver einstaklingur geti leitað sér viðeigandi aðstoðar til að koma í veg fyrir að vanlíðan og depurð verði að alvarlegu þunglyndi, að áhyggjur verði að óhóflegum kvíða, og svo framvegis. Hérlendis mælist um fimmti hver kvenmaður á aldrinum 18-25 ára með þunglyndiseinkenni og sjálfsvíg er algengasta dánarorsök karlmanna í þeim aldurshópi. Svo virðist sem fjöldi fólks neiti sér um sálfræðiþjónustu af fjárhagsástæðum, en um 33% fólks telur sig ekki eiga efni á geðheilbrigðisþjónustu. Þetta virðist sérstaklega eiga við um yngri aldurshópa. Oftast þarf einstaklingur með kvíða og þunglyndi að gera ráð fyrir að minnsta kosti 10-15 meðferðartímum hjá sálfræðingi. Algengast þykir að greiða hátt í 15.000 krónur fyrir hvern meðferðartíma og samkvæmt því yrðu bein útgjöld vegna slíkrar meðferðar um 150.000 – 225.000 krónur. Fyrsta skref yfirvalda væri því að tryggja fullnægjandi aðgengi að sálfræðiþjónustu eða annars konar sérfræðiþjónustu sem getur fyrirbyggt það að tímabundin sálarangist verði að alvarlegum geðsjúkdóm. Mikilvægt er þó að hafa í huga ólíka orsakaþætti sem liggja að baki sálrænna veikinda, enda um fjölþættan vanda að ræða, þar sem veikindi af andlegum toga eru oftar en ekki flókin samsetning ólíkra kvilla og mjög mismunandi milli einstaklinga. Raunar væri réttast af okkur að horfa til sálrænna veikinda með sambærilegum hætti og við horfum til flókinna líffræðilegra sjúkdóma. Enga töfralausn er þar að finna og því þarf að veita sérhæfða þjónustu sem tekur mið af ólíkum aðstæðum og erfðaþáttum hverju sinni. Gott samfélag tryggir gott geðheilbrigði Á síðustu misserum hefur átt sér stað tímabær og þörf vitundarvakning í samfélaginu um geðheilbrigðismál. Frekari stuðningur yfirvalda og samfélagsins alls hlýtur að vera rökrétt framhald í þessum málaflokki. Mikilvægt er að almenningur hafi aðgang að eins fullnægjandi þjónustu og unnt er að veita hverju sinni og í því skyni verður að nýta kosti allra úrræða. Sagt er að besti mælikvarðinn á ágæti samfélags sé hvernig það hlúir að hinum bágstöddu. Gott samfélag sér til þess að hjálparþurfi einstaklingar komi ekki að lokuðum dyrum og neyðist til að bera harm sinn í hljóði. Gott samfélag tryggir gott geðheilbrigði. Höfundur er stjórnmálaheimspekingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun