Rússneskur vísindamaður ákærður fyrir landráð Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2020 16:51 Anatoly Gubanov er sagður vera sérfræðingur í þróun hljóðfrárra eldflauga. EPA/Maxim Shipenkov Rússneskur vísindamaður hefur verið ákærður fyrir landráð. Fregnir bárust af handtöku Anatoly Gubanov í gær og er hann sakaður um að hafa lekið leynilegum upplýsingum um þróun hljóðfrárra flugvéla og eldflauga til útsendara annars ríkis. TASS fréttaveitan, sem er í eigu ríkisins, sagði frá því í gær að mál Gubanov væri leynilegt og því væru upplýsingar um hvaða gögn eðlisfræðingurinn er sakaður um að hafa afhent og til hvaða ríkis, væru ríkisleyndarmál. Réttarhöldin sjálf verða líklegast leynileg en verði Gubanov fundinn sekur gæti hann verið dæmdur til allt að tuttugu ára fangelsisvistar. Rússar hafa á undanförnum árum lagt mikið kapp í að þróa hljóðfráar eldfalugar og flugvélar. Þegar tilraun með eina slíka eldflaug heppnaðist í október sagði Vladimír Pútín, forseti Rússlands, að slík vopn myndu tryggja varnargetu herafla Rússlands til margra ára. Þá var eldflaug af gerðinni Tsirkon skotið af skipi og að eyju í um 450 kílómetra fjarlægð. Þegar mest var, náði eldflaugin áttföldum hljóðhraða, sem samsvarar tæplega tíu þúsund kílómetrum á klukkustund. Hljóðfráar eldflaugar sem þessar gera hefðbundnar eldflaugavarnir nánast úreltar því þær geta breytt snögglega af stefnu og komið sér undan öðrum eldflaugum. Rússar, Bandaríkin og Kína vinna hörðum höndum að þróun þessara vopna. Reuters segir málaferli eins og þau sem beinast nú gegn Gubanov vera tiltölulega algeng í Rússlandi. Í síðasta mánuði hafi maður verið dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir að reyna að leka hernaðarleyndarmálum til Bandaríkjanna. Þá hafi hermaður og bróðir hans verið handteknir í október fyrir að leka ríkisleyndarmálum til Eistlands. Rússland Hernaður Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
TASS fréttaveitan, sem er í eigu ríkisins, sagði frá því í gær að mál Gubanov væri leynilegt og því væru upplýsingar um hvaða gögn eðlisfræðingurinn er sakaður um að hafa afhent og til hvaða ríkis, væru ríkisleyndarmál. Réttarhöldin sjálf verða líklegast leynileg en verði Gubanov fundinn sekur gæti hann verið dæmdur til allt að tuttugu ára fangelsisvistar. Rússar hafa á undanförnum árum lagt mikið kapp í að þróa hljóðfráar eldfalugar og flugvélar. Þegar tilraun með eina slíka eldflaug heppnaðist í október sagði Vladimír Pútín, forseti Rússlands, að slík vopn myndu tryggja varnargetu herafla Rússlands til margra ára. Þá var eldflaug af gerðinni Tsirkon skotið af skipi og að eyju í um 450 kílómetra fjarlægð. Þegar mest var, náði eldflaugin áttföldum hljóðhraða, sem samsvarar tæplega tíu þúsund kílómetrum á klukkustund. Hljóðfráar eldflaugar sem þessar gera hefðbundnar eldflaugavarnir nánast úreltar því þær geta breytt snögglega af stefnu og komið sér undan öðrum eldflaugum. Rússar, Bandaríkin og Kína vinna hörðum höndum að þróun þessara vopna. Reuters segir málaferli eins og þau sem beinast nú gegn Gubanov vera tiltölulega algeng í Rússlandi. Í síðasta mánuði hafi maður verið dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir að reyna að leka hernaðarleyndarmálum til Bandaríkjanna. Þá hafi hermaður og bróðir hans verið handteknir í október fyrir að leka ríkisleyndarmálum til Eistlands.
Rússland Hernaður Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira