Mótmæltu sóttvarnaaðgerðum og væntanlegum bólusetningum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. desember 2020 16:00 Um þrjátíu til fjörutíu söfnuðust saman á Austurvelli í dag til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda. Vísir/Adelina Um þrjátíu til fjörutíu mótmælendur söfnuðust saman á Austurvelli eftir hádegi í dag til þess að mótmæla væntanlegum bólusetningum vegna Covid-19 og sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda, sem þeir segja valda skaða á heilsu og líf fólks. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mótmælin ekki í anda þeirra aðgerða sem séu í gangi í landinu og minnir á tíu manna samkomubann. Fáir í hópnum báru grímur fyrir vitum, eins og er skylda þegar ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð. Hópurinn sem skipulagði mótmælin ber nafnið covidspyrnan og á heimasíðu hópsins segir að hann sé til varnar borgaralegum réttindum á óvissutímum. „Við köllum þetta meðmæli með mannréttindum, ekki mótmæli. Við erum að mæla með að fólk fái meira val,“ segir Helga Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur sem var viðstödd mótmælunum. Mótmælendur héldu uppi skiltum til þess að vekja athygli á málstað sínum.Vísir/Adelina „Að fólk fái meira val um þessar sóttvarnareglur sem hafa verið settar á hérna núna í marga mánuði. Við teljum að þær valdi meiri skaða á heilsu fólks og lífi almennt, sérstaklega myndi ég segja hjá ungu fólki sem hefur orðið illa úti,“ segir Helga. „Við erum að mæla með mannréttindum, við erum að mæla með því að fólk hafi val til dæmis um bólusetningu. Það er ekki val, ef þú þiggur ekki bólusetningu og svo er þér ekki veittur aðgangur að ýmsum stöðum, flugfélögum og víðar.“ Hún segir hræsni fólgna í því að fólki sé meinaður aðgangur að stöðum hafi það ekki verið bólusett. Fólk eigi að fá að nota eigin dómgreind. „Við erum ekki hættulegur hópur sem vill smita aðra eins og sumir vilja láta vera. Fólk sem að er fylgjandi mikið þessum sóttvarnareglum fer ekkert eftir þeim í reynd,“ segir Helga. Helga Birgisdóttir, hjúkrunarfræðingur og mótmælandi.Vísir/Adelina „Það er að nota skítuga maska, aftur og aftur vikum saman, og það er þannig séð að smita miklu meira heldur en að sleppa þeim. Að safna fólki til dæmis í Kringluna eða í lítið rými þar sem það þarf að bíða í röð til að komast inn í stærri rými, það er til dæmis mjög skrítin regla.“ Hún segist hafa fengið hugmyndina um að mæta á Austurvöll fyrir um sex vikum síðan og hafi hún staðið á Austurvelli í mótmælaskyni sex laugardaga. Fólki hafi verið velkomið að koma en atburðurinn sé ekki auglýstur. Mótmælin hafa þó verið auglýst á Facebook og fólk hvatt til að koma. Vísir/Adelina Ekki í anda þeirra aðgerða sem eru í gangi Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði við fréttastofu á fimmta tímanum að mótmælin hefðu ekki komið til skoðunar. „En ég reikna með því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sé að gefa þessu auga. Þá aðallega út frá sóttvarnarvinklinum,“ segir Rögnvaldur. Vísar hann til þess að ekki fleiri en tíu mega koma saman samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra sem er í gildi. „Lögregla fylgist með öllum hópamyndunum. Alveg sama hvert tilefnið er. Við miðum við tíu manns eins og staðan er í dag. Allt sem er umfram það þarf að skoða,“ segir Rögnvaldur. „Þetta er ekki í anda þess sem við erum að reyna að gera. Við erum að reyna að keyra þetta niður og væri sorglegt ef við misstum þetta frá okkur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Sóttvarnaaðgerðir séu ekki meira íþyngjandi fyrir íþróttamenn en aðra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, minnti á það á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag að þær sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins séu ekki meira íþyngjandi fyrir íþróttamenn heldur en aðra. 3. desember 2020 12:23 Næstu sóttvarnaaðgerðir kynntar í dag Búist er við því að ríkisstjórnin tilkynni í dag um næstu sóttvarnaaðgerðir þar sem núverandi reglugerð um samkomutakmarkanir fellur úr gildi á miðnætti í kvöld. 1. desember 2020 08:23 „Þetta lítur bara ekki vel út, því miður“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hafa miklar áhyggjur af stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi í dag. Hún reiknar með að helgin fari í að ákveða hvort einhverjar breytingar verði gerðar á sóttvarnaraðgerðum þann 2. desember. 27. nóvember 2020 13:51 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira
Fáir í hópnum báru grímur fyrir vitum, eins og er skylda þegar ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð. Hópurinn sem skipulagði mótmælin ber nafnið covidspyrnan og á heimasíðu hópsins segir að hann sé til varnar borgaralegum réttindum á óvissutímum. „Við köllum þetta meðmæli með mannréttindum, ekki mótmæli. Við erum að mæla með að fólk fái meira val,“ segir Helga Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur sem var viðstödd mótmælunum. Mótmælendur héldu uppi skiltum til þess að vekja athygli á málstað sínum.Vísir/Adelina „Að fólk fái meira val um þessar sóttvarnareglur sem hafa verið settar á hérna núna í marga mánuði. Við teljum að þær valdi meiri skaða á heilsu fólks og lífi almennt, sérstaklega myndi ég segja hjá ungu fólki sem hefur orðið illa úti,“ segir Helga. „Við erum að mæla með mannréttindum, við erum að mæla með því að fólk hafi val til dæmis um bólusetningu. Það er ekki val, ef þú þiggur ekki bólusetningu og svo er þér ekki veittur aðgangur að ýmsum stöðum, flugfélögum og víðar.“ Hún segir hræsni fólgna í því að fólki sé meinaður aðgangur að stöðum hafi það ekki verið bólusett. Fólk eigi að fá að nota eigin dómgreind. „Við erum ekki hættulegur hópur sem vill smita aðra eins og sumir vilja láta vera. Fólk sem að er fylgjandi mikið þessum sóttvarnareglum fer ekkert eftir þeim í reynd,“ segir Helga. Helga Birgisdóttir, hjúkrunarfræðingur og mótmælandi.Vísir/Adelina „Það er að nota skítuga maska, aftur og aftur vikum saman, og það er þannig séð að smita miklu meira heldur en að sleppa þeim. Að safna fólki til dæmis í Kringluna eða í lítið rými þar sem það þarf að bíða í röð til að komast inn í stærri rými, það er til dæmis mjög skrítin regla.“ Hún segist hafa fengið hugmyndina um að mæta á Austurvöll fyrir um sex vikum síðan og hafi hún staðið á Austurvelli í mótmælaskyni sex laugardaga. Fólki hafi verið velkomið að koma en atburðurinn sé ekki auglýstur. Mótmælin hafa þó verið auglýst á Facebook og fólk hvatt til að koma. Vísir/Adelina Ekki í anda þeirra aðgerða sem eru í gangi Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði við fréttastofu á fimmta tímanum að mótmælin hefðu ekki komið til skoðunar. „En ég reikna með því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sé að gefa þessu auga. Þá aðallega út frá sóttvarnarvinklinum,“ segir Rögnvaldur. Vísar hann til þess að ekki fleiri en tíu mega koma saman samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra sem er í gildi. „Lögregla fylgist með öllum hópamyndunum. Alveg sama hvert tilefnið er. Við miðum við tíu manns eins og staðan er í dag. Allt sem er umfram það þarf að skoða,“ segir Rögnvaldur. „Þetta er ekki í anda þess sem við erum að reyna að gera. Við erum að reyna að keyra þetta niður og væri sorglegt ef við misstum þetta frá okkur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Sóttvarnaaðgerðir séu ekki meira íþyngjandi fyrir íþróttamenn en aðra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, minnti á það á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag að þær sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins séu ekki meira íþyngjandi fyrir íþróttamenn heldur en aðra. 3. desember 2020 12:23 Næstu sóttvarnaaðgerðir kynntar í dag Búist er við því að ríkisstjórnin tilkynni í dag um næstu sóttvarnaaðgerðir þar sem núverandi reglugerð um samkomutakmarkanir fellur úr gildi á miðnætti í kvöld. 1. desember 2020 08:23 „Þetta lítur bara ekki vel út, því miður“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hafa miklar áhyggjur af stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi í dag. Hún reiknar með að helgin fari í að ákveða hvort einhverjar breytingar verði gerðar á sóttvarnaraðgerðum þann 2. desember. 27. nóvember 2020 13:51 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira
Sóttvarnaaðgerðir séu ekki meira íþyngjandi fyrir íþróttamenn en aðra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, minnti á það á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag að þær sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins séu ekki meira íþyngjandi fyrir íþróttamenn heldur en aðra. 3. desember 2020 12:23
Næstu sóttvarnaaðgerðir kynntar í dag Búist er við því að ríkisstjórnin tilkynni í dag um næstu sóttvarnaaðgerðir þar sem núverandi reglugerð um samkomutakmarkanir fellur úr gildi á miðnætti í kvöld. 1. desember 2020 08:23
„Þetta lítur bara ekki vel út, því miður“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hafa miklar áhyggjur af stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi í dag. Hún reiknar með að helgin fari í að ákveða hvort einhverjar breytingar verði gerðar á sóttvarnaraðgerðum þann 2. desember. 27. nóvember 2020 13:51