Aldrei fundið svona kulda Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. desember 2020 21:01 Íbúi á Hvanneyri segist aldrei hafa fundið fyrir jafn miklum kulda og nú en þar hefur hitastig mælst lægst mínus 16,8 gráður í dag. Talsverðu kuldakasti var spáð nú um helgina og finna landsmenn nú flestir fyrir því. Mesta frost sem mælst hefur á landinu í dag var á Dyngjujökli þar sem veðurstöð Veðurstofunnar mældi mínus 23,8 gráður. Töluverður kuldi hefur verið á Hvanneyri í dag og segist íbúi þar aldrei hafa fundið fyrir viðlíka kulda. „Úff þetta er eins og að búa í Rússlandi eða á Norðurpólnum. Maður fer varla út og ég finn bara bifhárin frjósa þegar ég labba út þannig við pössum okkur að vera sem minnst úti og ef við vogum okkur að opna hurðina þá erum við mjög fljótt beðin um að loka henni aftur því það kemur svo rosalega kalt inn,“ sagði Aldís Arna Tryggvadóttir, íbúi á Hvanneyri. Kalt en fallegt Hefur þú fundið fyrir svona kulda áður? „Aldrei nokkurn tíman. Þetta er það allra kaldasta en það er líka um leið alveg rosalega fallegt úti,“ segir Aldís Arna og sýnir frá umhverfinu líkt og sjá má í myndskeiðinu. Aldís Arna segir einungis hægt að vera utandyra í stutta stund áður en kuldinn verður óbærilegur. „Þrjár mínútur,“ segir Aldís og skellir upp úr og bætir því við að sjö mínútna útivera væri nærri lagi. Í höfuðborginni hefur einnig verið kalt og voru borgarbúar beðnir um að spara heita vatnið um helgina. Samkvæmt tilkynningu frá Veitum hefur vel gengið að veita heitu varni en þar sem álag verður áfram mikið á hitaveituna fram á sunnudagskvöld er fólk hvatt til að fara sparlega með heita vatnið. Aldís hvetur fólk til að hafa það huggulegt innandyra í frostinu. „Hita kakó, baka kökur, skreyta og gera allt sem maður getur inni með krökkunum. Setja góða jólatónlist á, syngja og tralla,“ segir Aldís. Veður Borgarbyggð Tengdar fréttir Bætir í kuldakastið eftir því sem líður á daginn fyrir norðan Fastlega má gera ráð fyrir því að það kólni enn frekar á Norðausturlandi eftir því sem líður á daginn. Lægsti hitastig á láglendi sem mælst hefur í dag var á Hvanneyri. Vel hefur gengið að veita heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu. 5. desember 2020 14:00 Frost á bilinu þrjú til sextán stig í dag Það verður nokkuð kalt í veðri í dag, en frostið verður yfirleitt á bilinu þrjú til sextán stig, kaldast í innsveitum norðanlands. 5. desember 2020 07:39 Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Sjá meira
Talsverðu kuldakasti var spáð nú um helgina og finna landsmenn nú flestir fyrir því. Mesta frost sem mælst hefur á landinu í dag var á Dyngjujökli þar sem veðurstöð Veðurstofunnar mældi mínus 23,8 gráður. Töluverður kuldi hefur verið á Hvanneyri í dag og segist íbúi þar aldrei hafa fundið fyrir viðlíka kulda. „Úff þetta er eins og að búa í Rússlandi eða á Norðurpólnum. Maður fer varla út og ég finn bara bifhárin frjósa þegar ég labba út þannig við pössum okkur að vera sem minnst úti og ef við vogum okkur að opna hurðina þá erum við mjög fljótt beðin um að loka henni aftur því það kemur svo rosalega kalt inn,“ sagði Aldís Arna Tryggvadóttir, íbúi á Hvanneyri. Kalt en fallegt Hefur þú fundið fyrir svona kulda áður? „Aldrei nokkurn tíman. Þetta er það allra kaldasta en það er líka um leið alveg rosalega fallegt úti,“ segir Aldís Arna og sýnir frá umhverfinu líkt og sjá má í myndskeiðinu. Aldís Arna segir einungis hægt að vera utandyra í stutta stund áður en kuldinn verður óbærilegur. „Þrjár mínútur,“ segir Aldís og skellir upp úr og bætir því við að sjö mínútna útivera væri nærri lagi. Í höfuðborginni hefur einnig verið kalt og voru borgarbúar beðnir um að spara heita vatnið um helgina. Samkvæmt tilkynningu frá Veitum hefur vel gengið að veita heitu varni en þar sem álag verður áfram mikið á hitaveituna fram á sunnudagskvöld er fólk hvatt til að fara sparlega með heita vatnið. Aldís hvetur fólk til að hafa það huggulegt innandyra í frostinu. „Hita kakó, baka kökur, skreyta og gera allt sem maður getur inni með krökkunum. Setja góða jólatónlist á, syngja og tralla,“ segir Aldís.
Veður Borgarbyggð Tengdar fréttir Bætir í kuldakastið eftir því sem líður á daginn fyrir norðan Fastlega má gera ráð fyrir því að það kólni enn frekar á Norðausturlandi eftir því sem líður á daginn. Lægsti hitastig á láglendi sem mælst hefur í dag var á Hvanneyri. Vel hefur gengið að veita heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu. 5. desember 2020 14:00 Frost á bilinu þrjú til sextán stig í dag Það verður nokkuð kalt í veðri í dag, en frostið verður yfirleitt á bilinu þrjú til sextán stig, kaldast í innsveitum norðanlands. 5. desember 2020 07:39 Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Sjá meira
Bætir í kuldakastið eftir því sem líður á daginn fyrir norðan Fastlega má gera ráð fyrir því að það kólni enn frekar á Norðausturlandi eftir því sem líður á daginn. Lægsti hitastig á láglendi sem mælst hefur í dag var á Hvanneyri. Vel hefur gengið að veita heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu. 5. desember 2020 14:00
Frost á bilinu þrjú til sextán stig í dag Það verður nokkuð kalt í veðri í dag, en frostið verður yfirleitt á bilinu þrjú til sextán stig, kaldast í innsveitum norðanlands. 5. desember 2020 07:39