Færeyingar gefa ekki frá sér olíudrauminn Kristján Már Unnarsson skrifar 8. desember 2020 23:36 Borpallurinn West Hercules á Skálafirði í Færeyjum árið 2014. Hann var tekinn í klössun í Rúnavík eftir borun við eyjarnar. Atlantic Supply Base Mikill áhugi fyrir olíuleit í Færeyjum, segir í fyrirsögn Kringvarpsins, þar sem umhverfis- og atvinnumálaráðherra Færeyja, Helgi Abrahamsen, segir engin áform þar um að hætta olíuleit. Tilefnið er ákvörðun danska þingsins í síðustu viku um að veita engin ný leyfi til olíuleitar og að allri olíuvinnslu verði hætt árið 2050. Í viðtalinu segir færeyski ráðherrann að olíunotkun muni halda áfram að aukast í heiminum og það þurfi ekki að vera neikvætt. Olía sem leysi af kolaorku sé liður í grænum orkuskiptum. Þá hafi olíu- og gasfundir Hjaltlandsmegin miðlínunnar við Færeyjar aukið áhuga á færeyska landgrunninu. „Dyrnar standa opnar,“ segir Helgi Abrahamsen og vísar til þess að Jarðfeingi, Orkustofnun þeirra Færeyinga, bjóði upp á „open door“-fyrirkomulag. Það þýðir að olíufélögum er frjálst að sækja um leitarleyfi við Færeyjar hvenær sem er. Í fréttaþætti Kringvarpsins, Dagur og vika, er olíuleitarsaga Færeyinga rakin. Rætt er við Jan Müller, talsmann olíuiðnaðarins í Færeyjum, þar sem hann setur möguleika Færeyinga í samhengi við olíufundi við Hjaltlandseyjar. Þá eru þau Elsa Berg, fulltrúi umhverfissamtakanna Ringrás, og Ben Arabo, stjórnarformaður Atlantic Petroleum, leidd saman í kappræðu um skynsemi þess að halda áfram olíuleit og olíuvinnslu. Færeyingar buðu síðast út olíuleit í fyrra og þá barst engin umsókn, eins og lesa má um í þessari frétt: Síðasta olíuborun í lögsögu Færeyja fór fram árið 2014 sem fjallað var um í þessari frétt á Stöð 2: Færeyjar Bensín og olía Umhverfismál Loftslagsmál Orkumál Danmörk Tengdar fréttir Veita engin ný leyfi til olíuleitar Danska þingið samþykkti í gær að veita engin ný leyfi til olíuleitar í Norðursjó. Loftslagsmálaráðherra landsins sagði ákvörðunina sögulega. 4. desember 2020 11:34 Grænlendingar kynna olíuleit norðan Íslands Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt umhverfismat vegna fyrirhugaðrar olíuleitar við Austur-Grænland, beint norður af Íslandi. Matsskýrslan fjallar meðal annars um áhrif olíuleka á lífríki sjávar milli Íslands og Grænlands. 11. september 2020 22:35 Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Tilefnið er ákvörðun danska þingsins í síðustu viku um að veita engin ný leyfi til olíuleitar og að allri olíuvinnslu verði hætt árið 2050. Í viðtalinu segir færeyski ráðherrann að olíunotkun muni halda áfram að aukast í heiminum og það þurfi ekki að vera neikvætt. Olía sem leysi af kolaorku sé liður í grænum orkuskiptum. Þá hafi olíu- og gasfundir Hjaltlandsmegin miðlínunnar við Færeyjar aukið áhuga á færeyska landgrunninu. „Dyrnar standa opnar,“ segir Helgi Abrahamsen og vísar til þess að Jarðfeingi, Orkustofnun þeirra Færeyinga, bjóði upp á „open door“-fyrirkomulag. Það þýðir að olíufélögum er frjálst að sækja um leitarleyfi við Færeyjar hvenær sem er. Í fréttaþætti Kringvarpsins, Dagur og vika, er olíuleitarsaga Færeyinga rakin. Rætt er við Jan Müller, talsmann olíuiðnaðarins í Færeyjum, þar sem hann setur möguleika Færeyinga í samhengi við olíufundi við Hjaltlandseyjar. Þá eru þau Elsa Berg, fulltrúi umhverfissamtakanna Ringrás, og Ben Arabo, stjórnarformaður Atlantic Petroleum, leidd saman í kappræðu um skynsemi þess að halda áfram olíuleit og olíuvinnslu. Færeyingar buðu síðast út olíuleit í fyrra og þá barst engin umsókn, eins og lesa má um í þessari frétt: Síðasta olíuborun í lögsögu Færeyja fór fram árið 2014 sem fjallað var um í þessari frétt á Stöð 2:
Færeyjar Bensín og olía Umhverfismál Loftslagsmál Orkumál Danmörk Tengdar fréttir Veita engin ný leyfi til olíuleitar Danska þingið samþykkti í gær að veita engin ný leyfi til olíuleitar í Norðursjó. Loftslagsmálaráðherra landsins sagði ákvörðunina sögulega. 4. desember 2020 11:34 Grænlendingar kynna olíuleit norðan Íslands Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt umhverfismat vegna fyrirhugaðrar olíuleitar við Austur-Grænland, beint norður af Íslandi. Matsskýrslan fjallar meðal annars um áhrif olíuleka á lífríki sjávar milli Íslands og Grænlands. 11. september 2020 22:35 Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Veita engin ný leyfi til olíuleitar Danska þingið samþykkti í gær að veita engin ný leyfi til olíuleitar í Norðursjó. Loftslagsmálaráðherra landsins sagði ákvörðunina sögulega. 4. desember 2020 11:34
Grænlendingar kynna olíuleit norðan Íslands Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt umhverfismat vegna fyrirhugaðrar olíuleitar við Austur-Grænland, beint norður af Íslandi. Matsskýrslan fjallar meðal annars um áhrif olíuleka á lífríki sjávar milli Íslands og Grænlands. 11. september 2020 22:35