Hverju skilar góðgerðartónlistin? Björn Berg Gunnarsson skrifar 10. desember 2020 08:01 Mér skilst að nú sé verið að safna fyrir nýjum bíl handa Emmsjé Gauta. Það er svo sem ekki vitlausara en þegar samfélagið lagðist hér á hliðina á sínum tíma svo kaupa mætti fiðlu en hið fyrrnefnda er þó sagt í gríni og ætlað að afla fé fyrir Barnaspítala Hringsins. Hjálpum þeim Tónlist hefur löngum verið beitt til að beina athygli almennings að tilteknum málstað. Þegar vel tekst til hafa smáskífur og tónleikar reynst hin besta fjáröflun. Og hvers vegna að finna upp hjólið? Lagið Hjálpum þeim, sem Gauti er að vinda í enn eitt skiptið, er nú dregið fram í fjórða sinn. Lagið sömdu þeir Jóhann G. Jóhannsson og Axel Einarsson um miðjan 9. áratuginn og sýnist mér það hafa skilað um 37 milljónum króna á verðlagi dagsins í dag til barnaheimilis í Eþíópíu. Árið 1992 var það sett á fóninn að nýju og söfnuðust hátt í 80 milljónir króna að núvirði til að hjálpa bágstöddum í Sómalíu og Júgóslavíu. Ekki færri en 10.000 geisladiskar seldust í þriðju umferð árið 2005 og fróðlegt verður að heyra hvernig Gauta og félögum gengur í þetta skiptið. Gullöldin Hjálpum þeim fæddist raunar á því sem kalla mætti gullöld góðgerðartónlistarinnar. Bob Geldof og Midge Ure hristu slagarann Do they know it‘s Christmas fram úr jólasokknum ári fyrr og var markmiðið það sama, að rétta íbúum Eþíópíu hjálparhönd. Það er örlítið á reiki hvað lagið hefur aflað mikilla tekna en það hefur ekki verið undir 4,5 milljörðum króna að núvirði. Geldof og félagar hafa þó tekið okkur Íslendinga sér til fyrirmyndar og púðrað lagið, dressað og smurt í gegnum tíðina þegar tilefni hefur þótt til. Þegar allt er talið gætu um 90 milljarðar króna hafa safnast í tengslum við flutning lagsins og fjáraflanir því tengdu og munar um minna. Vestanhafs mátti tónlistaraðallinn ekki láta sitt eftir liggja og stóðu þeir félagar Harry Belafonte og Quincy Jones fyrir gerð þess sem síðar varð einhver mest selda smáskífa sögunnar, We are the world. Michael Jackson og Lionel Richie sömdu lagið, læstu helstu poppstjörnur samtímans inni í hljóðveri og söfnuðu, þegar upp var staðið, um 19 milljörðum króna á verðlagi 2020 til góðra málefna. Live Aid tónleikarnir á Wembley árið 1985.Getty Tónleikar Þetta sama ár, 1985, steig Geldof (sem einnig hafði tekið þátt í We are the world) næsta skref í fjáröflunarbransanum og setti saman hina umtöluðu Live aid tónleika á Wembley leikvanginum í London og í Fíladelfíu (ekki þó þeirri á Laugavegi). Í heildina gætu tónleikarnir hafa aflað um 66 milljarða króna og þó svo viðlíka stjörnufans hafi sennilega hvorki sést fyrr né síðar hafa fjöldatónleikar á sviði og í sjónvarpi rutt sér til rúms sem tilvalin fjáröflunarleið. Freddie Mercury og Brian May í hljómsveitinni Queen á Live Aid 1985.Getty 8 milljarðar króna söfnuðust í minningu Freddy Mercury til alnæmisrannsókna á A concert for life tónleikunum 1992 og Ariana Grande skilaði 400 milljónum króna á Manchester tóleikunum frægu árið 2017 svo dæmi séu tekin. Með smáskífunni A candle in the wind, sem Elton John gaf að nýju út árið 1997, safnaði hann 12 milljörðum íslenskra króna á verðlagi 2020 og sama ár skilaði A perfect day eftir Lou Reed hálfum milljarði. Loks má þess geta að með One world: Together at home tónleikum Lady Gaga nú í ár hafa yfir 16 milljarðar króna safnast til góðra málefna. Enn frekari tækifæri? Í nýju frumvarpi fjármálaráðherra stendur til að bjóða frádrátt frá skatti þegar stutt er við gott málefni. Þannig geti einstaklingar dregið frá skattstofni sínum allt að 350.000 krónur á ári og atvinnurekendur 1,5% árstekna sinna. Verði frumvarpið að lögum gefur það söfnunartónleikum og fleiru í þeim dúr (þið afsakið) byr undir báða vængi. Þá hlýtur einhver að draga Hjálpum þeim fram í fimmta sinn. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Hjálparstarf Skattar og tollar Mest lesið Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Mér skilst að nú sé verið að safna fyrir nýjum bíl handa Emmsjé Gauta. Það er svo sem ekki vitlausara en þegar samfélagið lagðist hér á hliðina á sínum tíma svo kaupa mætti fiðlu en hið fyrrnefnda er þó sagt í gríni og ætlað að afla fé fyrir Barnaspítala Hringsins. Hjálpum þeim Tónlist hefur löngum verið beitt til að beina athygli almennings að tilteknum málstað. Þegar vel tekst til hafa smáskífur og tónleikar reynst hin besta fjáröflun. Og hvers vegna að finna upp hjólið? Lagið Hjálpum þeim, sem Gauti er að vinda í enn eitt skiptið, er nú dregið fram í fjórða sinn. Lagið sömdu þeir Jóhann G. Jóhannsson og Axel Einarsson um miðjan 9. áratuginn og sýnist mér það hafa skilað um 37 milljónum króna á verðlagi dagsins í dag til barnaheimilis í Eþíópíu. Árið 1992 var það sett á fóninn að nýju og söfnuðust hátt í 80 milljónir króna að núvirði til að hjálpa bágstöddum í Sómalíu og Júgóslavíu. Ekki færri en 10.000 geisladiskar seldust í þriðju umferð árið 2005 og fróðlegt verður að heyra hvernig Gauta og félögum gengur í þetta skiptið. Gullöldin Hjálpum þeim fæddist raunar á því sem kalla mætti gullöld góðgerðartónlistarinnar. Bob Geldof og Midge Ure hristu slagarann Do they know it‘s Christmas fram úr jólasokknum ári fyrr og var markmiðið það sama, að rétta íbúum Eþíópíu hjálparhönd. Það er örlítið á reiki hvað lagið hefur aflað mikilla tekna en það hefur ekki verið undir 4,5 milljörðum króna að núvirði. Geldof og félagar hafa þó tekið okkur Íslendinga sér til fyrirmyndar og púðrað lagið, dressað og smurt í gegnum tíðina þegar tilefni hefur þótt til. Þegar allt er talið gætu um 90 milljarðar króna hafa safnast í tengslum við flutning lagsins og fjáraflanir því tengdu og munar um minna. Vestanhafs mátti tónlistaraðallinn ekki láta sitt eftir liggja og stóðu þeir félagar Harry Belafonte og Quincy Jones fyrir gerð þess sem síðar varð einhver mest selda smáskífa sögunnar, We are the world. Michael Jackson og Lionel Richie sömdu lagið, læstu helstu poppstjörnur samtímans inni í hljóðveri og söfnuðu, þegar upp var staðið, um 19 milljörðum króna á verðlagi 2020 til góðra málefna. Live Aid tónleikarnir á Wembley árið 1985.Getty Tónleikar Þetta sama ár, 1985, steig Geldof (sem einnig hafði tekið þátt í We are the world) næsta skref í fjáröflunarbransanum og setti saman hina umtöluðu Live aid tónleika á Wembley leikvanginum í London og í Fíladelfíu (ekki þó þeirri á Laugavegi). Í heildina gætu tónleikarnir hafa aflað um 66 milljarða króna og þó svo viðlíka stjörnufans hafi sennilega hvorki sést fyrr né síðar hafa fjöldatónleikar á sviði og í sjónvarpi rutt sér til rúms sem tilvalin fjáröflunarleið. Freddie Mercury og Brian May í hljómsveitinni Queen á Live Aid 1985.Getty 8 milljarðar króna söfnuðust í minningu Freddy Mercury til alnæmisrannsókna á A concert for life tónleikunum 1992 og Ariana Grande skilaði 400 milljónum króna á Manchester tóleikunum frægu árið 2017 svo dæmi séu tekin. Með smáskífunni A candle in the wind, sem Elton John gaf að nýju út árið 1997, safnaði hann 12 milljörðum íslenskra króna á verðlagi 2020 og sama ár skilaði A perfect day eftir Lou Reed hálfum milljarði. Loks má þess geta að með One world: Together at home tónleikum Lady Gaga nú í ár hafa yfir 16 milljarðar króna safnast til góðra málefna. Enn frekari tækifæri? Í nýju frumvarpi fjármálaráðherra stendur til að bjóða frádrátt frá skatti þegar stutt er við gott málefni. Þannig geti einstaklingar dregið frá skattstofni sínum allt að 350.000 krónur á ári og atvinnurekendur 1,5% árstekna sinna. Verði frumvarpið að lögum gefur það söfnunartónleikum og fleiru í þeim dúr (þið afsakið) byr undir báða vængi. Þá hlýtur einhver að draga Hjálpum þeim fram í fimmta sinn. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun