Af gjörðum okkar munu börnin þekkja okkur Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 9. desember 2020 15:31 Árið 2020 mun vafalaust verða eitt af þeim sem skráð er á spjöld sögunnar, eins og önnur ár stórra viðburða, oftast slæmra. Árið 2020 var fyrir löngu orðið nokkurs konar brautarsteinn, löngu áður en það rann upp. Upp úr aldamótunum 2000 var mönnum ljóst að setja þyrfti markmið sem ná þyrfti fyrir árið 2020. Í Evrópu var sett stefna að nafni Evrópa2020, stefna um sjálfbæran vöxt án aðgreiningar. Sú stefna var þó ekki sú fyrsta sinnar tegundar, því undanfarna áratugi hefur alþjóðasamfélagið sett fram margar áætlanir og stefnur, til að snúa vörn í sókn gegn eyðileggingu jarðar, ójöfnuði og fátækt. Mannkyni hefur þó aldrei tekist að uppfylla markmið eigin samþykkta og yfirlýsinga. Talað er um að erfitt sé að breyta hegðun og viðhorfi og því fljóti menn bara þegjandi að feigðarósi, græðgi og sérhagsmunir er leiðarljósið. Í öllum hamförum eru það þeir sem síst skyldi sem verða fyrir mestum áföllum; fátækir og börn, þá ekki síst börn sem búa við fátækt. Þeir sem búa við fátækt eru þeir sem minnsta ábyrgð bera á því ástandi sem jörðin okkar og mannkyn stendur frammi fyrir nú. Þeir sem minnst eiga, menga minnst og sóa minnstu. Á árinu 2020 sýndi mannkyn þó að hægt er að breyta hegðun. Sú ógn sem þá blasti við var áþreifanleg og helltist yfir fólk á skömmum tíma, ólíkt eyðileggingu jarðar, sem hefur læðst yfir smátt og smátt en á auknum hraða undanfarið. Ógnin nú er í formi lítillar veiru sem allir þekkja. Lausn virðist þó í sjónmáli í formi bóluefnis. Alþjóðasamfélagið fundar og gerir áætlanir um endurreisn samfélaga að faraldri loknum. Það gera einnig frjáls félagasamtök eins og Save the Children. Samtökin gera áætlanir um betri heim fyrir börn, áætlanir sem byggja á grænni og stafrænni endurreisn. Margir tala um að þeir hlakki til þegar heimurinn verði eins og hann var. En svo má ekki verða. Endurreisnin þarf að vera með nýrri nálgun, græn og stafræn. Endurreisnin þarf að byggja á sýn inn í framtíðina, þar sem jöfnuður og sjálfbærni verður að veruleika. Þar þarf neysluhyggja og sóun að víkja fyrir hringrásarhagkerfinu, þar sem notkun á jarðafnaeldsneyti mun heyra sögunni til. Störf framtíðarinnar eru mörg hver óþekkt og búa þarf börn undir heim sem við þekkjum ekki. Þrátt fyrir að stjórnvöld um heim allan séu í lykilhlutverki og samvinna og samstarf þeirra skipti höfuðmáli, erum við hvert og eitt líka ábyrgt. Við getum breytt hegðun, viðhorfum og neyslumynstri. Barn sem fæddist árið 2020 verður jafnvel á vinnumarkaði fram til ársins 2090 og börn þess fram á miðja 22. öldina. Hvernig heim ætlum við að færa þeim börnum og börnum þeirra? Hann verður að vera byggður á jöfnuði, hófsemi, nýrri tækni, gagnrýnni og grænni hugsun, samvinnu og lausnaleit. Heimur án fátæktar, græðgi og sérhagsmuna. Heimur þar sem sérhvert barn á jafnan rétt og jöfn tækifæri. Ef ekkert er að gert, munum við halda áfram að þrengja að vistkerfum villtra dýra, útrýma dýrategundum, eyða skógum og gera mörg svæði jarðar óbyggileg af völdum loftslagsbreytinga. Þá mun innan tíðar koma önnur og ný veira til að kljást við. Það vill enginn. Barnaheill - Save the Children á Íslandi hvetja landsmenn alla, ekki síst þá sem vinna með börnum og að málefnum þeirra að leggja sitt lóð á vogaskálar bjartrar framtíðar fyrir börn. Af gjörðum okkar munu börnin þekkja okkur. Höfundur er verkefnisstjóri innlendra- og Evrópuverkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 05.04.2025 Halldór Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Árið 2020 mun vafalaust verða eitt af þeim sem skráð er á spjöld sögunnar, eins og önnur ár stórra viðburða, oftast slæmra. Árið 2020 var fyrir löngu orðið nokkurs konar brautarsteinn, löngu áður en það rann upp. Upp úr aldamótunum 2000 var mönnum ljóst að setja þyrfti markmið sem ná þyrfti fyrir árið 2020. Í Evrópu var sett stefna að nafni Evrópa2020, stefna um sjálfbæran vöxt án aðgreiningar. Sú stefna var þó ekki sú fyrsta sinnar tegundar, því undanfarna áratugi hefur alþjóðasamfélagið sett fram margar áætlanir og stefnur, til að snúa vörn í sókn gegn eyðileggingu jarðar, ójöfnuði og fátækt. Mannkyni hefur þó aldrei tekist að uppfylla markmið eigin samþykkta og yfirlýsinga. Talað er um að erfitt sé að breyta hegðun og viðhorfi og því fljóti menn bara þegjandi að feigðarósi, græðgi og sérhagsmunir er leiðarljósið. Í öllum hamförum eru það þeir sem síst skyldi sem verða fyrir mestum áföllum; fátækir og börn, þá ekki síst börn sem búa við fátækt. Þeir sem búa við fátækt eru þeir sem minnsta ábyrgð bera á því ástandi sem jörðin okkar og mannkyn stendur frammi fyrir nú. Þeir sem minnst eiga, menga minnst og sóa minnstu. Á árinu 2020 sýndi mannkyn þó að hægt er að breyta hegðun. Sú ógn sem þá blasti við var áþreifanleg og helltist yfir fólk á skömmum tíma, ólíkt eyðileggingu jarðar, sem hefur læðst yfir smátt og smátt en á auknum hraða undanfarið. Ógnin nú er í formi lítillar veiru sem allir þekkja. Lausn virðist þó í sjónmáli í formi bóluefnis. Alþjóðasamfélagið fundar og gerir áætlanir um endurreisn samfélaga að faraldri loknum. Það gera einnig frjáls félagasamtök eins og Save the Children. Samtökin gera áætlanir um betri heim fyrir börn, áætlanir sem byggja á grænni og stafrænni endurreisn. Margir tala um að þeir hlakki til þegar heimurinn verði eins og hann var. En svo má ekki verða. Endurreisnin þarf að vera með nýrri nálgun, græn og stafræn. Endurreisnin þarf að byggja á sýn inn í framtíðina, þar sem jöfnuður og sjálfbærni verður að veruleika. Þar þarf neysluhyggja og sóun að víkja fyrir hringrásarhagkerfinu, þar sem notkun á jarðafnaeldsneyti mun heyra sögunni til. Störf framtíðarinnar eru mörg hver óþekkt og búa þarf börn undir heim sem við þekkjum ekki. Þrátt fyrir að stjórnvöld um heim allan séu í lykilhlutverki og samvinna og samstarf þeirra skipti höfuðmáli, erum við hvert og eitt líka ábyrgt. Við getum breytt hegðun, viðhorfum og neyslumynstri. Barn sem fæddist árið 2020 verður jafnvel á vinnumarkaði fram til ársins 2090 og börn þess fram á miðja 22. öldina. Hvernig heim ætlum við að færa þeim börnum og börnum þeirra? Hann verður að vera byggður á jöfnuði, hófsemi, nýrri tækni, gagnrýnni og grænni hugsun, samvinnu og lausnaleit. Heimur án fátæktar, græðgi og sérhagsmuna. Heimur þar sem sérhvert barn á jafnan rétt og jöfn tækifæri. Ef ekkert er að gert, munum við halda áfram að þrengja að vistkerfum villtra dýra, útrýma dýrategundum, eyða skógum og gera mörg svæði jarðar óbyggileg af völdum loftslagsbreytinga. Þá mun innan tíðar koma önnur og ný veira til að kljást við. Það vill enginn. Barnaheill - Save the Children á Íslandi hvetja landsmenn alla, ekki síst þá sem vinna með börnum og að málefnum þeirra að leggja sitt lóð á vogaskálar bjartrar framtíðar fyrir börn. Af gjörðum okkar munu börnin þekkja okkur. Höfundur er verkefnisstjóri innlendra- og Evrópuverkefna hjá Barnaheillum.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun