Frumflutti nýtt jólalag á bakka Vesturbæjarlaugar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. desember 2020 14:56 Lalli segir að hann sé vandræðalega mikið jólabarn. Vísir/Vilhelm Lalli töframaður var með uppákomu á sundlaugarbakka Vesturbæjarlaugar í hádeginu. Í tilefni að opnun lauganna flutti hann fyrir sundlaugargesti lagið Jólasund af nýútkominni jólaplötu sinni, Gleðilega hátíð. Myndband af uppákomunni má finna hér neðar í fréttinni. Lárus Blöndal segir í samtali við Vísi að Lalli töframaður sé hans „dásamlega hliðarsjálf“ og gaf hann jólaplötuna út undir því nafni. „Lalli töframaður gerir nákvæmlega það sem honum sýnist. Fyrst var hann töframaður en núna er hann eiginlega allt það sem er skemmtilegt hvort sem það er fyrirlesari, veislustjóri, kabarett listamaður, jólasveinn, uppistandari, tónlistamaður, leikari, rithöfundur og svo mætti mjög svo lengi telja,“ útskýrir Lalli. „Þegar jafn dásamlegur hlutur eins og opnun sundlauga á sér stað og sú staðreynd að ég hafi verið að gefa út jólaplötu með sundlagi að þá koma ekkert annað til greina en að dreifa jólasundboðskapnum og gleðja sundgesti,“ segir Lalli. Hægt er að horfa á myndband af þessu í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Jólasund - Lalli töframaður Engir símar í sundi „Hugsunin á bakvið Sundlagið á plötunni var mjög einföld. Ég settist niður til að skrifa texta og hugsaði með sjálfum mér ,,Hvað er það sem er mest kósí á jólunum?” og þá kom þetta upp í hugann. Kalt desemberkvöld, jólaljósin, snjórinn, dimman og öll uppgufunin í lauginni. Þá er fátt betra en að eiga rólegt móment í sundi. Engin læti og engir símar, bara kósý pottur og rólegheit.“ Lalli segir að hann fari reglulega í sund, hann og laugin séu góðir vinir. En hvað er það besta við sundið? „Ég var búinn að hugsa út í þetta fyrir löngu síðan og hugsaði þetta alveg fram og til baka. Það að fara í sund, hvort sem það er bara að vera einn með sjálfum sér í rólegheitum eða með alla fjölskylduna í ærslagangi og gleði að þá er þetta alltaf svo „næs.“ En það sem ég held að sé lykillinn á bak við notarlegheitin í lauginni er sá að það eru engir símar.“ Hann segir að sundið hafi stjarnfræðilega mikið að segja fyrir hans andlega og líkamlega heilsu. „Laugarnar eru mitt jóga og sálfræðingur í bland.“ Uppsafnaðar gleðistundir Eins og margir í skapandi greinum hér á landi hafa upplifað, hefur kórónuveirufaraldrinum fylgt tekjutap og skortur á verkefnum. „Það versta við þessar aðstæður sem við lifum við er óvissan. Það er alveg rosalega erfitt að undirbúa fyrir framtíðina því það veit enginn hvenær allt fer á fullt aftur þannig að maður þarf að halda mér 100% við efnið og passa það að missa ekki dampinn því þegar kallið kemur að þá er eins gott að vera í góðu standi líkamlega sem andlega til að gleðja fólk á öllum árshátíðunum og einfaldlega bara öllum uppsöfnuðu gleðistundunum sem við eigum svolítið inni.“ Lalli hefur þó verið duglegur að skapa sér verkefni og verið með skemmtun í gegnum streimi, Zoom bingó og fleira. „Ég náði að frumsýna leikritið mitt, Lalli & töframaðurinn, í Tjarnarbíói á mjög svo erfiðum tímum og er maður að halda því við til að bjóða fólki á sýningar strax á nýju og betra ári. Svo setti ég saman jólaþátt fyrir krakka sem er á youtuberásinni LALLI BARNAEFNI og heitir þátturinn einfaldlega ,,Jólaþáttur #1”. En svona kanski það sem að toppar flest er jólaplatan, Gleðilega hátíð, sem var að koma út á vinyl og Spotify.“ Heimilisleg og persónuleg plata Jólaplatan inniheldur 12 jólalög með íslenskum textum, bæði gömul og ný. Það er fjölbreyttur hópur listafólks sem á lög og texta á plötunni og má þar nefna Ómar Ragnarsson, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Justin Bieber og Megas. „Verandi alveg óstjórnlega mikið jólabarn koma eiginlega aldrei neitt annað til greina en að gera jólaplötu einhvern tímann á lífsleiðinni. Það var í mars á þessu herrans ári 2020 sem hugmyndin kom upp í gríni að gera jólaplötu fyrir jólin. Svo þegar ég var búinn að sofa á þessari hugmynd eina nótt ákvað ég bara að gera þetta. Það er náttúrulega alger sturlun að ákveða það í mars að gefa út heila jólaplötu á vinyl fyrir jól og á tímabili leit út fyrir að þetta væri einfaldlega ekki fræðilegur möguleiki vegna kórónaveiru og töfum í vinylpressun og allt í rugli. En við ákváðum bara að keyra á þetta og taka sénsinn og núna er platan komin út og þetta er strax orðin uppáhalds jólaplatan mín og stefnir í að verða bullandi mikil klassík á íslenskum heimilum.“ Lalli töframaður er sjálfur aðalsöngvari plötunnar en hann fær einnig með sér nokkra vel valda gestasöngvara. Upptöku- og tónlistarstjóri plötunnar er Daði Birgisson. „Þetta er svo gott sem hin fullkomna jólaplata því alveg frá fyrsta degi var tilfinningunni á plötunni og hljóðheiminum gerð góð skil sem að við náðum að fylgja eftir. Lögin eru líka svo frábær og tökulögin eru lög frá artistum allt frá Justin Bieber til Megas. „Soundið“ á henni er líka mjög heimilislegt og persónulegt þannig að hún liggur mjög vel til spilunar á meðan bakaðar eru piparkökur, hvort sem piparkökugerðarfólkið er ungt eða eldra.“ Lalli gladdi sundlaugargesti í Vesturbæjarlauginni í dag.Vísir/Vilhelm Engir barnakórar og auto-tune Lalli segir að þessi plata sé fyrir alla, meira að segja líka fyrir fólk sem finnst jólatónlist ekki skemmtileg. Hann segir að gerð plötunnar hafi gengið mjög vel. „Megnið af plötunni er tekið upp í fyrstu tilraun og ef það komu einhver smávægileg mistök að þá fengu þau bara að fljóta með því þessi plata er mjög lifandi. Engir barnakórar, strengjasveitir eða auto-tune. Við náðum fram einhverjum jólatöfrum einfaldlega með því að vera með stórkostlega góða hljóðfæraleikara og allt unnið af ást og gleði og það skilar sér hundrað prósent á plötunni.“ Fyrsta smáskífa plötunnar var lagið Knús en upprunalega útgáfan Mistletoe kom út árið 2011 með Justin Bieber. Íslenska textann á Lalli sjálfur en hann samdi hann fyrir utan fæðingadeildina á Akranesi þann 27.apríl 2020. Seinna sama dag kom sonur hans Kári Lennon í heiminn. Heiðrún Arna eiginkona Lalla syngur hjá honum bakraddir en þau giftu sig 26. desember árið 2019. „Það var enginn annar en hann Daði Birgisson sem gerði það að verkum að þessi plata varð til. Hann tók upp, mixaði, útsetti, samdi og sjálfsögðu spilaði hann eins og engill á allmörg hljóðfærin á þessari plötu. Við náðum að vinna ótrúlega vel saman og ærslagangurinn í mér small ótrúlega vel við yfirvegunina í honum og útkoman var þessi líka dásamlega jólaplata.“ Heimsækir alltaf Barnaspítalann Aðspurður hvort fleiri plötur séu væntanlegar er hann snöggur að svara því að það sé „fátt annað jafn öruggt í þessu lífi.“ Lalli er strax búinn að ákveða hvernig næsta plata verður. „Þó svo að jólaplatan sé svona „venjuleg“ jólaplata að þá eru samt sem áður tvö lög á henni, Tilgangur jólanna ft. Eggert Stress og Jólakort ft. Ævar Þór sem eru sérstaklega fyrir yngri kynslóðina. Það er eitthvað við barnvænni músík sem mér finnst ótrúlega skemmtilegt og heillandi og því er eiginlega búið að ákveða að gefa út barnaplötu árið 2021 og viðmiðið verðu að gera jafn góða plötu og Hrekkjusvín gerðu fyrir 43 árum.“ Lalli segir að hann sé sjálfur alveg vandræðalega mikið jólabarn. „Ég hlusta á jólatónlist allt árið, er byrjaður að kaupa jólagjafir í maí og er með þrjú jólahúðflúr.“ Þó að það sé margt við jólin sem Lalli elskar, þá er ein jólahefð í sérstöku uppáhaldi hjá honum. „Það sem stendur mér næst og sem ég hef gert meirihluta ævinnar og mun vonandi fylgja mér út lífið er að ég heimsæki alltaf barnaspítalann 24. desember og geri mitt til að gleðja börnin sem ná ekki að fara heim til sín á aðfangadag.“ Jól Tónlist Sundlaugar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Lárus Blöndal segir í samtali við Vísi að Lalli töframaður sé hans „dásamlega hliðarsjálf“ og gaf hann jólaplötuna út undir því nafni. „Lalli töframaður gerir nákvæmlega það sem honum sýnist. Fyrst var hann töframaður en núna er hann eiginlega allt það sem er skemmtilegt hvort sem það er fyrirlesari, veislustjóri, kabarett listamaður, jólasveinn, uppistandari, tónlistamaður, leikari, rithöfundur og svo mætti mjög svo lengi telja,“ útskýrir Lalli. „Þegar jafn dásamlegur hlutur eins og opnun sundlauga á sér stað og sú staðreynd að ég hafi verið að gefa út jólaplötu með sundlagi að þá koma ekkert annað til greina en að dreifa jólasundboðskapnum og gleðja sundgesti,“ segir Lalli. Hægt er að horfa á myndband af þessu í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Jólasund - Lalli töframaður Engir símar í sundi „Hugsunin á bakvið Sundlagið á plötunni var mjög einföld. Ég settist niður til að skrifa texta og hugsaði með sjálfum mér ,,Hvað er það sem er mest kósí á jólunum?” og þá kom þetta upp í hugann. Kalt desemberkvöld, jólaljósin, snjórinn, dimman og öll uppgufunin í lauginni. Þá er fátt betra en að eiga rólegt móment í sundi. Engin læti og engir símar, bara kósý pottur og rólegheit.“ Lalli segir að hann fari reglulega í sund, hann og laugin séu góðir vinir. En hvað er það besta við sundið? „Ég var búinn að hugsa út í þetta fyrir löngu síðan og hugsaði þetta alveg fram og til baka. Það að fara í sund, hvort sem það er bara að vera einn með sjálfum sér í rólegheitum eða með alla fjölskylduna í ærslagangi og gleði að þá er þetta alltaf svo „næs.“ En það sem ég held að sé lykillinn á bak við notarlegheitin í lauginni er sá að það eru engir símar.“ Hann segir að sundið hafi stjarnfræðilega mikið að segja fyrir hans andlega og líkamlega heilsu. „Laugarnar eru mitt jóga og sálfræðingur í bland.“ Uppsafnaðar gleðistundir Eins og margir í skapandi greinum hér á landi hafa upplifað, hefur kórónuveirufaraldrinum fylgt tekjutap og skortur á verkefnum. „Það versta við þessar aðstæður sem við lifum við er óvissan. Það er alveg rosalega erfitt að undirbúa fyrir framtíðina því það veit enginn hvenær allt fer á fullt aftur þannig að maður þarf að halda mér 100% við efnið og passa það að missa ekki dampinn því þegar kallið kemur að þá er eins gott að vera í góðu standi líkamlega sem andlega til að gleðja fólk á öllum árshátíðunum og einfaldlega bara öllum uppsöfnuðu gleðistundunum sem við eigum svolítið inni.“ Lalli hefur þó verið duglegur að skapa sér verkefni og verið með skemmtun í gegnum streimi, Zoom bingó og fleira. „Ég náði að frumsýna leikritið mitt, Lalli & töframaðurinn, í Tjarnarbíói á mjög svo erfiðum tímum og er maður að halda því við til að bjóða fólki á sýningar strax á nýju og betra ári. Svo setti ég saman jólaþátt fyrir krakka sem er á youtuberásinni LALLI BARNAEFNI og heitir þátturinn einfaldlega ,,Jólaþáttur #1”. En svona kanski það sem að toppar flest er jólaplatan, Gleðilega hátíð, sem var að koma út á vinyl og Spotify.“ Heimilisleg og persónuleg plata Jólaplatan inniheldur 12 jólalög með íslenskum textum, bæði gömul og ný. Það er fjölbreyttur hópur listafólks sem á lög og texta á plötunni og má þar nefna Ómar Ragnarsson, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Justin Bieber og Megas. „Verandi alveg óstjórnlega mikið jólabarn koma eiginlega aldrei neitt annað til greina en að gera jólaplötu einhvern tímann á lífsleiðinni. Það var í mars á þessu herrans ári 2020 sem hugmyndin kom upp í gríni að gera jólaplötu fyrir jólin. Svo þegar ég var búinn að sofa á þessari hugmynd eina nótt ákvað ég bara að gera þetta. Það er náttúrulega alger sturlun að ákveða það í mars að gefa út heila jólaplötu á vinyl fyrir jól og á tímabili leit út fyrir að þetta væri einfaldlega ekki fræðilegur möguleiki vegna kórónaveiru og töfum í vinylpressun og allt í rugli. En við ákváðum bara að keyra á þetta og taka sénsinn og núna er platan komin út og þetta er strax orðin uppáhalds jólaplatan mín og stefnir í að verða bullandi mikil klassík á íslenskum heimilum.“ Lalli töframaður er sjálfur aðalsöngvari plötunnar en hann fær einnig með sér nokkra vel valda gestasöngvara. Upptöku- og tónlistarstjóri plötunnar er Daði Birgisson. „Þetta er svo gott sem hin fullkomna jólaplata því alveg frá fyrsta degi var tilfinningunni á plötunni og hljóðheiminum gerð góð skil sem að við náðum að fylgja eftir. Lögin eru líka svo frábær og tökulögin eru lög frá artistum allt frá Justin Bieber til Megas. „Soundið“ á henni er líka mjög heimilislegt og persónulegt þannig að hún liggur mjög vel til spilunar á meðan bakaðar eru piparkökur, hvort sem piparkökugerðarfólkið er ungt eða eldra.“ Lalli gladdi sundlaugargesti í Vesturbæjarlauginni í dag.Vísir/Vilhelm Engir barnakórar og auto-tune Lalli segir að þessi plata sé fyrir alla, meira að segja líka fyrir fólk sem finnst jólatónlist ekki skemmtileg. Hann segir að gerð plötunnar hafi gengið mjög vel. „Megnið af plötunni er tekið upp í fyrstu tilraun og ef það komu einhver smávægileg mistök að þá fengu þau bara að fljóta með því þessi plata er mjög lifandi. Engir barnakórar, strengjasveitir eða auto-tune. Við náðum fram einhverjum jólatöfrum einfaldlega með því að vera með stórkostlega góða hljóðfæraleikara og allt unnið af ást og gleði og það skilar sér hundrað prósent á plötunni.“ Fyrsta smáskífa plötunnar var lagið Knús en upprunalega útgáfan Mistletoe kom út árið 2011 með Justin Bieber. Íslenska textann á Lalli sjálfur en hann samdi hann fyrir utan fæðingadeildina á Akranesi þann 27.apríl 2020. Seinna sama dag kom sonur hans Kári Lennon í heiminn. Heiðrún Arna eiginkona Lalla syngur hjá honum bakraddir en þau giftu sig 26. desember árið 2019. „Það var enginn annar en hann Daði Birgisson sem gerði það að verkum að þessi plata varð til. Hann tók upp, mixaði, útsetti, samdi og sjálfsögðu spilaði hann eins og engill á allmörg hljóðfærin á þessari plötu. Við náðum að vinna ótrúlega vel saman og ærslagangurinn í mér small ótrúlega vel við yfirvegunina í honum og útkoman var þessi líka dásamlega jólaplata.“ Heimsækir alltaf Barnaspítalann Aðspurður hvort fleiri plötur séu væntanlegar er hann snöggur að svara því að það sé „fátt annað jafn öruggt í þessu lífi.“ Lalli er strax búinn að ákveða hvernig næsta plata verður. „Þó svo að jólaplatan sé svona „venjuleg“ jólaplata að þá eru samt sem áður tvö lög á henni, Tilgangur jólanna ft. Eggert Stress og Jólakort ft. Ævar Þór sem eru sérstaklega fyrir yngri kynslóðina. Það er eitthvað við barnvænni músík sem mér finnst ótrúlega skemmtilegt og heillandi og því er eiginlega búið að ákveða að gefa út barnaplötu árið 2021 og viðmiðið verðu að gera jafn góða plötu og Hrekkjusvín gerðu fyrir 43 árum.“ Lalli segir að hann sé sjálfur alveg vandræðalega mikið jólabarn. „Ég hlusta á jólatónlist allt árið, er byrjaður að kaupa jólagjafir í maí og er með þrjú jólahúðflúr.“ Þó að það sé margt við jólin sem Lalli elskar, þá er ein jólahefð í sérstöku uppáhaldi hjá honum. „Það sem stendur mér næst og sem ég hef gert meirihluta ævinnar og mun vonandi fylgja mér út lífið er að ég heimsæki alltaf barnaspítalann 24. desember og geri mitt til að gleðja börnin sem ná ekki að fara heim til sín á aðfangadag.“
Jól Tónlist Sundlaugar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira