Bjarki Már Elísson var einu sinni sem oftar meðal markahæstu manna hjá Lemgo er liðið vann 36-29 sigur á Nordhorn Lingen í þýska boltanum í dag.
Lemgo tók völdin frá upphafsflauti en þeir voru 18-11 yfir í hálfleik. Bjarki Már var markahæstur með átta mörk en Lemgo er í 7. sætinu.
Viggó Kristjánsson skoraði fimm mörk fyrir Stuttgart er liðið van góðan heimasigur á Minden, 30-25.
Elvar Ásgeirsson komst ekki á blað fyrir Stuttgart sem situr í 4. sætinu.
Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í Melsungen töpuðu óvænt fyrir botnliðinu, HSC 2000 Coburg á heimavelli, 32-27.
Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt mark fyrir Melsungen sem er í tíunda sæti deildarinnar.
Í Svíþjóð tapaði Alingsås fyrir Eskilstuna, 25-21, en Aron Dagur skoraði tvö mark fyrir Alingsås sem er í 5. sæti deildarinnar. Daníel Freyr Andrésson átti góðan leik í marki Eskilstuna.