Man United stefnir á að bæta við sig varnarmönnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2020 14:01 Þessir þrír eru orðaðir við Man Utd. Domenech Castello/Mike Hewitt/Jan Woitas Fréttir erlendis herma að enska knattspyrnuliðið Manchester United sé á höttunum á eftir miðverði. Eru þrír á óskalista félagsins að svo stöddu. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man United, virðist hafa komist að þeirri niðurstöðu að nýr miðvörður sé það púsl sem liðinu helst vanti. Talið er að Norðmaðurinn vilji helst fá nýjan miðvörð er félagaskiptaglugginn opnar í janúar en það verður að teljast ólíklegt að einhver af þeim þremur leikmönnum sem eru nefndir á vef BBC, og víðar, verði lausir þá. Manchester United are being linked with three central defenders on today's back pages https://t.co/XLbziz22NT #mufc pic.twitter.com/l49sRZ6A8C— BBC Sport (@BBCSport) December 11, 2020 Um er að ræða þá Ben White sem leikur með Brighton & Hove Albion, og var á láni hjá Leeds United á síðustu leiktíð. Dayot Upamecano, leikmaður RB Leipzig sem sló Man Utd út úr Meistaradeildinni í liðinni viku. Sá þriðji er svo Raphaël Varane, leikmaður Real Madrid og franska landsliðsins. Allir eru nokkuð ungir að aldri miðað við miðverði. White er 22 ára, Upamecano er 23 ára og Varane er 27 ára. Sá síðastnefndi hefur lengi vel verið talinn einn af betri miðvörðum heims en hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið, líkt og allt lið Real Madrid. Þjálfarinn virðist ekki hafa trú á nema tveimur af þeim fimm miðvörðum sem nú þegar eru á launaskrá félagsins. Harry Maguire og Victor Lindelöf eru þeir miðverðir sem Ole treystir hvað best þessa dagana. Þá á Luke Shaw það til að vera með þeim í miðri vörn Man United er liðið stillir upp með þrjá miðverði með misgóðum árangri. Ásamt þessum þremur þá eru þeir Axel Tuanzebe, Eric Bailly og Phil Jones allir miðverðir að upplagi. Tveir síðarnefndu hafa þó átt við mikil meiðsli að stríða og eyða meiri tíma hjá sjúkraþjálfaranum en úti á æfingavellinum. Þá hefur Argentínumaðurinn Marcos Rojo einnig leikið reglulega í miðverði en hann á ekki upp á pallborðið hjá Ole þessa dagana. Miðjumennirnir Nemanja Matic og Scott McTominay hafa einnig oftar en ekki leikið í miðverði. Til að mynda er McTominay eingöngu nýttur þar í skoska landsliðinu. Ole Gunnar Solskjær er talinn vilja nýjan miðvörð til að bæta varnarleik Manchester United.Oli Scarff/Getty Images Ef Ole fær vilja sínum framgengt og nýr miðvörður verður keyptur þá hefur hann keypt heila fjögurra manna varnarlínu síðan hann tók við liðinu í desember 2018. Hægri bakvörðurinn Aaron Wan-Bissaka kom frá Crystal Palace, Harry Maguire kom frá Leicester City og nú síðast kom vinstri bakvörðurinn Alex Telles frá Porto. Stóra spurningin er hins hvort nýr varnarmaður sé svarið eða einfaldlega annað upplegg í varnarleik en Ole gerði sínum mönnum engan greiða með uppstillingunni gegn Leipzig í vikunni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man United, virðist hafa komist að þeirri niðurstöðu að nýr miðvörður sé það púsl sem liðinu helst vanti. Talið er að Norðmaðurinn vilji helst fá nýjan miðvörð er félagaskiptaglugginn opnar í janúar en það verður að teljast ólíklegt að einhver af þeim þremur leikmönnum sem eru nefndir á vef BBC, og víðar, verði lausir þá. Manchester United are being linked with three central defenders on today's back pages https://t.co/XLbziz22NT #mufc pic.twitter.com/l49sRZ6A8C— BBC Sport (@BBCSport) December 11, 2020 Um er að ræða þá Ben White sem leikur með Brighton & Hove Albion, og var á láni hjá Leeds United á síðustu leiktíð. Dayot Upamecano, leikmaður RB Leipzig sem sló Man Utd út úr Meistaradeildinni í liðinni viku. Sá þriðji er svo Raphaël Varane, leikmaður Real Madrid og franska landsliðsins. Allir eru nokkuð ungir að aldri miðað við miðverði. White er 22 ára, Upamecano er 23 ára og Varane er 27 ára. Sá síðastnefndi hefur lengi vel verið talinn einn af betri miðvörðum heims en hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið, líkt og allt lið Real Madrid. Þjálfarinn virðist ekki hafa trú á nema tveimur af þeim fimm miðvörðum sem nú þegar eru á launaskrá félagsins. Harry Maguire og Victor Lindelöf eru þeir miðverðir sem Ole treystir hvað best þessa dagana. Þá á Luke Shaw það til að vera með þeim í miðri vörn Man United er liðið stillir upp með þrjá miðverði með misgóðum árangri. Ásamt þessum þremur þá eru þeir Axel Tuanzebe, Eric Bailly og Phil Jones allir miðverðir að upplagi. Tveir síðarnefndu hafa þó átt við mikil meiðsli að stríða og eyða meiri tíma hjá sjúkraþjálfaranum en úti á æfingavellinum. Þá hefur Argentínumaðurinn Marcos Rojo einnig leikið reglulega í miðverði en hann á ekki upp á pallborðið hjá Ole þessa dagana. Miðjumennirnir Nemanja Matic og Scott McTominay hafa einnig oftar en ekki leikið í miðverði. Til að mynda er McTominay eingöngu nýttur þar í skoska landsliðinu. Ole Gunnar Solskjær er talinn vilja nýjan miðvörð til að bæta varnarleik Manchester United.Oli Scarff/Getty Images Ef Ole fær vilja sínum framgengt og nýr miðvörður verður keyptur þá hefur hann keypt heila fjögurra manna varnarlínu síðan hann tók við liðinu í desember 2018. Hægri bakvörðurinn Aaron Wan-Bissaka kom frá Crystal Palace, Harry Maguire kom frá Leicester City og nú síðast kom vinstri bakvörðurinn Alex Telles frá Porto. Stóra spurningin er hins hvort nýr varnarmaður sé svarið eða einfaldlega annað upplegg í varnarleik en Ole gerði sínum mönnum engan greiða með uppstillingunni gegn Leipzig í vikunni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira