„Þetta er áhættutími“ Birgir Olgeirsson skrifar 12. desember 2020 11:55 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Almannavarnir Sóttvarnalæknir segir stöðu faraldursins hér á landi ágæta en nú fari í hönd mikill áhættutími tengdur aðventunni. Fólk þurfi að passa sig vilji það ekki verja jólunum í veikindi Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír voru í sóttkví en tveir utan sóttkvíar. 1.200 sýni voru tekin í gær. Sjö greindust með veiruna á landamærunum, þar af voru fjórir með mótefni. Einn reyndist með virkt smit við fyrstu skimun á landamærum og einn við seinni skimun vegna komunnar til landsins. Alls eru 33 á sjúkrahúsi með covid-19 og þar af eru þrír á gjörgæslu. „Þær eru ágætar þessar tölur, við fengum bakslag í fyrradag út af þessu klasasmiti eða hópsýkingu sem kom upp. Það er eitthvað sem getur alltaf gerst,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Sóttvarnalæknir segir að tekist hafi að ná utan um klasasmitið sem kom upp í vikunni. Hann vonar að fólk fari varlega á aðventunni. „Ég vona bara svo sannarlega að fólk hafi þetta allt saman í huga sem við erum að hamra á alveg stöðugt að biðla fólk að passa sig. Ef fólk mun smitast núna mun það liggja í veikindum um jólin, fólk verður að fara rólega og varlega í þetta,“ segir Þórólfur. „Ég veit að þetta er áhættutími, sama hvað við segjum eða gerum, það sem skiptir máli hvað fólk gerir, ég bara biðla áfram til fólks til að virkilega passa sig núna.“ Þórólfur segir að það yrði slæmt að missa faraldurinn úr böndunum nú þegar styttist í bóluefni. Hann segir engar líkur á að bóluefni verði tekið í notkun hér á landi fyrr en grænt ljós fæst frá Lyfjastofnun Evrópu sem hittist á fundi í síðasta lagi 29. desember. Hann telur mikinn meðbyr með bóluefninu í samfélaginu og mun sjálfur ekki hika við að láta bólusetja sig. „Ég held að þetta sé eina sem við höfum jákvætt til að koma okkur út úr þessum Covid-faraldri. Við höfum ekki annað upp á að bjóða, nema að láta faraldurinn ganga yfir okkur með tilheyrandi afleiðingum,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír voru í sóttkví en tveir utan sóttkvíar. 1.200 sýni voru tekin í gær. Sjö greindust með veiruna á landamærunum, þar af voru fjórir með mótefni. Einn reyndist með virkt smit við fyrstu skimun á landamærum og einn við seinni skimun vegna komunnar til landsins. Alls eru 33 á sjúkrahúsi með covid-19 og þar af eru þrír á gjörgæslu. „Þær eru ágætar þessar tölur, við fengum bakslag í fyrradag út af þessu klasasmiti eða hópsýkingu sem kom upp. Það er eitthvað sem getur alltaf gerst,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Sóttvarnalæknir segir að tekist hafi að ná utan um klasasmitið sem kom upp í vikunni. Hann vonar að fólk fari varlega á aðventunni. „Ég vona bara svo sannarlega að fólk hafi þetta allt saman í huga sem við erum að hamra á alveg stöðugt að biðla fólk að passa sig. Ef fólk mun smitast núna mun það liggja í veikindum um jólin, fólk verður að fara rólega og varlega í þetta,“ segir Þórólfur. „Ég veit að þetta er áhættutími, sama hvað við segjum eða gerum, það sem skiptir máli hvað fólk gerir, ég bara biðla áfram til fólks til að virkilega passa sig núna.“ Þórólfur segir að það yrði slæmt að missa faraldurinn úr böndunum nú þegar styttist í bóluefni. Hann segir engar líkur á að bóluefni verði tekið í notkun hér á landi fyrr en grænt ljós fæst frá Lyfjastofnun Evrópu sem hittist á fundi í síðasta lagi 29. desember. Hann telur mikinn meðbyr með bóluefninu í samfélaginu og mun sjálfur ekki hika við að láta bólusetja sig. „Ég held að þetta sé eina sem við höfum jákvætt til að koma okkur út úr þessum Covid-faraldri. Við höfum ekki annað upp á að bjóða, nema að láta faraldurinn ganga yfir okkur með tilheyrandi afleiðingum,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira