Pacquiao, sem er frá Filippseyjum, hefur ekki barist síðan hann barðist gegn Keith Thurman í Las Vegas í júlí á síðasta ári.
Bardagakappinn er ekki bara að berjast því hann er einnig öldungadeildarþingmaður á Filippseyjum. Hann segist verða klár frá apríl á næsta ári.
„Við munum æfa í mars og það eru engar líkur á því að ég muni berjast fyrir þann tíma. Ég held að ég geti barist tvisvar á næsta ári,“ sagði hann í samtali við Daily Tribune.
Pacquiao er enn eitt stærsta nafnið í boxheiminum og hann verður ekki í vandræðum með að finna sér mótherja en rætt hefur verið um að hann gæti mögulega barist við UFC stórstjörnuna Conor McGregor.
Manny Pacquiao confidently claims he CAN fight twice in 2021 at age of 42 https://t.co/HejGJbspkC
— MailOnline Sport (@MailSport) December 14, 2020