Smári segir hálendisþjóðgarð kominn í skrúfuna hjá ríkisstjórninni Jakob Bjarnar skrifar 15. desember 2020 12:07 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra og Smári McCarthy Pírati. Smári segir að ríkisstjórninni sé ekki sjálfrátt, hún verði að hlutast til um hegðun fólks og þar með fari bráðnauðsynleg samstaðan fyrir lítið. visir/vilhelm Smári McCarthy Pírati furðar sig á því hvernig ríkisstjórninni tókst að klúðra samstöðu um hálendisþjóðgarð. „Þegar ég átti stutt samtal við Umhverfisráðherra í sumar sagði ég honum að það væri algjört lykilatriði að fá ekki þúsund litla hópa upp á móti hálendisþjóðgarði. Markmiðið væri gott og stuðningur við þjóðgarðinn í skoðanakönnunum. Það þyrfti hins vegar að varast að þriðjungur landsins yrði afmarkaður undir hálf-fasíska víðáttu sem hentaði bara ákveðinni tegund göngugarpa, sem báðir væru í VG,“ segir Smári McCarthy þingmaður Pírata í upphafi pistils sem hann skrifaði og birti á Vísi í morgun. Ríkisstjórninni ekki sjálfrátt Pistillinn hefur vakið verulega athygli en Smári vísar í skoðanakannanir og segir mikinn meirihluta hlynntan því að hálendi Íslands sé verndað. En það sé ekki sama hvernig það er gert og hvernig að því er staðið. Og nú rífist menn eins og hundur og köttur vegna málsins sem hægur leikur hefði verið að mynda þverpólitíska samstöðu um. Í sátt og samlindi. „En hingað erum við komin og ég verð að segja: Vá. Eingöngu þessi ríkisstjórn, ríkisstjórn Sameinaðs Íhalds, gæti tekið mál sem flestir landsmenn eru í grunninn sammála og útfært það með svo afleitum hætti að flestir landsmenn snúast gegn tillögunni.“ Smári segir að ríkisstjórninni sé ekki sjálfrátt. „Flokkarnir sem sitja núna í ríkisstjórn gátu bara ekki stillt sig um að reyna að stjórna hegðun fólks, jafnvel þegar hún er fullkomlega eðlileg og meinlaus. Verndin þeirra snýst minna um að varðveita náttúruna (enda virðist nóg svigrúm í frumvarpinu fyrir virkjanir) og meira um að koma í veg fyrir að fólk megi njóta hennar á vegu sem er ekki Sameinuðu Íhaldi þóknanleg.“ Smári segir að markmiðið hefði átt að vera að koma í veg fyrir náttúruspjöll eða óafturkræfa eyðileggingu. En útfærslan reyndist vera sú að banna fólki að njóta svæðis nema á afmarkaða vegu: „Sameinað Íhald getur bara ekki að þessu gert. Þetta er í þeirra eðli.“ Valdboð ekki vænlegt til að efla samstöðuna Smári rekur það að fólk njóti hálendisins á margvíslega vegu. En reglurnar séu takmarkandi og þá hverfur samstaðan. Stíllinn sé í fyrirskipunartóni, segir Smári og vísar í frumvarpið: „Hálendisþjóðgarði er heimilt … að taka eignarnámi land, mannvirki og réttindi,“ og „í reglugerð … skal setja reglur um dvöl, umgengni og umferð … tjöldun og umferð gangandi, ríðandi og hjólandi vegfarenda, sem og um umferð vélknúinna ökutækja, báta, skipa, loftfara, flygilda og hvers konar annarra farartækja,“ og „er heimilt að banna akstur vélknúinna ökutækja á einstökum svæðum,“ og „Afla skal leyfis ... fyrir flugvéla- og þyrlulendingum ...“ og „afla leyfis ... fyrir notkun flygilda,“ og „heimilt að setja skilmála um umferð loftfara,“ og „skilmálar geta falið í sér bann eða takmarkanir“ og „takmarka umferð á einstökum vegum, slóðum eða svæðum“ Og svo framvegis og svo framvegis og svo framvegis. Hálendisþjóðgarður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Þjóðgarðar Píratar Tengdar fréttir Spurði hvort „grenjandi minnihluti“ ætti að hafa neitunarvald varðandi hálendisþjóðgarð Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður Vinstri grænna, blandaði sér í umræður á þingi í gærkvöldi um frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra, um hálendisþjóðgarð. 9. desember 2020 10:18 Uggandi vegna hugmynda um þjóðgarð Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri GrayLine og stjórnarformaður Hveravallafélagsins, er mjög ósáttur við hugmyndir umhverfisráðherra um miðhálendisþjóðgarð. 13. desember 2020 17:11 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Þegar ég átti stutt samtal við Umhverfisráðherra í sumar sagði ég honum að það væri algjört lykilatriði að fá ekki þúsund litla hópa upp á móti hálendisþjóðgarði. Markmiðið væri gott og stuðningur við þjóðgarðinn í skoðanakönnunum. Það þyrfti hins vegar að varast að þriðjungur landsins yrði afmarkaður undir hálf-fasíska víðáttu sem hentaði bara ákveðinni tegund göngugarpa, sem báðir væru í VG,“ segir Smári McCarthy þingmaður Pírata í upphafi pistils sem hann skrifaði og birti á Vísi í morgun. Ríkisstjórninni ekki sjálfrátt Pistillinn hefur vakið verulega athygli en Smári vísar í skoðanakannanir og segir mikinn meirihluta hlynntan því að hálendi Íslands sé verndað. En það sé ekki sama hvernig það er gert og hvernig að því er staðið. Og nú rífist menn eins og hundur og köttur vegna málsins sem hægur leikur hefði verið að mynda þverpólitíska samstöðu um. Í sátt og samlindi. „En hingað erum við komin og ég verð að segja: Vá. Eingöngu þessi ríkisstjórn, ríkisstjórn Sameinaðs Íhalds, gæti tekið mál sem flestir landsmenn eru í grunninn sammála og útfært það með svo afleitum hætti að flestir landsmenn snúast gegn tillögunni.“ Smári segir að ríkisstjórninni sé ekki sjálfrátt. „Flokkarnir sem sitja núna í ríkisstjórn gátu bara ekki stillt sig um að reyna að stjórna hegðun fólks, jafnvel þegar hún er fullkomlega eðlileg og meinlaus. Verndin þeirra snýst minna um að varðveita náttúruna (enda virðist nóg svigrúm í frumvarpinu fyrir virkjanir) og meira um að koma í veg fyrir að fólk megi njóta hennar á vegu sem er ekki Sameinuðu Íhaldi þóknanleg.“ Smári segir að markmiðið hefði átt að vera að koma í veg fyrir náttúruspjöll eða óafturkræfa eyðileggingu. En útfærslan reyndist vera sú að banna fólki að njóta svæðis nema á afmarkaða vegu: „Sameinað Íhald getur bara ekki að þessu gert. Þetta er í þeirra eðli.“ Valdboð ekki vænlegt til að efla samstöðuna Smári rekur það að fólk njóti hálendisins á margvíslega vegu. En reglurnar séu takmarkandi og þá hverfur samstaðan. Stíllinn sé í fyrirskipunartóni, segir Smári og vísar í frumvarpið: „Hálendisþjóðgarði er heimilt … að taka eignarnámi land, mannvirki og réttindi,“ og „í reglugerð … skal setja reglur um dvöl, umgengni og umferð … tjöldun og umferð gangandi, ríðandi og hjólandi vegfarenda, sem og um umferð vélknúinna ökutækja, báta, skipa, loftfara, flygilda og hvers konar annarra farartækja,“ og „er heimilt að banna akstur vélknúinna ökutækja á einstökum svæðum,“ og „Afla skal leyfis ... fyrir flugvéla- og þyrlulendingum ...“ og „afla leyfis ... fyrir notkun flygilda,“ og „heimilt að setja skilmála um umferð loftfara,“ og „skilmálar geta falið í sér bann eða takmarkanir“ og „takmarka umferð á einstökum vegum, slóðum eða svæðum“ Og svo framvegis og svo framvegis og svo framvegis.
Hálendisþjóðgarður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Þjóðgarðar Píratar Tengdar fréttir Spurði hvort „grenjandi minnihluti“ ætti að hafa neitunarvald varðandi hálendisþjóðgarð Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður Vinstri grænna, blandaði sér í umræður á þingi í gærkvöldi um frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra, um hálendisþjóðgarð. 9. desember 2020 10:18 Uggandi vegna hugmynda um þjóðgarð Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri GrayLine og stjórnarformaður Hveravallafélagsins, er mjög ósáttur við hugmyndir umhverfisráðherra um miðhálendisþjóðgarð. 13. desember 2020 17:11 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Spurði hvort „grenjandi minnihluti“ ætti að hafa neitunarvald varðandi hálendisþjóðgarð Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður Vinstri grænna, blandaði sér í umræður á þingi í gærkvöldi um frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra, um hálendisþjóðgarð. 9. desember 2020 10:18
Uggandi vegna hugmynda um þjóðgarð Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri GrayLine og stjórnarformaður Hveravallafélagsins, er mjög ósáttur við hugmyndir umhverfisráðherra um miðhálendisþjóðgarð. 13. desember 2020 17:11