Samhugur, samstaða og samvera í heimsfaraldri Elfa Dögg S. Leifsdóttir, Salbjörg Bjarnadóttir, Agnes Björg Tryggvadóttir, Guðrún Jóhannesdóttir og María Ingibjörg Kristjánsdóttir skrifa 18. desember 2020 15:00 Það er ljóst að þessi jóla og áramótahátíð verður öðruvísi en oft áður. Reyndar hafa margir eflaust upplifað jólahátíðina í skugga erfiðleika, sorgar og söknuðar vegna ýmissa ástæðna svo sem ástvinamississ, skilnaða og fjárhagserfiðleika svo eitthvað sé nefnt. Faraldurinn hefur reynt verulega á þolmörk okkar og heilsu í víðum skilningi og margir velta fyrir sér hvernig haga skuli málum nú. Mörg eigum við jólahefðir, sem við fylgjum ár eftir ár og við viljum halda fast í. Þessar hefðir tengjum við sterkt við jólin og jólaandann og okkur finnst erfið tilhugsun að geta ekki haldið í þessar hefðir nú þegar takmarkanir eru vegna COVID-19. Breytingar geta verið erfiðar og við sem höfum átt svipuð eða sambærileg jól ár eftir ár ættum að skoða hug okkar. Nú fáum við tækifæri upp í hendurnar til að skoða hvað skiptir okkur mestu máli á þessum tímum og þá getum við forgangsraðað í samræmi við það. Kannski er hægt að skapa nýjar hefðir og uppgötva eitthvað nýtt. Við höfum þurft að breyta mörgu þetta árið, mörg okkar hafa umgengist færri en venjulega og mikilvægt að halda því aðeins áfram. Við skulum líta í kringum okkur og beina athygli að fólkinu í kringum okkur. Er einhver í okkar umhverfi sem þyrfti stuðning í kringum hátíðarnar? Er einhver utan „jólakúlu“ sem við getum verið til staðar fyrir? Getum við veitt stuðning og verið til staðar, hvort sem það er í eigin persónu, síma eða í fjarbúnaði ? Þetta ár hefur kennt okkur að hugsa í lausnum og sýnt fram á mikla aðlögunarhæfni okkar. Getum við átt samverustundir með fólkinu okkar öðruvísi en að hittast? Getum við eytt meiri tíma en vanalega með þeim sem við þó getum hitt (í okkar „jólakúlu“). Getum við verslað með öðrum hætti en venjulega eða jafnvel lagt minni áherslu á gjafir? Það er nefnilega hægt að velja sér viðhorf, reynum að hugsa um það sem er mögulegt í stöðunni frekar en það sem er ekki mögulegt. Munum að það koma jól eftir þessi jól og tækifæri til að hittast seinna. Að þurfa að vera í einangrun vegna veikinda reynist flestum áskorun en búast má við því að fólki finnist það enn erfiðara um sjálf jólin. Hætt er við að fólk í slíkri stöðu missi hreinlega af jólahaldi þetta árið, a.m.k. með þeim hætti sem það átti von á að geta haldið jól. Sama á við um sóttkví nema kannski ef öll fjölskyldan er saman í sóttkví. Mikilvægt er að huga sérstaklega að ástvinum okkar í þessari stöðu, vera til staðar, hittast í fjarbúnaði (ef heilsa viðkomandi leyfir) og tryggja að viðkomandi skorti ekkert. Einangrun/sóttkví yfir hátíðarnar getur ýtt undir einmanaleika fólks. Eins og á öðrum tímum er mikilvægt að hlúa vel að sér, sinna grunnþörfum sínum, halda uppi virkni í samræmi við heilsuna og nýta félagslegan stuðning í kringum sig. Reynum að stuðla að vellíðan, góðvild og samhyggð í kringum okkur. Við vitum hvers vegna við þurfum að fara varlega, leiðum hugann að markmiðinu og leyfum okkur að hlakka til næsta árs þar sem von er um að við vinnum bug á veirunni og öðlumst meira frelsi á ný. Með ósk um gleðileg rólyndis jól og gæfuríks nýs árs Samráðshópur um áfallahjálp og sálrænan stuðning á landsvísu Elfa Dögg S. Leifsdóttir, Salbjörg Bjarnadóttir, Agnes Björg Tryggvadóttir, Guðrún Jóhannesdóttir og María Ingibjörg Kristjánsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Það er ljóst að þessi jóla og áramótahátíð verður öðruvísi en oft áður. Reyndar hafa margir eflaust upplifað jólahátíðina í skugga erfiðleika, sorgar og söknuðar vegna ýmissa ástæðna svo sem ástvinamississ, skilnaða og fjárhagserfiðleika svo eitthvað sé nefnt. Faraldurinn hefur reynt verulega á þolmörk okkar og heilsu í víðum skilningi og margir velta fyrir sér hvernig haga skuli málum nú. Mörg eigum við jólahefðir, sem við fylgjum ár eftir ár og við viljum halda fast í. Þessar hefðir tengjum við sterkt við jólin og jólaandann og okkur finnst erfið tilhugsun að geta ekki haldið í þessar hefðir nú þegar takmarkanir eru vegna COVID-19. Breytingar geta verið erfiðar og við sem höfum átt svipuð eða sambærileg jól ár eftir ár ættum að skoða hug okkar. Nú fáum við tækifæri upp í hendurnar til að skoða hvað skiptir okkur mestu máli á þessum tímum og þá getum við forgangsraðað í samræmi við það. Kannski er hægt að skapa nýjar hefðir og uppgötva eitthvað nýtt. Við höfum þurft að breyta mörgu þetta árið, mörg okkar hafa umgengist færri en venjulega og mikilvægt að halda því aðeins áfram. Við skulum líta í kringum okkur og beina athygli að fólkinu í kringum okkur. Er einhver í okkar umhverfi sem þyrfti stuðning í kringum hátíðarnar? Er einhver utan „jólakúlu“ sem við getum verið til staðar fyrir? Getum við veitt stuðning og verið til staðar, hvort sem það er í eigin persónu, síma eða í fjarbúnaði ? Þetta ár hefur kennt okkur að hugsa í lausnum og sýnt fram á mikla aðlögunarhæfni okkar. Getum við átt samverustundir með fólkinu okkar öðruvísi en að hittast? Getum við eytt meiri tíma en vanalega með þeim sem við þó getum hitt (í okkar „jólakúlu“). Getum við verslað með öðrum hætti en venjulega eða jafnvel lagt minni áherslu á gjafir? Það er nefnilega hægt að velja sér viðhorf, reynum að hugsa um það sem er mögulegt í stöðunni frekar en það sem er ekki mögulegt. Munum að það koma jól eftir þessi jól og tækifæri til að hittast seinna. Að þurfa að vera í einangrun vegna veikinda reynist flestum áskorun en búast má við því að fólki finnist það enn erfiðara um sjálf jólin. Hætt er við að fólk í slíkri stöðu missi hreinlega af jólahaldi þetta árið, a.m.k. með þeim hætti sem það átti von á að geta haldið jól. Sama á við um sóttkví nema kannski ef öll fjölskyldan er saman í sóttkví. Mikilvægt er að huga sérstaklega að ástvinum okkar í þessari stöðu, vera til staðar, hittast í fjarbúnaði (ef heilsa viðkomandi leyfir) og tryggja að viðkomandi skorti ekkert. Einangrun/sóttkví yfir hátíðarnar getur ýtt undir einmanaleika fólks. Eins og á öðrum tímum er mikilvægt að hlúa vel að sér, sinna grunnþörfum sínum, halda uppi virkni í samræmi við heilsuna og nýta félagslegan stuðning í kringum sig. Reynum að stuðla að vellíðan, góðvild og samhyggð í kringum okkur. Við vitum hvers vegna við þurfum að fara varlega, leiðum hugann að markmiðinu og leyfum okkur að hlakka til næsta árs þar sem von er um að við vinnum bug á veirunni og öðlumst meira frelsi á ný. Með ósk um gleðileg rólyndis jól og gæfuríks nýs árs Samráðshópur um áfallahjálp og sálrænan stuðning á landsvísu Elfa Dögg S. Leifsdóttir, Salbjörg Bjarnadóttir, Agnes Björg Tryggvadóttir, Guðrún Jóhannesdóttir og María Ingibjörg Kristjánsdóttir.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun