Seyðfirðingar allir komnir með svefnpláss fyrir nóttina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. desember 2020 21:44 Íbúar á Seyðisfirði biðu í dag fyrir utan fjöldahjálparstöðina eftir því að komast yfir til Egilsstaða. Vísir/Egill Seyðfirðingar eru allir komnir til Egilsstaða í fjöldahjálparstöð Rauða krossins sem opnuð var í grunnskólanum þar. Að sögn Rögnvaldar Ólafssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hafa allir fengið rúmpláss fyrir nóttina og enginn mun þurfa að halda til í skólanum í nótt. „Það er komin ró yfir þetta núna. Það er búið að rýma þau svæði sem þurfti að rýma. Svo verður staðan bara tekin aftur á morgun,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. „Við munum skoða hvort óhætt sé að fara inn á svæðið og síðan í kjölfarið förum við í að meta tjónið. Svo þurfum við að taka afstöðu til þess hvenær verður hægt að hleypa fólki heim til sín,“ segir Rögnvaldur. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.Almannavarnir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að ekki væri búið að staðsetja alla en að sú vinna væri í gangi. Rögnvaldur segir að þeirri vinnu sé nú lokið. „Já, það er búið að staðsetja alla. Það var í dag eftirgrennslan eftir fólki sem átti eftir að staðsetja og það tókst prýðilega,“ segir Rögnvaldur. Týr á leiðinni Austur og lögreglulið frá Reykjavík og Akureyri mætt „Það hafa allir fengið húsaskjól í nótt, við höfum ekki heyrt af neinu öðru. Ótal aðilar hafa boðið fram gistirými og svo hafa einstaklingar boðist til að taka á móti fólki og er jafnvel tilbúið að ganga úr rúmum sínum fyrir fólk sem þurfti að rýma þannig að það hefur allt saman gengið rosalega vel,“ segir Rögnvaldur. Þá hafa einhverjir íbúar á Eskifirði þurft að yfirgefa heimili sín vegna skriðhættu þar. Fjöldahjálparstöð Rauða krossins var opnuð á Eskifirði og allir þeir sem þurftu á að halda eru komnir þangað. Rögnvaldur segist ekki hafa heyrt af því að Eskfirðingar hafi þurft að fara til Egilsstaða í fjöldahjálparstöðina þar. Töluvert færri hafi þurft að rýma hús sín á Eskifirði en á Seyðisfirði. Lið lögreglu- og sérsveitarmanna frá Reykjavík lentu á Egilsstöðum á sjöunda tímanum en þeir fóru þangað með flugi til að aðstoða við vettvangsvinnu. Þá komu tveir lögreglubílar og lögreglumenn austur frá Akureyri síðdegis í dag. Varðskipið Týr hefur verið kallað út til Seyðisfjarðar til aðstoðar og lagði það af stað frá Reykjavík klukkan fimm síðdegis. Rögnvaldur segir að ferðin taki um sólarhring og verði það því komið til Seyðisfjarðar síðdegis á morgun. Múlaþing Almannavarnir Veður Náttúruhamfarir Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Um 30 ár síðan heilt bæjarfélag var síðast rýmt Neyðarástand er í gildi á Seyðisfirði vegna aurskriða sem þar hafa fallið síðustu sólarhringa. Stór skriða féll á byggðina um klukkan hálf fjögur í dag sem hreif með sér hús sem jafnaðist nánast við jörðu. 18. desember 2020 19:06 Erfiðar aðstæður á Seyðisfirði: „Það er bara vatn alls staðar“ Enn er mikil úrkoma og bleyta á Seyðisfirði þar sem tvær aurskriður féllu í nótt. Urð, grjót og drulla er úti um allt í bænum en eiginlegt hreinsunarstarf getur ekki hafist fyrr en það dregur úr úrkomunni og birtir til. 18. desember 2020 09:55 Aurskriða tók með sér hús á Seyðisfirði Tvær nýjar aurskriður féllu úr Nautaklauf á Seyðisfirði í nótt. Önnur skriðan tók með sér hús og flutti fimmtíu metra. 18. desember 2020 06:42 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Það er komin ró yfir þetta núna. Það er búið að rýma þau svæði sem þurfti að rýma. Svo verður staðan bara tekin aftur á morgun,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. „Við munum skoða hvort óhætt sé að fara inn á svæðið og síðan í kjölfarið förum við í að meta tjónið. Svo þurfum við að taka afstöðu til þess hvenær verður hægt að hleypa fólki heim til sín,“ segir Rögnvaldur. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.Almannavarnir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að ekki væri búið að staðsetja alla en að sú vinna væri í gangi. Rögnvaldur segir að þeirri vinnu sé nú lokið. „Já, það er búið að staðsetja alla. Það var í dag eftirgrennslan eftir fólki sem átti eftir að staðsetja og það tókst prýðilega,“ segir Rögnvaldur. Týr á leiðinni Austur og lögreglulið frá Reykjavík og Akureyri mætt „Það hafa allir fengið húsaskjól í nótt, við höfum ekki heyrt af neinu öðru. Ótal aðilar hafa boðið fram gistirými og svo hafa einstaklingar boðist til að taka á móti fólki og er jafnvel tilbúið að ganga úr rúmum sínum fyrir fólk sem þurfti að rýma þannig að það hefur allt saman gengið rosalega vel,“ segir Rögnvaldur. Þá hafa einhverjir íbúar á Eskifirði þurft að yfirgefa heimili sín vegna skriðhættu þar. Fjöldahjálparstöð Rauða krossins var opnuð á Eskifirði og allir þeir sem þurftu á að halda eru komnir þangað. Rögnvaldur segist ekki hafa heyrt af því að Eskfirðingar hafi þurft að fara til Egilsstaða í fjöldahjálparstöðina þar. Töluvert færri hafi þurft að rýma hús sín á Eskifirði en á Seyðisfirði. Lið lögreglu- og sérsveitarmanna frá Reykjavík lentu á Egilsstöðum á sjöunda tímanum en þeir fóru þangað með flugi til að aðstoða við vettvangsvinnu. Þá komu tveir lögreglubílar og lögreglumenn austur frá Akureyri síðdegis í dag. Varðskipið Týr hefur verið kallað út til Seyðisfjarðar til aðstoðar og lagði það af stað frá Reykjavík klukkan fimm síðdegis. Rögnvaldur segir að ferðin taki um sólarhring og verði það því komið til Seyðisfjarðar síðdegis á morgun.
Múlaþing Almannavarnir Veður Náttúruhamfarir Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Um 30 ár síðan heilt bæjarfélag var síðast rýmt Neyðarástand er í gildi á Seyðisfirði vegna aurskriða sem þar hafa fallið síðustu sólarhringa. Stór skriða féll á byggðina um klukkan hálf fjögur í dag sem hreif með sér hús sem jafnaðist nánast við jörðu. 18. desember 2020 19:06 Erfiðar aðstæður á Seyðisfirði: „Það er bara vatn alls staðar“ Enn er mikil úrkoma og bleyta á Seyðisfirði þar sem tvær aurskriður féllu í nótt. Urð, grjót og drulla er úti um allt í bænum en eiginlegt hreinsunarstarf getur ekki hafist fyrr en það dregur úr úrkomunni og birtir til. 18. desember 2020 09:55 Aurskriða tók með sér hús á Seyðisfirði Tvær nýjar aurskriður féllu úr Nautaklauf á Seyðisfirði í nótt. Önnur skriðan tók með sér hús og flutti fimmtíu metra. 18. desember 2020 06:42 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Um 30 ár síðan heilt bæjarfélag var síðast rýmt Neyðarástand er í gildi á Seyðisfirði vegna aurskriða sem þar hafa fallið síðustu sólarhringa. Stór skriða féll á byggðina um klukkan hálf fjögur í dag sem hreif með sér hús sem jafnaðist nánast við jörðu. 18. desember 2020 19:06
Erfiðar aðstæður á Seyðisfirði: „Það er bara vatn alls staðar“ Enn er mikil úrkoma og bleyta á Seyðisfirði þar sem tvær aurskriður féllu í nótt. Urð, grjót og drulla er úti um allt í bænum en eiginlegt hreinsunarstarf getur ekki hafist fyrr en það dregur úr úrkomunni og birtir til. 18. desember 2020 09:55
Aurskriða tók með sér hús á Seyðisfirði Tvær nýjar aurskriður féllu úr Nautaklauf á Seyðisfirði í nótt. Önnur skriðan tók með sér hús og flutti fimmtíu metra. 18. desember 2020 06:42