Bréf um mannúðlega meðferð minka Ole Anton Bieltvedt skrifar 22. desember 2020 13:00 Sæll og blessaður, Kristján Þór, Sl. fimmtudag, 17. desember, sendum við þér áskorun um, að þú myndir beita þér fyrir því, að minkahald yrði stöðvað og bannað á Íslandi, eins og hjá flestum öðrum vestrænum þjóðum. Hjá þessum þjóðum réðu mannúð og dýraverndunarsjónarmið, en þessi „búgrein‟ byggir á heiftarlegri meðferð á dýrunum, eins og öllum er kunnugt, sem vita vilja. Nú hafi Danir, Hollendingar, Spánverjar og Írar líka tekið af skarið og látið aflífa alla minka í sínum löndum, annars vegar, vegna COVID-19 smitahættu - menn-dýr-menn - hins vegar, væntanlega, vegna þess dýraníðs, sem hér er á ferð. Ég nefndi við þig í tölvupóstinum 17. desember, að ég hefði séð frétt á ZDF, annarri tveggja þýzku ríkissjónvarpsstöðvanna, 16. desember, þar sem sýnt var - en myndir höfðu verið teknar með falinni myndavél á „minkabúgörðum‟ í Póllandi - hvernig staðið er að aflífun dýranna, en hún fer fram með eiturgasi, eins og ég minnti á og þú auðvitað veizt. „Minkabændur‟ fullyrða, að dýrin sofni átakalaust og sársaukalaust við „gösun”. Hér fyrir neðan er hlekkur að myndbandinu, sem ZDF sjónvarpsstöðin sýndi í sínum aðal fréttatíma 16. desember. Það sýnir, að sú fullyrðing er út í hött. Dýrin, sem geta synt og kafað og eru með ofurnæmt lyktarskyn - skynja auðvitað eiturgasið strax og reyna að forðast það - æða um í aftökukassa, tryllt af hræðslu og kvöl og, þegar á líður, í krampaköstum, en sum dýranna eru enn lifandi eftir 30 mínútna „gaseitrun‟. Þá eru þau lamin til dauða, hent lifandi inn í kös annarra deyjandi eða dauðra dýra, til að drepast þar endanlega í hörmungum og kvöl, eða þá er þeim bara fleygt í aftökukassann að nýju. Það verður vart komizt nær helvíti á jörðu fyrir dýrin. https://we.tl/t-CIPyKyJmGI Ég vil ljúka þessum tilskrifum með því, að benda á frétt í MBL sl. föstudag, þar sem blaðamaður virðist telja það gott mál og góða frétt, að danskir „minkabændur”, sem nú er búið að stöðva heima fyrir, séu - fyrir milligöngu Kaupfélags Skagfirðinga - að koma einhverjum hluta starfsemi sinnar fyrir hér, en hér virðast menn enn velkomnir með þessa óiðju. Það hefur kannske frétzt til Danmerkur, að hér eru „minkabændur” verðlaunaðir og studdir með hundraða milljóna framlagi úr ríkissjóði árlega. Ekki amarlegt það. Þessi frétt segir ennfremur, að Danir séu að leita fyrir sér með nýtt minkahald á Nýfundnalandi, í Úkraínu og Litháen, en í þessum löndum virðist dýravernd vera sama hryggðar- og smánarmyndin og hér. Við ítrekum hér með þá áskorun okkar, að þú beitir þér fyrir því, að þessi hörmungar „búgrein‟ og þetta skelfilega dýraníð verði stöðvað! Takk og beztu kveðjur, Ole Anton Bieltvedt Höfundur er stofnandi og formaður félagasamtakanna Jarðarvinir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Loðdýrarækt Dýraheilbrigði Mest lesið Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Sæll og blessaður, Kristján Þór, Sl. fimmtudag, 17. desember, sendum við þér áskorun um, að þú myndir beita þér fyrir því, að minkahald yrði stöðvað og bannað á Íslandi, eins og hjá flestum öðrum vestrænum þjóðum. Hjá þessum þjóðum réðu mannúð og dýraverndunarsjónarmið, en þessi „búgrein‟ byggir á heiftarlegri meðferð á dýrunum, eins og öllum er kunnugt, sem vita vilja. Nú hafi Danir, Hollendingar, Spánverjar og Írar líka tekið af skarið og látið aflífa alla minka í sínum löndum, annars vegar, vegna COVID-19 smitahættu - menn-dýr-menn - hins vegar, væntanlega, vegna þess dýraníðs, sem hér er á ferð. Ég nefndi við þig í tölvupóstinum 17. desember, að ég hefði séð frétt á ZDF, annarri tveggja þýzku ríkissjónvarpsstöðvanna, 16. desember, þar sem sýnt var - en myndir höfðu verið teknar með falinni myndavél á „minkabúgörðum‟ í Póllandi - hvernig staðið er að aflífun dýranna, en hún fer fram með eiturgasi, eins og ég minnti á og þú auðvitað veizt. „Minkabændur‟ fullyrða, að dýrin sofni átakalaust og sársaukalaust við „gösun”. Hér fyrir neðan er hlekkur að myndbandinu, sem ZDF sjónvarpsstöðin sýndi í sínum aðal fréttatíma 16. desember. Það sýnir, að sú fullyrðing er út í hött. Dýrin, sem geta synt og kafað og eru með ofurnæmt lyktarskyn - skynja auðvitað eiturgasið strax og reyna að forðast það - æða um í aftökukassa, tryllt af hræðslu og kvöl og, þegar á líður, í krampaköstum, en sum dýranna eru enn lifandi eftir 30 mínútna „gaseitrun‟. Þá eru þau lamin til dauða, hent lifandi inn í kös annarra deyjandi eða dauðra dýra, til að drepast þar endanlega í hörmungum og kvöl, eða þá er þeim bara fleygt í aftökukassann að nýju. Það verður vart komizt nær helvíti á jörðu fyrir dýrin. https://we.tl/t-CIPyKyJmGI Ég vil ljúka þessum tilskrifum með því, að benda á frétt í MBL sl. föstudag, þar sem blaðamaður virðist telja það gott mál og góða frétt, að danskir „minkabændur”, sem nú er búið að stöðva heima fyrir, séu - fyrir milligöngu Kaupfélags Skagfirðinga - að koma einhverjum hluta starfsemi sinnar fyrir hér, en hér virðast menn enn velkomnir með þessa óiðju. Það hefur kannske frétzt til Danmerkur, að hér eru „minkabændur” verðlaunaðir og studdir með hundraða milljóna framlagi úr ríkissjóði árlega. Ekki amarlegt það. Þessi frétt segir ennfremur, að Danir séu að leita fyrir sér með nýtt minkahald á Nýfundnalandi, í Úkraínu og Litháen, en í þessum löndum virðist dýravernd vera sama hryggðar- og smánarmyndin og hér. Við ítrekum hér með þá áskorun okkar, að þú beitir þér fyrir því, að þessi hörmungar „búgrein‟ og þetta skelfilega dýraníð verði stöðvað! Takk og beztu kveðjur, Ole Anton Bieltvedt Höfundur er stofnandi og formaður félagasamtakanna Jarðarvinir.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun