Skipverji á Sigurði VE bitinn af hámeri Birgir Olgeirsson skrifar 23. desember 2020 10:43 Talið var að hámerin væri dauð en svo reyndist ekki vera þegar ýta átti henni frá borði. Vísir/Getty „Hann á að ná sér að fullu,“ segir Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins, um skipverja á uppsjávarskipinu Sigurði VE sem var bitinn af hámeri. Greint var fyrst frá þessu atviki á vef 200 mílna á mbl.is. Skipið var á veiðum á kolmunnamiðum suður af Færeyjum í lok nóvember. Hámeri kom upp með trollinu og virtist fiskurinn dauður. Skipverjinn ætlaði að koma honum fyrir borð en þá beit hámerin hann í vinstri höndina. Blæddi mikið úr skipverjanum og sködduðust vöðvar. Hann var fluttur á sjúkrahús í Þórshöfn í Færeyjum þar sem gert var að sárum skipverjans. Sigurður VE er í eigu Ísfélagsins í Vestmannaeyjum en Stefán Friðriksson framkvæmdastjóri segir skipverjann ekki hafa verið í hættu á að missa handlegg eða putta, þó þetta hafi sannarlega litið illa út. Hann segir útgerðina hafa fengið þær fréttir að skipverjinn muni ná sér að fullu, en hann er þó enn óvinnufær. Stefán segir þetta þó óalgengt. „Hákarlategundir á þessu slóðum sækja ekki í fólk, og í þessu tilviki er einfaldlega verið að ýta fisknum frá borði og þá er glefsað í skipverjann,“ segir Stefán. Hámerin sleppti fljótlega takinu á skipverjanum. Stefán segir margt gerast til sjós og sjómenn þurfi að hafa varann á þegar verið er að gera að afla. Steinbítur og hlýri geti til að mynda bitið sig fasta þó það sé búið að slægja þá. „Menn þurfa að passa sig á svoleiðis kvikindum.“ Hámeri er oftast um 2 – 3 metrar á lengd og finnst bæði í vestan- og austanverðu N-Atlantshafinu. Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Greint var fyrst frá þessu atviki á vef 200 mílna á mbl.is. Skipið var á veiðum á kolmunnamiðum suður af Færeyjum í lok nóvember. Hámeri kom upp með trollinu og virtist fiskurinn dauður. Skipverjinn ætlaði að koma honum fyrir borð en þá beit hámerin hann í vinstri höndina. Blæddi mikið úr skipverjanum og sködduðust vöðvar. Hann var fluttur á sjúkrahús í Þórshöfn í Færeyjum þar sem gert var að sárum skipverjans. Sigurður VE er í eigu Ísfélagsins í Vestmannaeyjum en Stefán Friðriksson framkvæmdastjóri segir skipverjann ekki hafa verið í hættu á að missa handlegg eða putta, þó þetta hafi sannarlega litið illa út. Hann segir útgerðina hafa fengið þær fréttir að skipverjinn muni ná sér að fullu, en hann er þó enn óvinnufær. Stefán segir þetta þó óalgengt. „Hákarlategundir á þessu slóðum sækja ekki í fólk, og í þessu tilviki er einfaldlega verið að ýta fisknum frá borði og þá er glefsað í skipverjann,“ segir Stefán. Hámerin sleppti fljótlega takinu á skipverjanum. Stefán segir margt gerast til sjós og sjómenn þurfi að hafa varann á þegar verið er að gera að afla. Steinbítur og hlýri geti til að mynda bitið sig fasta þó það sé búið að slægja þá. „Menn þurfa að passa sig á svoleiðis kvikindum.“ Hámeri er oftast um 2 – 3 metrar á lengd og finnst bæði í vestan- og austanverðu N-Atlantshafinu.
Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira