Friðargangan hefur verið árlega niður Laugaveginn í Reykjavík og víðar um landið.
„Við viljum samt sem áður minna á kröfuna um kjarnorkuvopnalausan heim og krefjumst þess að Ísland standi undir nafni sem friðsamt ríki og undirriti sáttmálann um bann við kjarnorkuvopnum sem tekur gildi á nýju ári. Ef fólk vill taka þátt í friðargöngunni heiman frá sér hvetjum við það til að kveikja á kerti og jafnvel setja á samfélagsmiðla undir myllumerkinu friðarganga2020 til að halda á lofti kröfunni um frið,“ segir Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
„Við óskum friðarsinnum og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar ljóss og friðar og vonumst til að sjá ykkur að ári.“