Stærsti olíufundur ársins jólagjöfin til Norðmanna Kristján Már Unnarsson skrifar 23. desember 2020 15:29 Áhöfn borpallsins Leifs Eiríkssonar fann olíuna skammt frá vinnslusvæðinu Heiðrúnu. Wikimedia/Ulrich Latzenhofer Bandaríska olíufélagið ConocoPhillips tilkynnti í gær um „verulegan olíufund“ í Noregshafi. Olíulindin er áætluð á bilinu 75 til 200 milljónir olíutunna og telst vera stærsti olíufundur ársins á landgrunni Noregs. Það var borpallurinn Leiv Eiriksson sem boraði holuna um 23 kílómetra norður af olíu- og gasvinnslusvæðinu Heiðrúnu og 220 kílómetra vestur af bænum Brønnøysund. Hafsbotninn þar er á 355 metra dýpi en borað var niður á 2.200 metra dýpi. Heiðrúnarsvæðið er 175 kílómetra norður af Kristiansund. Olía fannst þar fyrst árið 1985 og hófst olíu- og gasvinnsla þar árið 1995. Olíu- og gasvinnslupallurinn Heiðrún.HARALD PETTERSEN/EQUINOR „Þessi uppgötvun gæti stuðlað að því að framhald verði á meira en hálfrar aldar sögu okkar í Noregi,“ segir talsmaður ConocoPhillips í yfirlýsingu og vísar til þess að það var einmitt sama olíufélag sem tilkynnti norskum stjórnvöldum um olíufund á Ekofisk-svæðinu á Þorláksmessu árið 1969. Það var jólagjöf Norðmanna það árið og markaði upphafið að norska olíuævintýrinu, sem enn sér ekki fyrir endann á. ConocoPhillips telur að félagið geti náð að vinna nýju olíulindina með mjög arðbærum hætti. Lágt jafnvægisverð olíu þurfi svo vinnsla hennar borgi sig. Fram kemur í tilkynningunni að þetta sé fjórða velheppnaða leitarborun félagsins á norska landgrunninu á síðustu sextán mánuðum. Hálfrar aldar saga olíuævintýris Norðmanna var rifjuð upp í þessari frétt í fyrra: Noregur Bensín og olía Tengdar fréttir Olíuborun Norðmanna stangast ekki á við stjórnarskrá Norska ríkið braut ekki gegn stjórnarskrá landsins þegar heimilað var að ráðast í olíuborun á norðurslóðum. Hæstiréttur Noregs kvað í morgun upp sinn dóm í málinu sem umhverfisverndarsinnar hafa kallað „dómsmál aldarinnar“. 22. desember 2020 11:41 Nýjustu olíulindir taldar tryggja auðlegð Noregs næstu áratugi Norðmenn hófu um helgina að dæla olíu upp af Johan Sverdrup-svæðinu, en þar eru einhverjar verðmætustu olíulindir sem fundist hafa í lögsögu Noregs. 7. október 2019 20:27 Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Norðmenn hafa formlega tekið í notkun eitt verðmætasta olíuvinnslusvæði í sögu Noregs. Erna Solberg forsætisráðherra opnaði svæðið í forföllum Haraldar Noregskonungs. 9. janúar 2020 22:15 Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Það var borpallurinn Leiv Eiriksson sem boraði holuna um 23 kílómetra norður af olíu- og gasvinnslusvæðinu Heiðrúnu og 220 kílómetra vestur af bænum Brønnøysund. Hafsbotninn þar er á 355 metra dýpi en borað var niður á 2.200 metra dýpi. Heiðrúnarsvæðið er 175 kílómetra norður af Kristiansund. Olía fannst þar fyrst árið 1985 og hófst olíu- og gasvinnsla þar árið 1995. Olíu- og gasvinnslupallurinn Heiðrún.HARALD PETTERSEN/EQUINOR „Þessi uppgötvun gæti stuðlað að því að framhald verði á meira en hálfrar aldar sögu okkar í Noregi,“ segir talsmaður ConocoPhillips í yfirlýsingu og vísar til þess að það var einmitt sama olíufélag sem tilkynnti norskum stjórnvöldum um olíufund á Ekofisk-svæðinu á Þorláksmessu árið 1969. Það var jólagjöf Norðmanna það árið og markaði upphafið að norska olíuævintýrinu, sem enn sér ekki fyrir endann á. ConocoPhillips telur að félagið geti náð að vinna nýju olíulindina með mjög arðbærum hætti. Lágt jafnvægisverð olíu þurfi svo vinnsla hennar borgi sig. Fram kemur í tilkynningunni að þetta sé fjórða velheppnaða leitarborun félagsins á norska landgrunninu á síðustu sextán mánuðum. Hálfrar aldar saga olíuævintýris Norðmanna var rifjuð upp í þessari frétt í fyrra:
Noregur Bensín og olía Tengdar fréttir Olíuborun Norðmanna stangast ekki á við stjórnarskrá Norska ríkið braut ekki gegn stjórnarskrá landsins þegar heimilað var að ráðast í olíuborun á norðurslóðum. Hæstiréttur Noregs kvað í morgun upp sinn dóm í málinu sem umhverfisverndarsinnar hafa kallað „dómsmál aldarinnar“. 22. desember 2020 11:41 Nýjustu olíulindir taldar tryggja auðlegð Noregs næstu áratugi Norðmenn hófu um helgina að dæla olíu upp af Johan Sverdrup-svæðinu, en þar eru einhverjar verðmætustu olíulindir sem fundist hafa í lögsögu Noregs. 7. október 2019 20:27 Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Norðmenn hafa formlega tekið í notkun eitt verðmætasta olíuvinnslusvæði í sögu Noregs. Erna Solberg forsætisráðherra opnaði svæðið í forföllum Haraldar Noregskonungs. 9. janúar 2020 22:15 Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Olíuborun Norðmanna stangast ekki á við stjórnarskrá Norska ríkið braut ekki gegn stjórnarskrá landsins þegar heimilað var að ráðast í olíuborun á norðurslóðum. Hæstiréttur Noregs kvað í morgun upp sinn dóm í málinu sem umhverfisverndarsinnar hafa kallað „dómsmál aldarinnar“. 22. desember 2020 11:41
Nýjustu olíulindir taldar tryggja auðlegð Noregs næstu áratugi Norðmenn hófu um helgina að dæla olíu upp af Johan Sverdrup-svæðinu, en þar eru einhverjar verðmætustu olíulindir sem fundist hafa í lögsögu Noregs. 7. október 2019 20:27
Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Norðmenn hafa formlega tekið í notkun eitt verðmætasta olíuvinnslusvæði í sögu Noregs. Erna Solberg forsætisráðherra opnaði svæðið í forföllum Haraldar Noregskonungs. 9. janúar 2020 22:15