Enn eitt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum: Hefur stökkbreyst meira Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. desember 2020 15:41 Heilbrigðisráðherrann sagði málið áhyggjuefni þar sem nýja afbrigðið virtist dreifa sér hraðar og hafa stökkbreyst meira en önnur afbrigði SARS-CoV-2. epa/Will Oliver Tvö tilfelli nýs afbrigðis SARS-CoV-2 frá Suður-Afríku hafa greinst í Bretlandi. Heilbrigðisráðherra landsins hefur biðlað til þeirra sem hafa ferðast frá Suður-Afríku til Bretlands á síðustu tveimur vikum um að einangra sig. Matt Hancock sagðist á blaðamannafundi í dag hafa verulegar áhyggjur af þróun mála þar sem afbrigðið virtist meira smitandi og að það hefði stökkbreyst meira en önnur afbrigði. Lokað hefur verið fyrir komur frá Suður-Afríku og unnið er að smitrakningu og einangrun þeirra sem hafa átt í samskiptum við einstaklingana sem hafa greinst í Bretlandi. Hancock sagði um að ræða tímabundnar ráðstafanir þar til frekari rannsóknarniðustöður lægju fyrir. Um er að ræða annað nýja afbrigðið sem greinist á Bretlandseyjum á síðustu vikum en stjórnvöld hafa þegar gripið til hertra sóttvarnaaðgerða vegna afbrigðis sem uppgötvaðist á dögunum. Það hefur verið kallað B117. Það er sömuleiðis sagt vera meira smitandi en sérfræðingar segja ekkert benda til þess að það sé hættulegra eða ónæmt fyrir bóluefnum. Sama stökkbreytingin á B117 og suðurafríska afbrigðinu? Það hefur löngum verið vitað að allar veirur stökkbreytast og afbrigðið sem hefur haldið heimsbyggðinni í heljargreipum síðasta árið hefur verið að stökkbreytast einu sinni til tvisvar sinnum á mánuði, samkvæmt NPR. B117 virðist hins vegar búa yfir sautján stökkbreytingum og átta þeirra eru á svokölluðum bindiprótínum en það eru þau sem bindast frumum mannslíkamans. NPR segir eina stökkbreytinguna sérstaklega varhugaverða þar sem hún virðist binda veiruna „fastar“ við frumur líkamans. Þessi sama stökkbreyting hefur fundist í afbrigði sem breiðir nú hratt úr sér í Suður-Afríku, segir NPR, en ekki er ljóst hvort umrætt afbrigði er það sama og nú hefur greinst í Bretlandi. Fyrir þá sem vilja kynna sér málið frekar kallast stökkbreytingin N510Y. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Nýtt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. 15. desember 2020 06:59 Nýja afbrigðið mögulega 70% meira smitandi Nýtt afbrigði Covid-19 sem hefur náð töluverðri dreifingu í Lundúnum og suðausturhluta Bretlands er talið vera allt að 70% meira smitandi en önnur afbrigði. Enn sem komið bendir ekkert til þess að það valdi alvarlegri sjúkdóm eða sé banvænna. 19. desember 2020 19:15 Ekkert bendi til að nýja breska veiran sé ónæm fyrir bóluefninu Heilbrigðisráðherra Bretlands greindi frá því í dag að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi fundist í landinu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir ekkert benda til þess að nýja breska veiran sleppi fram hjá bóluefninu sem hefur verið þróað. 15. desember 2020 17:44 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Matt Hancock sagðist á blaðamannafundi í dag hafa verulegar áhyggjur af þróun mála þar sem afbrigðið virtist meira smitandi og að það hefði stökkbreyst meira en önnur afbrigði. Lokað hefur verið fyrir komur frá Suður-Afríku og unnið er að smitrakningu og einangrun þeirra sem hafa átt í samskiptum við einstaklingana sem hafa greinst í Bretlandi. Hancock sagði um að ræða tímabundnar ráðstafanir þar til frekari rannsóknarniðustöður lægju fyrir. Um er að ræða annað nýja afbrigðið sem greinist á Bretlandseyjum á síðustu vikum en stjórnvöld hafa þegar gripið til hertra sóttvarnaaðgerða vegna afbrigðis sem uppgötvaðist á dögunum. Það hefur verið kallað B117. Það er sömuleiðis sagt vera meira smitandi en sérfræðingar segja ekkert benda til þess að það sé hættulegra eða ónæmt fyrir bóluefnum. Sama stökkbreytingin á B117 og suðurafríska afbrigðinu? Það hefur löngum verið vitað að allar veirur stökkbreytast og afbrigðið sem hefur haldið heimsbyggðinni í heljargreipum síðasta árið hefur verið að stökkbreytast einu sinni til tvisvar sinnum á mánuði, samkvæmt NPR. B117 virðist hins vegar búa yfir sautján stökkbreytingum og átta þeirra eru á svokölluðum bindiprótínum en það eru þau sem bindast frumum mannslíkamans. NPR segir eina stökkbreytinguna sérstaklega varhugaverða þar sem hún virðist binda veiruna „fastar“ við frumur líkamans. Þessi sama stökkbreyting hefur fundist í afbrigði sem breiðir nú hratt úr sér í Suður-Afríku, segir NPR, en ekki er ljóst hvort umrætt afbrigði er það sama og nú hefur greinst í Bretlandi. Fyrir þá sem vilja kynna sér málið frekar kallast stökkbreytingin N510Y.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Nýtt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. 15. desember 2020 06:59 Nýja afbrigðið mögulega 70% meira smitandi Nýtt afbrigði Covid-19 sem hefur náð töluverðri dreifingu í Lundúnum og suðausturhluta Bretlands er talið vera allt að 70% meira smitandi en önnur afbrigði. Enn sem komið bendir ekkert til þess að það valdi alvarlegri sjúkdóm eða sé banvænna. 19. desember 2020 19:15 Ekkert bendi til að nýja breska veiran sé ónæm fyrir bóluefninu Heilbrigðisráðherra Bretlands greindi frá því í dag að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi fundist í landinu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir ekkert benda til þess að nýja breska veiran sleppi fram hjá bóluefninu sem hefur verið þróað. 15. desember 2020 17:44 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Nýtt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. 15. desember 2020 06:59
Nýja afbrigðið mögulega 70% meira smitandi Nýtt afbrigði Covid-19 sem hefur náð töluverðri dreifingu í Lundúnum og suðausturhluta Bretlands er talið vera allt að 70% meira smitandi en önnur afbrigði. Enn sem komið bendir ekkert til þess að það valdi alvarlegri sjúkdóm eða sé banvænna. 19. desember 2020 19:15
Ekkert bendi til að nýja breska veiran sé ónæm fyrir bóluefninu Heilbrigðisráðherra Bretlands greindi frá því í dag að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi fundist í landinu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir ekkert benda til þess að nýja breska veiran sleppi fram hjá bóluefninu sem hefur verið þróað. 15. desember 2020 17:44