Hannes kallar Guðmund Andra og aðra gagnrýnendur Bjarna farísea Jakob Bjarnar skrifar 29. desember 2020 15:38 Hannes Hólmsteinn hellir sér yfir lögregluna, Guðmund Andra og aðra þá sem vilja benda fingri á Bjarna Benediktsson. Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor bregst ókvæða við þeirri gagnrýni sem dynur nú á Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins. Hannes birtir sérstakan pistil á Facebooksíðu sinni, endurbirting andsvara hans við orðum Guðmundar Andra Thorssonar þingmanns Samfylkingar. Óhætt er að segja að gagnrýnin hafi dunið á Bjarna á samfélagsmiðlum eftir að spurðist að hann tengdist broti á sóttvarnarreglum og þá ekki síst eftir Kastljósviðtal við Bjarna í gærkvöldi. Hannes er orðinn þreyttur á að verja fjármálaráðherra í þessu samhengi en lætur sig þó hafa það. „Það er alveg á mörkunum, að ég nenni að þvarga lengur um þetta ekki-mál, en ég skrifaði þó inn á vegg Guðmundar Andra Thorssonar: „Ég er svo sem enginn áhugamaður um þetta mál, en get samt ekki orða bundist, því að mér blöskrar hræsnin og vandlætingin hjá þér og öðrum faríseum og fræðimönnum landsins.“ Hannes rekur þá málið eins og það kemur honum fyrir sjónir: „Maðurinn fer með konunni sinni á sölusýningu, sem hefur fullt leyfi til að hafa opið eins og aðrar verslanir. Þetta var ekki samkvæmi, og eigendur segjast ekki hafa brotið reglur um mannfjölda. Síðan fyllist allt skyndilega, og kona á staðnum hringir í lögregluna og nefnir sérstaklega, að fjármálaráðherra sé á staðnum. Hann fer og hefði auðvitað átt að fara fyrr.“ Það er alveg á mörkunum, að ég nenni að þvarga lengur um þetta ekki-mál, en ég skrifaði þó inn á vegg Guðmundar Andra...Posted by Hannes Hólmsteinn Gissurarson on Þriðjudagur, 29. desember 2020 Þá hellir Hannes sér yfir lögregluna og segir hana hafa brotið allt sem sæmilegt má heita með því að nefna þetta til sögunnar í dagbókarfærslu. „Einhver í lögreglunni skrifar síðan tilkynningu til fjölmiðla og brýtur starfsreglur lögreglu um að veita ekki persónugreinanlegar upplýsingar, og þar er talað í hæðnistón um háttvirtan ráðherra (en þú veist jafnvel og ég, að ráðherrar eru titlaðir hæstvirtir og þingmenn háttvirtir). Þetta ber öll einkenni þess, að það átti að góma ráðherrann. Hann sýndi gáleysi, en braut tæplega af sér.“ Við munum hvernig fjárglæframenn útrásaráranna þrættu ævinlega fyrir allt sem þeir urðu uppvísir að sannaðu það! var...Posted by Guðmundur Andri Thorsson on Þriðjudagur, 29. desember 2020 Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Eigendur Ásmundarsalar segjast hafa misst yfirsýn Aðstandendur Ásmundarsalar, þar sem samkvæmi sem lögregla leysti upp í gærkvöldi og Bjarni Benediktsson var á meðal gesta, biðjast afsökunar á að hafa misst yfirsýn yfir fjölda gesta viðburðarins. 24. desember 2020 12:24 Bjarni biðst afsökunar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu á Facebook, eftir að greint var frá því að lögregla hefði leyst upp fjölmennt samkvæmi sem hann og eiginkona hans voru viðstödd. 24. desember 2020 10:49 Bjarni Ben í Ásmundarsal þar sem lögregla leysti upp samkvæmi Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra, var staddur í gleðskap í Ásmundarsal sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leysti upp á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þetta herma heimildir fréttastofu. 24. desember 2020 09:50 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Hannes birtir sérstakan pistil á Facebooksíðu sinni, endurbirting andsvara hans við orðum Guðmundar Andra Thorssonar þingmanns Samfylkingar. Óhætt er að segja að gagnrýnin hafi dunið á Bjarna á samfélagsmiðlum eftir að spurðist að hann tengdist broti á sóttvarnarreglum og þá ekki síst eftir Kastljósviðtal við Bjarna í gærkvöldi. Hannes er orðinn þreyttur á að verja fjármálaráðherra í þessu samhengi en lætur sig þó hafa það. „Það er alveg á mörkunum, að ég nenni að þvarga lengur um þetta ekki-mál, en ég skrifaði þó inn á vegg Guðmundar Andra Thorssonar: „Ég er svo sem enginn áhugamaður um þetta mál, en get samt ekki orða bundist, því að mér blöskrar hræsnin og vandlætingin hjá þér og öðrum faríseum og fræðimönnum landsins.“ Hannes rekur þá málið eins og það kemur honum fyrir sjónir: „Maðurinn fer með konunni sinni á sölusýningu, sem hefur fullt leyfi til að hafa opið eins og aðrar verslanir. Þetta var ekki samkvæmi, og eigendur segjast ekki hafa brotið reglur um mannfjölda. Síðan fyllist allt skyndilega, og kona á staðnum hringir í lögregluna og nefnir sérstaklega, að fjármálaráðherra sé á staðnum. Hann fer og hefði auðvitað átt að fara fyrr.“ Það er alveg á mörkunum, að ég nenni að þvarga lengur um þetta ekki-mál, en ég skrifaði þó inn á vegg Guðmundar Andra...Posted by Hannes Hólmsteinn Gissurarson on Þriðjudagur, 29. desember 2020 Þá hellir Hannes sér yfir lögregluna og segir hana hafa brotið allt sem sæmilegt má heita með því að nefna þetta til sögunnar í dagbókarfærslu. „Einhver í lögreglunni skrifar síðan tilkynningu til fjölmiðla og brýtur starfsreglur lögreglu um að veita ekki persónugreinanlegar upplýsingar, og þar er talað í hæðnistón um háttvirtan ráðherra (en þú veist jafnvel og ég, að ráðherrar eru titlaðir hæstvirtir og þingmenn háttvirtir). Þetta ber öll einkenni þess, að það átti að góma ráðherrann. Hann sýndi gáleysi, en braut tæplega af sér.“ Við munum hvernig fjárglæframenn útrásaráranna þrættu ævinlega fyrir allt sem þeir urðu uppvísir að sannaðu það! var...Posted by Guðmundur Andri Thorsson on Þriðjudagur, 29. desember 2020
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Eigendur Ásmundarsalar segjast hafa misst yfirsýn Aðstandendur Ásmundarsalar, þar sem samkvæmi sem lögregla leysti upp í gærkvöldi og Bjarni Benediktsson var á meðal gesta, biðjast afsökunar á að hafa misst yfirsýn yfir fjölda gesta viðburðarins. 24. desember 2020 12:24 Bjarni biðst afsökunar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu á Facebook, eftir að greint var frá því að lögregla hefði leyst upp fjölmennt samkvæmi sem hann og eiginkona hans voru viðstödd. 24. desember 2020 10:49 Bjarni Ben í Ásmundarsal þar sem lögregla leysti upp samkvæmi Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra, var staddur í gleðskap í Ásmundarsal sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leysti upp á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þetta herma heimildir fréttastofu. 24. desember 2020 09:50 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Eigendur Ásmundarsalar segjast hafa misst yfirsýn Aðstandendur Ásmundarsalar, þar sem samkvæmi sem lögregla leysti upp í gærkvöldi og Bjarni Benediktsson var á meðal gesta, biðjast afsökunar á að hafa misst yfirsýn yfir fjölda gesta viðburðarins. 24. desember 2020 12:24
Bjarni biðst afsökunar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu á Facebook, eftir að greint var frá því að lögregla hefði leyst upp fjölmennt samkvæmi sem hann og eiginkona hans voru viðstödd. 24. desember 2020 10:49
Bjarni Ben í Ásmundarsal þar sem lögregla leysti upp samkvæmi Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra, var staddur í gleðskap í Ásmundarsal sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leysti upp á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þetta herma heimildir fréttastofu. 24. desember 2020 09:50