Breska þingið samþykkir viðskiptasamning við ESB Samúel Karl Ólason og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 30. desember 2020 15:02 Samkomulag um viðskiptasamning Breta og ESB náðist á aðfangadag eftir tíu mánaða viðræður. AP/Frank Augstein Breska þingið samþykkti nú rétt í þessu viðskiptasamning breskra stjórnvalda og Evrópusambandsins. 521 þingmaður greiddi atkvæði með samningnum en 73 gegn honum. Samningurinn mun taka gildi strax um áramótin en Bretar yfirgefa þá innri markað sambandsins og tollabandalagið. Í dag mun framkvæmdastjórn og leiðtogaráð ESB skrifa undir samninginn. Samkomulag um viðskiptasamning Breta og ESB náðist á aðfangadag eftir tíu mánaða viðræður. Samningurinn er um 1.200 blaðsíður að lengd. Þingmenn voru kallaðir úr fríi til að gera samninginn að lögum einungis einum degi áður en Bretland hættir að fylgja reglum ESB. Næst fer samningurinn fyrir lávarðadeildina og þar á eftir til drottningarinnar. BBC hefur eftir Boris Johnson, forsætisráðherra, að með þessum samningi fá Bretar að eiga köku sína og borða hana einnig, eins og það er orðað. Hann heldur því fram að samkomulagið feli í raun í sér frjálsa verslun milli Bretlands og ESB en viðurkennir að breytingar muni eiga sér stað hjá breskum fyrirtækjum. Þó samningurinn hafi farið í gegnum þingið með miklum meirihluta eru ekki allir sáttir við hann. Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði þingmönnum sínum að greiða atkvæði með samningnum en sagði að það væri eingöngu vegna þess að enginn samningur væri verri niðurstað. Sky News hefur eftir Starmer að samningurinn innihéldi marga galla og vankanta. Bretland Evrópusambandið Brexit Tengdar fréttir Copy/Paste í Brexit-díl: Nýr samningur, úreltur texti Grunur leikur á að kaflar í nýjum samningi Bretlands og Evrópusambandsins hafi verið teknir í heilu lagi úr gömlum lögum eða samningum, þar sem í þeim má finna tilvísanir í úrelta tækni á borð við Netscape Communicator og 1024-bita RSA dulkóðun. 30. desember 2020 07:01 Aðildarríki ESB leggja blessun sína yfir Brexitsamninginn Aðildarríki Evrópusambandsins hafa samþykkt Brexitsamning breskra stjórnvalda og ESB. Samningurinn á þá að geta tekið gildi um áramót þegar Bretar yfirgefa bæði innri markað sambandsins og tollabandalagið. 28. desember 2020 12:28 Brexit-samningur í höfn Samkomulag um útgöngusamning Breta úr Evrópusambandinu er í höfn eftir að samninganefndir Evrópusambandsins og Breta náðu samkomulagi í dag. 24. desember 2020 15:07 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Sjá meira
Samningurinn mun taka gildi strax um áramótin en Bretar yfirgefa þá innri markað sambandsins og tollabandalagið. Í dag mun framkvæmdastjórn og leiðtogaráð ESB skrifa undir samninginn. Samkomulag um viðskiptasamning Breta og ESB náðist á aðfangadag eftir tíu mánaða viðræður. Samningurinn er um 1.200 blaðsíður að lengd. Þingmenn voru kallaðir úr fríi til að gera samninginn að lögum einungis einum degi áður en Bretland hættir að fylgja reglum ESB. Næst fer samningurinn fyrir lávarðadeildina og þar á eftir til drottningarinnar. BBC hefur eftir Boris Johnson, forsætisráðherra, að með þessum samningi fá Bretar að eiga köku sína og borða hana einnig, eins og það er orðað. Hann heldur því fram að samkomulagið feli í raun í sér frjálsa verslun milli Bretlands og ESB en viðurkennir að breytingar muni eiga sér stað hjá breskum fyrirtækjum. Þó samningurinn hafi farið í gegnum þingið með miklum meirihluta eru ekki allir sáttir við hann. Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði þingmönnum sínum að greiða atkvæði með samningnum en sagði að það væri eingöngu vegna þess að enginn samningur væri verri niðurstað. Sky News hefur eftir Starmer að samningurinn innihéldi marga galla og vankanta.
Bretland Evrópusambandið Brexit Tengdar fréttir Copy/Paste í Brexit-díl: Nýr samningur, úreltur texti Grunur leikur á að kaflar í nýjum samningi Bretlands og Evrópusambandsins hafi verið teknir í heilu lagi úr gömlum lögum eða samningum, þar sem í þeim má finna tilvísanir í úrelta tækni á borð við Netscape Communicator og 1024-bita RSA dulkóðun. 30. desember 2020 07:01 Aðildarríki ESB leggja blessun sína yfir Brexitsamninginn Aðildarríki Evrópusambandsins hafa samþykkt Brexitsamning breskra stjórnvalda og ESB. Samningurinn á þá að geta tekið gildi um áramót þegar Bretar yfirgefa bæði innri markað sambandsins og tollabandalagið. 28. desember 2020 12:28 Brexit-samningur í höfn Samkomulag um útgöngusamning Breta úr Evrópusambandinu er í höfn eftir að samninganefndir Evrópusambandsins og Breta náðu samkomulagi í dag. 24. desember 2020 15:07 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Sjá meira
Copy/Paste í Brexit-díl: Nýr samningur, úreltur texti Grunur leikur á að kaflar í nýjum samningi Bretlands og Evrópusambandsins hafi verið teknir í heilu lagi úr gömlum lögum eða samningum, þar sem í þeim má finna tilvísanir í úrelta tækni á borð við Netscape Communicator og 1024-bita RSA dulkóðun. 30. desember 2020 07:01
Aðildarríki ESB leggja blessun sína yfir Brexitsamninginn Aðildarríki Evrópusambandsins hafa samþykkt Brexitsamning breskra stjórnvalda og ESB. Samningurinn á þá að geta tekið gildi um áramót þegar Bretar yfirgefa bæði innri markað sambandsins og tollabandalagið. 28. desember 2020 12:28
Brexit-samningur í höfn Samkomulag um útgöngusamning Breta úr Evrópusambandinu er í höfn eftir að samninganefndir Evrópusambandsins og Breta náðu samkomulagi í dag. 24. desember 2020 15:07