Efstu mennirnir á óskalista Klopp hjá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2020 18:00 Jürgen Klopp er með þrjá leikmenn sem hann vill fá á Anfield í næsta glugga. vísir/getty Liverpool liðið er sagt hafa mikinn áhuga á að krækja í þrjá unga framtíðarmenn úr þýsku deildinni ef marka má fréttir í enskum fjölmiðlun. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vill styrkja liðið í sumar og hann horfir til ungra leikmanna með von um að þeir gætu bæst í hóp þeirra fjölda leikmanna sem hafa vaxið og dafnað undir stjórn þýska stjórans á Anfield. Liverpool hefur aðeins tapað fimm stigum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og er með 25 stiga forystu á toppnum en gæti engu að síður misst af titlinum ef tímabilið verður þurrkað út vegna kórónuveirunnar. Klopp og íþróttastjórinn Michael Edwards ætla að nýta tímann til að reyna að ganga frá innkaupum Liverpool í sumar þegar glugginn opnar aftur. Þeir horfa til þýsku bundesligunnar. The three top targets idenitifed by Jurgen Klopp and Michael Edwards at Liverpool https://t.co/c7749kmVKd— TEAMtalk (@TEAMtalk) March 17, 2020 Það kemur eflaust ekki mörgum á óvart að Timo Werner sé efstur á óskalistanum en svo herma heimildir The Athletic. Timo Werner hefur raðað inn mörkum fyrir RB Leipzig og hefur auk þess verið orðaður lengi við Liverpool liðið. Liverpool gæti keypt upp samning Timo Werner fyrir minna en 60 milljónir evra og það sem hefur aukið líkurnar á að hann endi hjá Liverpool er að Chelsea er sagt hafa snúið sér annað. Vængmaðurinn Leon Bailey hjá Bayer Leverkusen er sagður vera næstur á lista en Liverpool vill frekar kaupa hann en að eyða miklu miklu meiri pening í Jadon Sancho. Sancho hefur reyndar verið orðaður við Liverpool eins og öll önnur stórlið á Englandi. Chelsea og Manchester United gætu bæði haft áhuga á Bailey ef þau missa af Jadon Sancho. Þriðji leikmaðurinn er síðan miðjumaðurinn Denis Zakaria hjá Borussia Monchengladbach sem hefur spilað mjög vel á þessu tímabili. Zakaria er Svisslendingur en Manchester United hefur mkinn áhuga því Ole Gunnar Solskjær sér hann sem eftirmann Nemanja Matic. Liverpool gæti þurft að borga 40 milljónir punda fyrir hann. Jürgen Klopp vill fá Denis Zakaria til að auka breiddina á miðjunni við hlið þeirra Fabinho og Jordan Henderson. Allt í allt gætu þessir þrír leikmenn kostað Liverpool um 140 milljónir punda sem er svo sem ekki risaupphæð fyrir þrjá framtíðarmenn. Klopp hefur trú á þeim og sér þá inn í leikkerfi sínu sem hingað til hefur boðið gott fyrir þá leikmenn sem hafa komið til hans í Liverpool. Enski boltinn Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira
Liverpool liðið er sagt hafa mikinn áhuga á að krækja í þrjá unga framtíðarmenn úr þýsku deildinni ef marka má fréttir í enskum fjölmiðlun. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vill styrkja liðið í sumar og hann horfir til ungra leikmanna með von um að þeir gætu bæst í hóp þeirra fjölda leikmanna sem hafa vaxið og dafnað undir stjórn þýska stjórans á Anfield. Liverpool hefur aðeins tapað fimm stigum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og er með 25 stiga forystu á toppnum en gæti engu að síður misst af titlinum ef tímabilið verður þurrkað út vegna kórónuveirunnar. Klopp og íþróttastjórinn Michael Edwards ætla að nýta tímann til að reyna að ganga frá innkaupum Liverpool í sumar þegar glugginn opnar aftur. Þeir horfa til þýsku bundesligunnar. The three top targets idenitifed by Jurgen Klopp and Michael Edwards at Liverpool https://t.co/c7749kmVKd— TEAMtalk (@TEAMtalk) March 17, 2020 Það kemur eflaust ekki mörgum á óvart að Timo Werner sé efstur á óskalistanum en svo herma heimildir The Athletic. Timo Werner hefur raðað inn mörkum fyrir RB Leipzig og hefur auk þess verið orðaður lengi við Liverpool liðið. Liverpool gæti keypt upp samning Timo Werner fyrir minna en 60 milljónir evra og það sem hefur aukið líkurnar á að hann endi hjá Liverpool er að Chelsea er sagt hafa snúið sér annað. Vængmaðurinn Leon Bailey hjá Bayer Leverkusen er sagður vera næstur á lista en Liverpool vill frekar kaupa hann en að eyða miklu miklu meiri pening í Jadon Sancho. Sancho hefur reyndar verið orðaður við Liverpool eins og öll önnur stórlið á Englandi. Chelsea og Manchester United gætu bæði haft áhuga á Bailey ef þau missa af Jadon Sancho. Þriðji leikmaðurinn er síðan miðjumaðurinn Denis Zakaria hjá Borussia Monchengladbach sem hefur spilað mjög vel á þessu tímabili. Zakaria er Svisslendingur en Manchester United hefur mkinn áhuga því Ole Gunnar Solskjær sér hann sem eftirmann Nemanja Matic. Liverpool gæti þurft að borga 40 milljónir punda fyrir hann. Jürgen Klopp vill fá Denis Zakaria til að auka breiddina á miðjunni við hlið þeirra Fabinho og Jordan Henderson. Allt í allt gætu þessir þrír leikmenn kostað Liverpool um 140 milljónir punda sem er svo sem ekki risaupphæð fyrir þrjá framtíðarmenn. Klopp hefur trú á þeim og sér þá inn í leikkerfi sínu sem hingað til hefur boðið gott fyrir þá leikmenn sem hafa komið til hans í Liverpool.
Enski boltinn Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira