Víðir lærði af landsliðsfólkinu og nýtir sér það í dag Sindri Sverrisson skrifar 18. apríl 2020 13:00 Víðir Reynisson í léttri glímu við Þorgrím Þráinsson á landsliðsæfingu í Rússlandi þar sem HM fór fram 2018. VÍSIR/VILHELM Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segist hafa lært mikið af því að fylgja íslensku landsliðunum í fótbolta í ferðalögum sem öryggisstjóri KSÍ. Víðir hefur farið á stórmót síðustu ára, EM karla og kvenna og HM karla í Rússlandi, og notið þess að umgangast fótboltahetjur landsins. Öryggisstjórinn lét líka til sín taka þegar stilla þurfti til friðar í vináttulandsleik Frakklands og Íslands, þar sem Paul Pogba og fleiri urðu mjög æstir eftir að Rúnar Már Sigurjónsson tæklaði Kylian Mbappé. Just another day at the office... pic.twitter.com/A61IltApr9— Víðir Reynisson (@VidirReynisson) October 11, 2018 „Þetta er náttúrulega búið að vera ævintýri og ótrúleg forréttindi að taka þátt í þessu. Að kynnast öllu þessu fólki okkar sem er í kringum íþróttirnar, bæði karla- og kvennamegin í fótboltanum. Þetta hefur kennt manni ótrúlega margt. Maður hefur lært mjög mikið bæði af leikmönnum og þjálfurum. Ég hef nefnt þessi dæmi eins og Frey og Heimi, Lars og Erik, þessa þjálfara sem maður hefur mest unnið með, og svo leikmenn eins og Aron Einar og Söru. Það eru svo margir leiðtogar þarna,“ segir Víðir í Sportinu í dag, og bendir á að leiðtogarnir séu ekki endilega þeir leikmenn sem almenningur haldi að séu mestu leiðtogarnir: Víðir Reynisson var öryggisstjóri KSÍ en hér sýnir hann lipra takta á landsliðsæfingu í Rússlandi.VÍSIR/VILHELM Ólafur Ingi leysti málin með húmor sínum og nærveru „Það eru oft ákveðnir leikmenn í „frontinum“ en svo er ekki síður gaman að kynnast þessum leikmönnum sem eru ekki endilega alltaf í viðtölunum en eru samt ótrúlegir leiðtogar og vigta svakalega mikið inn í hópinn þó að þeir séu ekki áberandi. Þeir eru ómissandi púsl í þessu púsluspili sem þjálfararnir eru með. Þetta eru ekki endilega leikmenn sem eru að spila mikið. Ólafur Ingi Skúlason til dæmis. Hann var í kringum landsliðið í gríðarlega mörg ár en er ekki með neitt brjálæðislega mikinn fjölda landsleikja, en alveg ótrúlega mikilvægur hlekkur í hópnum. Hann var gaurinn sem að leysti mál og braut upp með húmor sínum og nærveru. Ég gæti nefnt fullt af svona dæmum,“ segir Víðir, sem vakið hefur verðskuldaða athygli sem einn af þríeykinu á daglegum blaðamannafundum vegna kórónuveirunnar. „Þetta kenndi mér, sem ég nota mjög mikið í mínu starfi, hvað hver einstaklingur í teyminu skiptir miklu máli. Sá sem að mætir á blaðamannafundi er ekki endilega sá mikilvægasti. Það er fullt af fólki sem ég er að vinna með sem er að vinna alveg ótrúlega flotta vinnu sem sést eiginlega aldrei, af því að hún er hluti af einhverju uppspili í þessu verkefni.“ Afar ólíklegt er að Víðir snúi aftur í fullt starf hjá KSÍ, að sögn Klöru Bjartmarz framkvæmdastjóra KSÍ. Hún sagði við Fótbolta.net í gær að vonandi yrði Víðir þó í einhverju hlutverki hjá sambandinu áfram. Klippa: Sportið í dag - Landsliðsfólkið hefur kennt Víði Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. KSÍ HM 2018 í Rússlandi Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Tengdar fréttir Víðir: Fótboltinn gæti farið á fulla ferð í júní „Keppni í fótbolta fullorðinna sýnist mér að geti byrjað í júní,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sem var gestur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. 17. apríl 2020 18:00 Mögulegt að fleiri en hundrað manns geti mætt á fyrstu leiki sumarsins Víðir Reynisson var gestur Sportsins í dag þar sem hann ræddi m.a. um áhorfendafjölda á fyrstu leikjum Íslandsmótsins. 17. apríl 2020 15:46 Mestu áhyggjur þríeykisins að þurfa að byrja upp á nýtt Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að helstu áhyggjur hans, Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis og Ölmu D. Möller landlæknis, sé það sem við tekur þegar byrjað verður á afléttingu samfélagslegra takmarkana 4. maí næstkomandi. 17. apríl 2020 15:09 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Morecambe | Reynist D-deildarliðið hindrun? Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segist hafa lært mikið af því að fylgja íslensku landsliðunum í fótbolta í ferðalögum sem öryggisstjóri KSÍ. Víðir hefur farið á stórmót síðustu ára, EM karla og kvenna og HM karla í Rússlandi, og notið þess að umgangast fótboltahetjur landsins. Öryggisstjórinn lét líka til sín taka þegar stilla þurfti til friðar í vináttulandsleik Frakklands og Íslands, þar sem Paul Pogba og fleiri urðu mjög æstir eftir að Rúnar Már Sigurjónsson tæklaði Kylian Mbappé. Just another day at the office... pic.twitter.com/A61IltApr9— Víðir Reynisson (@VidirReynisson) October 11, 2018 „Þetta er náttúrulega búið að vera ævintýri og ótrúleg forréttindi að taka þátt í þessu. Að kynnast öllu þessu fólki okkar sem er í kringum íþróttirnar, bæði karla- og kvennamegin í fótboltanum. Þetta hefur kennt manni ótrúlega margt. Maður hefur lært mjög mikið bæði af leikmönnum og þjálfurum. Ég hef nefnt þessi dæmi eins og Frey og Heimi, Lars og Erik, þessa þjálfara sem maður hefur mest unnið með, og svo leikmenn eins og Aron Einar og Söru. Það eru svo margir leiðtogar þarna,“ segir Víðir í Sportinu í dag, og bendir á að leiðtogarnir séu ekki endilega þeir leikmenn sem almenningur haldi að séu mestu leiðtogarnir: Víðir Reynisson var öryggisstjóri KSÍ en hér sýnir hann lipra takta á landsliðsæfingu í Rússlandi.VÍSIR/VILHELM Ólafur Ingi leysti málin með húmor sínum og nærveru „Það eru oft ákveðnir leikmenn í „frontinum“ en svo er ekki síður gaman að kynnast þessum leikmönnum sem eru ekki endilega alltaf í viðtölunum en eru samt ótrúlegir leiðtogar og vigta svakalega mikið inn í hópinn þó að þeir séu ekki áberandi. Þeir eru ómissandi púsl í þessu púsluspili sem þjálfararnir eru með. Þetta eru ekki endilega leikmenn sem eru að spila mikið. Ólafur Ingi Skúlason til dæmis. Hann var í kringum landsliðið í gríðarlega mörg ár en er ekki með neitt brjálæðislega mikinn fjölda landsleikja, en alveg ótrúlega mikilvægur hlekkur í hópnum. Hann var gaurinn sem að leysti mál og braut upp með húmor sínum og nærveru. Ég gæti nefnt fullt af svona dæmum,“ segir Víðir, sem vakið hefur verðskuldaða athygli sem einn af þríeykinu á daglegum blaðamannafundum vegna kórónuveirunnar. „Þetta kenndi mér, sem ég nota mjög mikið í mínu starfi, hvað hver einstaklingur í teyminu skiptir miklu máli. Sá sem að mætir á blaðamannafundi er ekki endilega sá mikilvægasti. Það er fullt af fólki sem ég er að vinna með sem er að vinna alveg ótrúlega flotta vinnu sem sést eiginlega aldrei, af því að hún er hluti af einhverju uppspili í þessu verkefni.“ Afar ólíklegt er að Víðir snúi aftur í fullt starf hjá KSÍ, að sögn Klöru Bjartmarz framkvæmdastjóra KSÍ. Hún sagði við Fótbolta.net í gær að vonandi yrði Víðir þó í einhverju hlutverki hjá sambandinu áfram. Klippa: Sportið í dag - Landsliðsfólkið hefur kennt Víði Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
KSÍ HM 2018 í Rússlandi Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Tengdar fréttir Víðir: Fótboltinn gæti farið á fulla ferð í júní „Keppni í fótbolta fullorðinna sýnist mér að geti byrjað í júní,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sem var gestur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. 17. apríl 2020 18:00 Mögulegt að fleiri en hundrað manns geti mætt á fyrstu leiki sumarsins Víðir Reynisson var gestur Sportsins í dag þar sem hann ræddi m.a. um áhorfendafjölda á fyrstu leikjum Íslandsmótsins. 17. apríl 2020 15:46 Mestu áhyggjur þríeykisins að þurfa að byrja upp á nýtt Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að helstu áhyggjur hans, Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis og Ölmu D. Möller landlæknis, sé það sem við tekur þegar byrjað verður á afléttingu samfélagslegra takmarkana 4. maí næstkomandi. 17. apríl 2020 15:09 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Morecambe | Reynist D-deildarliðið hindrun? Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Sjá meira
Víðir: Fótboltinn gæti farið á fulla ferð í júní „Keppni í fótbolta fullorðinna sýnist mér að geti byrjað í júní,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sem var gestur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. 17. apríl 2020 18:00
Mögulegt að fleiri en hundrað manns geti mætt á fyrstu leiki sumarsins Víðir Reynisson var gestur Sportsins í dag þar sem hann ræddi m.a. um áhorfendafjölda á fyrstu leikjum Íslandsmótsins. 17. apríl 2020 15:46
Mestu áhyggjur þríeykisins að þurfa að byrja upp á nýtt Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að helstu áhyggjur hans, Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis og Ölmu D. Möller landlæknis, sé það sem við tekur þegar byrjað verður á afléttingu samfélagslegra takmarkana 4. maí næstkomandi. 17. apríl 2020 15:09