Trump-liðar reyna að endurskrifa söguna Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2020 15:00 Donald Trmp á blaðamannafundi á mánudagskvöldið. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans á Fox og víðar vinna nú hörðum höndum að því að endurskrifa söguna og halda því fram að þeir hafi ávallt tekið Covid-19 heimsfaraldrinum alvarlega. Jafnvel þó það sé alls ekki satt og að fjölmörg myndbönd staðfesti það. „Þetta er heimsfaraldur. Ég var viss um að þetta yrði heimsfaraldur löngu áður en hann var kallaður það.“ sagði Trump til að mynda við blaðamenn í fyrrakvöld. „Það eina sem þú þurftir að gera var að horfa á önnur ríki. Nei, ég hef ávallt litið þetta alvarlegum augum.“ Hefur hann vísað í þá ákvörðun sína frá 22. janúar að meina fólki frá Kína að koma til Bandaríkjanna því til stuðnings. Meðal annars í tísti í dag þar sem hann sagði sömuleiðis að fréttir fjölmiðla um að hann hafi ekki tekið faraldurinn alvarlega áður, séu „smánarlegar“ og „rangar“. I always treated the Chinese Virus very seriously, and have done a very good job from the beginning, including my very early decision to close the borders from China - against the wishes of almost all. Many lives were saved. The Fake News new narrative is disgraceful & false!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 18, 2020 Það að Trump hafi ávallt tekið faraldurinn alvarlega er þó þvert á það sem forsetinn sagði ítrekað frá því í janúar og langt fram á þennan mánuð. Meðal annars hefur Trump haldið því fram að faraldurinn sé einhverskonar brella Demókrata sem þeir ætla að nota til að koma honum frá völdum. Eftir á, sagðist hann þó ekki hafa sagt veiruna vera brellu eða gabb, hann hafi verið að tala um gagnrýni Demókrata vegna viðbragða ríkisstjórnar Trump við faraldrinum. Fregnir hafa borist af því að Trump og starfsmenn ríkisstjórnar hans í Hvíta húsinu hafi gert grín að Alex M. Azar II, heilbrigðisráðherra hans, og sagt hann vera í óráði og hræddan. Fréttamaðurinn Don Lemon tók saman myndbönd af forsetanum og öðrum ummælum hans undanfarnar vikur, sem sýna að hann tók faraldrinum ekki alvarlega. Að hluta til hefur viðhorf forsetans breyst vegna aukinna áhyggja af því að krísan gæti ógnað endurkjöri Trump. Sjá einnig: Nýr tónn í Trump Blaðamenn The Recount hafa einnig tekið saman ummæli Trump undanfarnar vikur, þar sem hann hefur gert lítið úr faraldrinum. As Trump pivots to coronavirus crisis mode, let s not forget the months of downplaying and denial. pic.twitter.com/gH1xZAHXm5— The Recount (@therecount) March 17, 2020 Bandamenn forsetans á Fox News eru sömuleiðis að reyna að endurskrifa söguna. Eftir að hafa gert lítið úr faraldrinum í margar vikur eru þáttastjórnendur Fox and Friends, til að mynda, nú að gagnrýna alla, og þá sérstaklega ungt fólk, sem reynir að gera lítið úr faraldrinum. Blaðamenn Washington Post hafa gert myndband sem sýnir vel hvernig umfjöllun Fox hefur breyst á nokkrum dögum. How Fox News has shifted its coronavirus rhetorichttps://t.co/iWGZqoprvY pic.twitter.com/L9nITMkV6F— The Fix (@thefix) March 17, 2020 Fox hefur sömuleiðis veitt öðrum stuðningsmönnum forsetans skjól. Þeirra á meðal er þingmaðurinn Devin Nunes. Nú síðast á sunnudaginn var hann í viðtali á Fox og sagði að heilbrigt fólk ætti að skella sér út á lífið. Fara út að borða og á bari því það væri svo auðvelt vegna þess hve fáir væru á kreiki. Allir gætu því komist inn. Nunes sagði að hann vildi ekki að ástandið kæmi niður á starfsmönnum veitingastaða og bara. Í gær var Nunes svo aftur mættur á Fox þar sem hann sagðist hafa verið að tala um bílalúgur ekkert annað og sakaði hann fjölmiðla um að hræða fólk að óþörfu. Devin Nunes clarifies his comments from this weekend and says he meant you could go for takeout/drive-thru despite saying you could take your family and get in easy. pic.twitter.com/GizfR1BvT0— Acyn Torabi (@Acyn) March 17, 2020 Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans á Fox og víðar vinna nú hörðum höndum að því að endurskrifa söguna og halda því fram að þeir hafi ávallt tekið Covid-19 heimsfaraldrinum alvarlega. Jafnvel þó það sé alls ekki satt og að fjölmörg myndbönd staðfesti það. „Þetta er heimsfaraldur. Ég var viss um að þetta yrði heimsfaraldur löngu áður en hann var kallaður það.“ sagði Trump til að mynda við blaðamenn í fyrrakvöld. „Það eina sem þú þurftir að gera var að horfa á önnur ríki. Nei, ég hef ávallt litið þetta alvarlegum augum.“ Hefur hann vísað í þá ákvörðun sína frá 22. janúar að meina fólki frá Kína að koma til Bandaríkjanna því til stuðnings. Meðal annars í tísti í dag þar sem hann sagði sömuleiðis að fréttir fjölmiðla um að hann hafi ekki tekið faraldurinn alvarlega áður, séu „smánarlegar“ og „rangar“. I always treated the Chinese Virus very seriously, and have done a very good job from the beginning, including my very early decision to close the borders from China - against the wishes of almost all. Many lives were saved. The Fake News new narrative is disgraceful & false!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 18, 2020 Það að Trump hafi ávallt tekið faraldurinn alvarlega er þó þvert á það sem forsetinn sagði ítrekað frá því í janúar og langt fram á þennan mánuð. Meðal annars hefur Trump haldið því fram að faraldurinn sé einhverskonar brella Demókrata sem þeir ætla að nota til að koma honum frá völdum. Eftir á, sagðist hann þó ekki hafa sagt veiruna vera brellu eða gabb, hann hafi verið að tala um gagnrýni Demókrata vegna viðbragða ríkisstjórnar Trump við faraldrinum. Fregnir hafa borist af því að Trump og starfsmenn ríkisstjórnar hans í Hvíta húsinu hafi gert grín að Alex M. Azar II, heilbrigðisráðherra hans, og sagt hann vera í óráði og hræddan. Fréttamaðurinn Don Lemon tók saman myndbönd af forsetanum og öðrum ummælum hans undanfarnar vikur, sem sýna að hann tók faraldrinum ekki alvarlega. Að hluta til hefur viðhorf forsetans breyst vegna aukinna áhyggja af því að krísan gæti ógnað endurkjöri Trump. Sjá einnig: Nýr tónn í Trump Blaðamenn The Recount hafa einnig tekið saman ummæli Trump undanfarnar vikur, þar sem hann hefur gert lítið úr faraldrinum. As Trump pivots to coronavirus crisis mode, let s not forget the months of downplaying and denial. pic.twitter.com/gH1xZAHXm5— The Recount (@therecount) March 17, 2020 Bandamenn forsetans á Fox News eru sömuleiðis að reyna að endurskrifa söguna. Eftir að hafa gert lítið úr faraldrinum í margar vikur eru þáttastjórnendur Fox and Friends, til að mynda, nú að gagnrýna alla, og þá sérstaklega ungt fólk, sem reynir að gera lítið úr faraldrinum. Blaðamenn Washington Post hafa gert myndband sem sýnir vel hvernig umfjöllun Fox hefur breyst á nokkrum dögum. How Fox News has shifted its coronavirus rhetorichttps://t.co/iWGZqoprvY pic.twitter.com/L9nITMkV6F— The Fix (@thefix) March 17, 2020 Fox hefur sömuleiðis veitt öðrum stuðningsmönnum forsetans skjól. Þeirra á meðal er þingmaðurinn Devin Nunes. Nú síðast á sunnudaginn var hann í viðtali á Fox og sagði að heilbrigt fólk ætti að skella sér út á lífið. Fara út að borða og á bari því það væri svo auðvelt vegna þess hve fáir væru á kreiki. Allir gætu því komist inn. Nunes sagði að hann vildi ekki að ástandið kæmi niður á starfsmönnum veitingastaða og bara. Í gær var Nunes svo aftur mættur á Fox þar sem hann sagðist hafa verið að tala um bílalúgur ekkert annað og sakaði hann fjölmiðla um að hræða fólk að óþörfu. Devin Nunes clarifies his comments from this weekend and says he meant you could go for takeout/drive-thru despite saying you could take your family and get in easy. pic.twitter.com/GizfR1BvT0— Acyn Torabi (@Acyn) March 17, 2020
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira