Tveir þingmenn smitaðir og aðrir í sóttkví Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2020 08:37 Á annan tug þingmanna í Bandaríkjunum hafa farið sjálfviljugir í sóttkví en minnst tveir starfsmenn þingsins hafa einnig greinst með veiruna. AP/Mario Diaz-Balart Tveir bandarískir þingmenn opinberuðu í gær að þeir væru með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. Mario Diaz-Balart, Repúblikani frá Flórída, og Ben McAdams, Demókrati frá Utah, tilkynntu smitin í gærkvöldi, innan við sólarhring eftir að þeir voru í fjölmennum þingsal að greiða atkvæði um aðstoðarpakka vegna faraldursins. Aðrir þingmenn sem hafa verið í samskiptum við þá tvo eru nú á leið í sóttkví. Þeirra á meðal eru Steve Scalise, sem er þriðji í röðinni sem leiðtogi Repúblikanaflokksins, og Drew Ferguson og Ann Wagner. Scalise segist hafa verið á löngum fundi með Diaz-Balart í síðustu viku og Washington Post segir hina tvo líklegast hafa verið á sama fundi. Á annan tug þingmanna í Bandaríkjunum hafa farið sjálfviljugir í sóttkví en minnst tveir starfsmenn þingsins hafa einnig greinst með veiruna. Donald Trump, forseti, skrifaði í gær undir lög sem samþykkt voru af þingmönnum beggja flokka. Þeim er ætlað að verja hundrað milljörðum dala til að bæta skimun eftir veirunni og í senn tryggja milljónum Bandaríkjamanna launað frí vegna faraldursins. Ríkisstjórn Trump vill einnig þúsund milljarða neyðarpakka sem á meðal ananrs að verja í að senda peninga til bandarískra fjölskyldna og viðhalda efnahagi ríkisins. Miðað við tillögu Fjármálaráðuneytis Bandaríkjanna á að senda fyrstu ávísanirnar þann 6. apríl og svo aðrar um miðjan maí. Upphæðin myndi velta á stærð viðkomandi fjölskyldum og tekjum. Fulltrúadeild þingsins, þar sem Demókratar eru í meirihluta þyrftu þó að samþykkja aðgerðirnar svo þær eiga líklegast eftir að taka einhverjum breytingum. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Tveir bandarískir þingmenn opinberuðu í gær að þeir væru með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. Mario Diaz-Balart, Repúblikani frá Flórída, og Ben McAdams, Demókrati frá Utah, tilkynntu smitin í gærkvöldi, innan við sólarhring eftir að þeir voru í fjölmennum þingsal að greiða atkvæði um aðstoðarpakka vegna faraldursins. Aðrir þingmenn sem hafa verið í samskiptum við þá tvo eru nú á leið í sóttkví. Þeirra á meðal eru Steve Scalise, sem er þriðji í röðinni sem leiðtogi Repúblikanaflokksins, og Drew Ferguson og Ann Wagner. Scalise segist hafa verið á löngum fundi með Diaz-Balart í síðustu viku og Washington Post segir hina tvo líklegast hafa verið á sama fundi. Á annan tug þingmanna í Bandaríkjunum hafa farið sjálfviljugir í sóttkví en minnst tveir starfsmenn þingsins hafa einnig greinst með veiruna. Donald Trump, forseti, skrifaði í gær undir lög sem samþykkt voru af þingmönnum beggja flokka. Þeim er ætlað að verja hundrað milljörðum dala til að bæta skimun eftir veirunni og í senn tryggja milljónum Bandaríkjamanna launað frí vegna faraldursins. Ríkisstjórn Trump vill einnig þúsund milljarða neyðarpakka sem á meðal ananrs að verja í að senda peninga til bandarískra fjölskyldna og viðhalda efnahagi ríkisins. Miðað við tillögu Fjármálaráðuneytis Bandaríkjanna á að senda fyrstu ávísanirnar þann 6. apríl og svo aðrar um miðjan maí. Upphæðin myndi velta á stærð viðkomandi fjölskyldum og tekjum. Fulltrúadeild þingsins, þar sem Demókratar eru í meirihluta þyrftu þó að samþykkja aðgerðirnar svo þær eiga líklegast eftir að taka einhverjum breytingum.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira