Beðið eftir útreikningum á kostnaði við atvinnufrumvarp Heimir Már Pétursson skrifar 19. mars 2020 12:39 Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar. Vísir/Baldur Velferðarnefnd bíður eftir útreikningum frá stjórnvöldum varðandi frumvarp um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastörf vegna samdráttar í atvinnulífinu í tengslum við útbreiðslu Covid-19 veirunnar. Eins og frumvarpið lítur út núna gæti fólk sem verður fyrir lækkun starfshlutfalls vegna minnkandi umsvifa fyrirtækja á næstu þremur mánuðum fengið atvinnuleysisbætur til að vega upp á móti. Frumvarpið var lagt fram á föstudag í síðustu viku og Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra mælti fyrir því á þriðjudag. Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar segir nefndarfólk hafa byrjað að rýna frumvarpið strax á föstudag. „Og höfum svo verið að taka á móti gestum frá því eldsnemma á mánudagsmorgun.“ Þið funduðuð aðeins í gær og nú er hlé, eftir hverju er beðið núna? „Við erum aðallega að bíða eftir frekari útreikningum frá ráðuneytinu. Mögulegum breytingum eða tillögum að breytingum frá ríkisstjórninni,“ segir formaður velferðarnefndar. Nefndin sjálf hafi hugmyndir að breytingum en vilji bíða eftir breytingartillögum frá stjórnvöldum. Eins og frumvarpið var lagt fram getur fólk sem verður að minnsta kosti fyrir tuttugu prósenta skerðingu launa og fer allt niður í 50 prósenta starfshlutfall fengið það jafnað út upp að 80 prósentum launa sinna í þrjá mánuði, þó aldrei meira en 650 þúsund krónur samanlagt í laun og bætur á mánuði. Samkvæmt heimildum fréttastofu er verið að endurskoða öll þessi hlutföll og kostnaðarmeta en kostnaðurinn gæti verið mjög umtalsverður. Þingfundi sem átti að vera í dag var frestað til morguns til að gefa meiri tíma til útreikninga en Helga Vala vonar að hægt verði að afgreiða frumvarpið úr nefnd á morgun. „Já við vonum það en auðvitað skiptir máli að gera svona hluti vel. Þannig að það þurfi ekki að fara að laga það til strax daginn eftir að það er orðið að lögum. Og ég held að þótt það kosti einhverja klukkutíma sé til mikils að vinna. Að gera þetta almennilega,“ segir Helga Vala. Þá hangi þetta mál eðlilega saman með öðrum aðgerðum upp á tugi milljarða sem stjórnvöld hafi boðað. „Auðvitað, allt fjármagn er að koma úr þessum sama sjóði, úr þessum sama potti. Þess vegna er líka verið að skoða alla útreikninga í ljósi þess,“ segir Helga Vala Helgadóttir. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Atvinna Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Heildarfjöldi staðfestra tilfella af kórónuveirunni orðinn 330 Heildarfjöldi staðfestra tilfella kórónuveirunnar hér á landi er nú 330. 19. mars 2020 11:01 Allt gert til að halda starfsemi sjúkrahúsanna gangandi Heilbrigðisstarfsmenn grípa til ýmissa aðgerða til að tryggja að þau smitist ekki sjálf af nýju kórónuveirunni, því slíkt gæti auki álagið á heilbrigðiskerfinu til muna. 19. mars 2020 09:49 Frumvarp um bætur í hlutastarfi mun taka breytingum Þingfundi sem átti að vera á morgun hefur verið frestað til föstudags til að meiri tími gefist til að fara yfir kostnað við breytingar á frumvarpi um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastarf vegna áhrifa kórónuveirunnar á stöðu fyrirtækja og heimila. 18. mars 2020 18:07 Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Sjá meira
Velferðarnefnd bíður eftir útreikningum frá stjórnvöldum varðandi frumvarp um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastörf vegna samdráttar í atvinnulífinu í tengslum við útbreiðslu Covid-19 veirunnar. Eins og frumvarpið lítur út núna gæti fólk sem verður fyrir lækkun starfshlutfalls vegna minnkandi umsvifa fyrirtækja á næstu þremur mánuðum fengið atvinnuleysisbætur til að vega upp á móti. Frumvarpið var lagt fram á föstudag í síðustu viku og Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra mælti fyrir því á þriðjudag. Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar segir nefndarfólk hafa byrjað að rýna frumvarpið strax á föstudag. „Og höfum svo verið að taka á móti gestum frá því eldsnemma á mánudagsmorgun.“ Þið funduðuð aðeins í gær og nú er hlé, eftir hverju er beðið núna? „Við erum aðallega að bíða eftir frekari útreikningum frá ráðuneytinu. Mögulegum breytingum eða tillögum að breytingum frá ríkisstjórninni,“ segir formaður velferðarnefndar. Nefndin sjálf hafi hugmyndir að breytingum en vilji bíða eftir breytingartillögum frá stjórnvöldum. Eins og frumvarpið var lagt fram getur fólk sem verður að minnsta kosti fyrir tuttugu prósenta skerðingu launa og fer allt niður í 50 prósenta starfshlutfall fengið það jafnað út upp að 80 prósentum launa sinna í þrjá mánuði, þó aldrei meira en 650 þúsund krónur samanlagt í laun og bætur á mánuði. Samkvæmt heimildum fréttastofu er verið að endurskoða öll þessi hlutföll og kostnaðarmeta en kostnaðurinn gæti verið mjög umtalsverður. Þingfundi sem átti að vera í dag var frestað til morguns til að gefa meiri tíma til útreikninga en Helga Vala vonar að hægt verði að afgreiða frumvarpið úr nefnd á morgun. „Já við vonum það en auðvitað skiptir máli að gera svona hluti vel. Þannig að það þurfi ekki að fara að laga það til strax daginn eftir að það er orðið að lögum. Og ég held að þótt það kosti einhverja klukkutíma sé til mikils að vinna. Að gera þetta almennilega,“ segir Helga Vala. Þá hangi þetta mál eðlilega saman með öðrum aðgerðum upp á tugi milljarða sem stjórnvöld hafi boðað. „Auðvitað, allt fjármagn er að koma úr þessum sama sjóði, úr þessum sama potti. Þess vegna er líka verið að skoða alla útreikninga í ljósi þess,“ segir Helga Vala Helgadóttir.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Atvinna Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Heildarfjöldi staðfestra tilfella af kórónuveirunni orðinn 330 Heildarfjöldi staðfestra tilfella kórónuveirunnar hér á landi er nú 330. 19. mars 2020 11:01 Allt gert til að halda starfsemi sjúkrahúsanna gangandi Heilbrigðisstarfsmenn grípa til ýmissa aðgerða til að tryggja að þau smitist ekki sjálf af nýju kórónuveirunni, því slíkt gæti auki álagið á heilbrigðiskerfinu til muna. 19. mars 2020 09:49 Frumvarp um bætur í hlutastarfi mun taka breytingum Þingfundi sem átti að vera á morgun hefur verið frestað til föstudags til að meiri tími gefist til að fara yfir kostnað við breytingar á frumvarpi um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastarf vegna áhrifa kórónuveirunnar á stöðu fyrirtækja og heimila. 18. mars 2020 18:07 Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Sjá meira
Heildarfjöldi staðfestra tilfella af kórónuveirunni orðinn 330 Heildarfjöldi staðfestra tilfella kórónuveirunnar hér á landi er nú 330. 19. mars 2020 11:01
Allt gert til að halda starfsemi sjúkrahúsanna gangandi Heilbrigðisstarfsmenn grípa til ýmissa aðgerða til að tryggja að þau smitist ekki sjálf af nýju kórónuveirunni, því slíkt gæti auki álagið á heilbrigðiskerfinu til muna. 19. mars 2020 09:49
Frumvarp um bætur í hlutastarfi mun taka breytingum Þingfundi sem átti að vera á morgun hefur verið frestað til föstudags til að meiri tími gefist til að fara yfir kostnað við breytingar á frumvarpi um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastarf vegna áhrifa kórónuveirunnar á stöðu fyrirtækja og heimila. 18. mars 2020 18:07
Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05