Enginn var með allar tölurnar réttar í Lottó útdrætti vikunnar og er potturinn því fimmfaldur í næstu viku.
Tveir hlutu hins vegar bónusvinning og fá í sinn hlut rúmlega 303 þúsund krónur. Var annar miðanna keyptur á lotto.is og hinn í lottó-appinu.
Sjö miðahafar voru með fjórar réttar tölur í röð í Jókernum og fá 100 þúsund krónur hver. Voru miðarnir keyptir á eftirtöldum stöðum; Fjarðarkaup í Hafnarfirði, Bitanum á Iðavöllum í Keflavík, Happahúsinu í Kringlunni, á Lottó-appinu, á lotto.is og tveir miðanna voru í áskrift.