Ný smit ekki verið færri frá því faraldurinn toppaði í Suður-Kóreu Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2020 10:46 Íbúasamtök í Seúl hafa tekið að sér að sótthreinsa ýmsa staði eins og almenningsgarða í nágrenni þeirra til að hjálpa til við að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. AP/Lee Jin-man Tilkynnt var um 63 ný kórónuveirusmit síðasta sólarhringinn í Suður-Kóreu í dag og hafa tilfellin ekki verið færri frá því að faraldurinn náði hámarki sínu þar fyrir um fjórum vikum. Þarlend heilbrigðisyfirvöld vara þó við því að ærið verk sé enn fyrir höndum í glímunni gegn honum. Utan Kína hefur Suður-Kórea orðið verst úti í kórónuveirufaraldrinum af Asíulöndum. Tæplega níu þúsund manns hafa nú smitast og 111 látið lífi af völdum COVID-19-sjúkdómsins þar. Fækkun nýrra smita vekur vonir um að faraldurinn gæti nú verið í rénun. Jafnvel er talað um að hægt verði að opna skóla aftur eftir tvær vikur. Yfirvöld vara þó við því að fagnað sé of snemma. Faraldurinn hefur þegar gengið í gegnum tvær bylgjur í landinu og óttast er að innflutt smit geti valdið þriðji bylgju nýrra smita, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Til að bregðast við því hertu stjórnvöld reglur um komur fólks til landsins á fimmtudag. Bæði innfæddir og útlendingar þurfa að fara í gegnun skimun við komuna til landsins, að sögn AP-fréttastofunnar. Ætla stjórnvöld að setja upp tuttugu skimunarklefa á Incheon-alþjóðaflugvellinum svo að hægt sé að prófa alla þá sem koma með flugi frá Evrópu hraðar. Beðið er niðurstaðna úr sýnatökum úr 152 einstaklinga sem komu til landsins með einkenni veirunnar. Gæti verið kominn tími til að koma upp hjarðónæmi Aðgerðir innanlands voru hertar um helgina til að tryggja að smitum fjölgi ekki aftur. Þá báðu stjórnvöld fólk um að halda sig frá stöðum þar sem margir koma saman eins og kirkjum, kareókístöðum, næturklúbbum og líkamsræktarstöðvum. Tilmæli voru einnig send trúarleiðtogum um að mæla hita allra sem koma á samkomur og að halda þeim aðskildum. Seinni bylgja faraldursins í Suður-Kóreu var rakin til trúarhóps. Fjöldi kirkna gæti verið sóttur til saka fyrir að brjóta gegn tilmælum stjórnvalda sem var ætlað að hefta útbreiðslu faraldursins. Suður-Kórea hefur hlotið lof fyrir viðbrögð sín við faraldrinum. Þar eru tekin sýni úr um 20.000 manns á dag sem er hærra hlutfall íbúa en í nokkru öðru ríki. Net rannsóknastofa, bæði á vegum þess opinber og einkafyrirtækja, halda saman úti stöðvum þar sem fólk getur komið í bílalúgu til skimunar fyrir veirunni. Oh Myoung-don, yfirmaður heilbrigðisnefndar Suður-Kóreu, óttast að smitum gæti fjölgað á ný þegar skólar verða opnaðir eða þegar vetrar. Mögulega sé komið að því að leyfa hluta þjóðarinnar að veikjast til að byggja upp hjarðónæmi. Í því sé fólgin hætta en nú sé tíminn til að ræða það og vara almenning við. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Kórea Tengdar fréttir Mikill munur á Suður-Kóreu og Ítalíu: Fleiri náðu sér en smituðust í Suður-Kóreu Sá áfangi náðist í Suður-Kóreu í dag að í fyrsta sinn tilkynntu yfirvöld landsins að fleiri hafi náð sér af Covid-19 en smituðust á einum degi. 13. mars 2020 11:34 Fjöldi smitaðra í Suður-Kóreu tekur stökk Staðfest tilfelli kórónuveirunnar í Suður-Kóreu eru hátt í þrjú þúsund. 29. febrúar 2020 06:38 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Tilkynnt var um 63 ný kórónuveirusmit síðasta sólarhringinn í Suður-Kóreu í dag og hafa tilfellin ekki verið færri frá því að faraldurinn náði hámarki sínu þar fyrir um fjórum vikum. Þarlend heilbrigðisyfirvöld vara þó við því að ærið verk sé enn fyrir höndum í glímunni gegn honum. Utan Kína hefur Suður-Kórea orðið verst úti í kórónuveirufaraldrinum af Asíulöndum. Tæplega níu þúsund manns hafa nú smitast og 111 látið lífi af völdum COVID-19-sjúkdómsins þar. Fækkun nýrra smita vekur vonir um að faraldurinn gæti nú verið í rénun. Jafnvel er talað um að hægt verði að opna skóla aftur eftir tvær vikur. Yfirvöld vara þó við því að fagnað sé of snemma. Faraldurinn hefur þegar gengið í gegnum tvær bylgjur í landinu og óttast er að innflutt smit geti valdið þriðji bylgju nýrra smita, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Til að bregðast við því hertu stjórnvöld reglur um komur fólks til landsins á fimmtudag. Bæði innfæddir og útlendingar þurfa að fara í gegnun skimun við komuna til landsins, að sögn AP-fréttastofunnar. Ætla stjórnvöld að setja upp tuttugu skimunarklefa á Incheon-alþjóðaflugvellinum svo að hægt sé að prófa alla þá sem koma með flugi frá Evrópu hraðar. Beðið er niðurstaðna úr sýnatökum úr 152 einstaklinga sem komu til landsins með einkenni veirunnar. Gæti verið kominn tími til að koma upp hjarðónæmi Aðgerðir innanlands voru hertar um helgina til að tryggja að smitum fjölgi ekki aftur. Þá báðu stjórnvöld fólk um að halda sig frá stöðum þar sem margir koma saman eins og kirkjum, kareókístöðum, næturklúbbum og líkamsræktarstöðvum. Tilmæli voru einnig send trúarleiðtogum um að mæla hita allra sem koma á samkomur og að halda þeim aðskildum. Seinni bylgja faraldursins í Suður-Kóreu var rakin til trúarhóps. Fjöldi kirkna gæti verið sóttur til saka fyrir að brjóta gegn tilmælum stjórnvalda sem var ætlað að hefta útbreiðslu faraldursins. Suður-Kórea hefur hlotið lof fyrir viðbrögð sín við faraldrinum. Þar eru tekin sýni úr um 20.000 manns á dag sem er hærra hlutfall íbúa en í nokkru öðru ríki. Net rannsóknastofa, bæði á vegum þess opinber og einkafyrirtækja, halda saman úti stöðvum þar sem fólk getur komið í bílalúgu til skimunar fyrir veirunni. Oh Myoung-don, yfirmaður heilbrigðisnefndar Suður-Kóreu, óttast að smitum gæti fjölgað á ný þegar skólar verða opnaðir eða þegar vetrar. Mögulega sé komið að því að leyfa hluta þjóðarinnar að veikjast til að byggja upp hjarðónæmi. Í því sé fólgin hætta en nú sé tíminn til að ræða það og vara almenning við.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Kórea Tengdar fréttir Mikill munur á Suður-Kóreu og Ítalíu: Fleiri náðu sér en smituðust í Suður-Kóreu Sá áfangi náðist í Suður-Kóreu í dag að í fyrsta sinn tilkynntu yfirvöld landsins að fleiri hafi náð sér af Covid-19 en smituðust á einum degi. 13. mars 2020 11:34 Fjöldi smitaðra í Suður-Kóreu tekur stökk Staðfest tilfelli kórónuveirunnar í Suður-Kóreu eru hátt í þrjú þúsund. 29. febrúar 2020 06:38 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Mikill munur á Suður-Kóreu og Ítalíu: Fleiri náðu sér en smituðust í Suður-Kóreu Sá áfangi náðist í Suður-Kóreu í dag að í fyrsta sinn tilkynntu yfirvöld landsins að fleiri hafi náð sér af Covid-19 en smituðust á einum degi. 13. mars 2020 11:34
Fjöldi smitaðra í Suður-Kóreu tekur stökk Staðfest tilfelli kórónuveirunnar í Suður-Kóreu eru hátt í þrjú þúsund. 29. febrúar 2020 06:38