Engin rétt leið að upplifa aðstæður Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 24. mars 2020 08:30 Öryggi er tilfinning sem við leitumst við að finna frá fæðingu. Við prufum okkur áfram í nýjum aðstæðum með því að horfa í augu foreldra okkar og athuga hver svipbrigði þeirra eru. Í framhaldi af því ákveðum við hvort að aðstæður séu öruggar eða óöruggar. Það upplifa ef til vill margir í samfélaginu ákveðið óöryggi í dag. Umhverfið sendir okkur ný skilaboð og þegar að lífið breytist fljótt á stuttum tíma þá er ekki laust við að sumir upplifi óöryggi. Minning um að hafa ekki fundið bílinn í bílakjallara fyrir nokkrum árum með ungri dóttur minni leitar á hugann við þessi skrif. Þegar barnið áttaði sig á því að móðir hennar vissi ekki hvar bíllinn væri þá varð hún óörugg og tjáði áhyggjur af því að bíllinn myndi ekki finnast. Stúlkan stóð frammi fyrir því að móðir hennar sem að hún taldi vita hvar allt væri og hvernig allt væri, vissi ekki um bílinn. Það breytti heimsýn hennar um stund og þá túlkaði hún aðstæður sem óöruggar. Það tók dágóða stund að finna bílinn og er hann fannst þá hvarf áhyggjusvipurinn af barninu eins og dögg fyrir sólu. Þegar að börn alast upp þá halda þau mörg hver að foreldrar sínir séu með hlutina á hreinu og viti allt um lífið. Börn halda að foreldrar upplifi alltaf öryggi eða viti alltaf hvernig þau eiga að bregðast við nýjum aðstæðum. Þegar að mannskepnan er óörugg þá treystir hún því að aðrir viti hvernig hún eigi að haga sér í aðstæðum, þannig hefur hún lifað af í tímans rás. Það er líklegt að einhverjir spyrja sig hvernig eigum við að upplifa og túlka aðstæður eins og þær sem að við stöndum frammi fyrir í dag? Svarið er heldur einfalt, á allskonar hátt. Á tímum sem þessum vitum við oft ekki hvernig við eigum að bregðast við og því horfum til annarra sem að við treystum til að segja okkur hvernig við eigum að túlka aðstæður. Við gætum horft til maka, ættingja, vina, yfirmanna, vinnufélaga, fjölmiðla, stjórnvalda eða heilbrigðisstarfsfólks til að gera okkur grein fyrir því hvernig tilfinningar okkar eiga að vera í þessu samhengi. Margar spurningar vakna sem erfitt er að fá svör við. Eitt er þó víst að engar tvær manneskjur upplifa aðstæður eins. Það hvernig við túlkum heiminn byggist á fyrri reynslu og persónueinkennum. Hver og einn þarf að gera sér grein fyrir því að við erum að ganga í gegnum mismunandi hluti og við vitum ekki hvernig öðrum líður nema einfaldlega að spyrja. Við vitum ekki hversu mikil áhrif þessir dagar og vikur eru að hafa á aðra. Mögulega eru einhverjir að upplifa áhyggjur líkt og stúlkan í bílakjallaranum. Áhyggjur sem að snúa að líkamlegri heilsu, andlegri heilsu, ástvinum, vinnuöryggi, lánum, námi, íþróttaiðkun, fyrirtækjarekstri og fleira. Þær áhyggjur eru skiljanlegar því að morgundagurinn er ófyrirsjáanlegri en áður. Ef til vill upplifa sumir mikla streitu vegna breyttra aðstæðna á heimili, í vinnu, í námi og félagslega. Aðrir upplifa mögulega reiði eða úrræðaleysi yfir því að vera ekki sammála þeim aðgerðum sem gerðar hafa verið sem gætu haft mikil áhrif á framtíðina. Aðrir hafa engar áhyggjur af aðstæðum og treysta því að allt fari á besta veg. Allar þessar túlkanir á eru eðlilegar og skiljanlegar þó að þær séu ekki endilega í samræmi við eigin túlkun eða upplifun. Það sem að við getum gert sem samfélag er að reyna okkar besta að sýna samkennd og umhyggju gagnvart náunganum. Berum virðingu hvort fyrir öðru og berum virðingu fyrir því að upplifa aðstæður mismunandi. Sýnum aðgát, það er engin rétt eða röng leið til þess að bregðast við. Brosum til þeirra sem að við mætum, virðum misjafnar skoðanir og fögnum því hvað við erum dásamlega ólík, hvert og eitt okkar er með sína einstöku sögu. Ef að við værum öll eins væri þessi heimur ekki eins áhugaverður og raun ber vitni. Sumir verðar áhyggjufullir og hræddir þegar að móðirin finnur ekki bílinn í bílakjallaranum, aðrir hafa ekki áhyggjur af því og hugsa að það leynast þá ný ævintýri í að koma sér aftur heim án bílsins. Höfundur er klínískur sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eva Sjöfn Helgadóttir Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Öryggi er tilfinning sem við leitumst við að finna frá fæðingu. Við prufum okkur áfram í nýjum aðstæðum með því að horfa í augu foreldra okkar og athuga hver svipbrigði þeirra eru. Í framhaldi af því ákveðum við hvort að aðstæður séu öruggar eða óöruggar. Það upplifa ef til vill margir í samfélaginu ákveðið óöryggi í dag. Umhverfið sendir okkur ný skilaboð og þegar að lífið breytist fljótt á stuttum tíma þá er ekki laust við að sumir upplifi óöryggi. Minning um að hafa ekki fundið bílinn í bílakjallara fyrir nokkrum árum með ungri dóttur minni leitar á hugann við þessi skrif. Þegar barnið áttaði sig á því að móðir hennar vissi ekki hvar bíllinn væri þá varð hún óörugg og tjáði áhyggjur af því að bíllinn myndi ekki finnast. Stúlkan stóð frammi fyrir því að móðir hennar sem að hún taldi vita hvar allt væri og hvernig allt væri, vissi ekki um bílinn. Það breytti heimsýn hennar um stund og þá túlkaði hún aðstæður sem óöruggar. Það tók dágóða stund að finna bílinn og er hann fannst þá hvarf áhyggjusvipurinn af barninu eins og dögg fyrir sólu. Þegar að börn alast upp þá halda þau mörg hver að foreldrar sínir séu með hlutina á hreinu og viti allt um lífið. Börn halda að foreldrar upplifi alltaf öryggi eða viti alltaf hvernig þau eiga að bregðast við nýjum aðstæðum. Þegar að mannskepnan er óörugg þá treystir hún því að aðrir viti hvernig hún eigi að haga sér í aðstæðum, þannig hefur hún lifað af í tímans rás. Það er líklegt að einhverjir spyrja sig hvernig eigum við að upplifa og túlka aðstæður eins og þær sem að við stöndum frammi fyrir í dag? Svarið er heldur einfalt, á allskonar hátt. Á tímum sem þessum vitum við oft ekki hvernig við eigum að bregðast við og því horfum til annarra sem að við treystum til að segja okkur hvernig við eigum að túlka aðstæður. Við gætum horft til maka, ættingja, vina, yfirmanna, vinnufélaga, fjölmiðla, stjórnvalda eða heilbrigðisstarfsfólks til að gera okkur grein fyrir því hvernig tilfinningar okkar eiga að vera í þessu samhengi. Margar spurningar vakna sem erfitt er að fá svör við. Eitt er þó víst að engar tvær manneskjur upplifa aðstæður eins. Það hvernig við túlkum heiminn byggist á fyrri reynslu og persónueinkennum. Hver og einn þarf að gera sér grein fyrir því að við erum að ganga í gegnum mismunandi hluti og við vitum ekki hvernig öðrum líður nema einfaldlega að spyrja. Við vitum ekki hversu mikil áhrif þessir dagar og vikur eru að hafa á aðra. Mögulega eru einhverjir að upplifa áhyggjur líkt og stúlkan í bílakjallaranum. Áhyggjur sem að snúa að líkamlegri heilsu, andlegri heilsu, ástvinum, vinnuöryggi, lánum, námi, íþróttaiðkun, fyrirtækjarekstri og fleira. Þær áhyggjur eru skiljanlegar því að morgundagurinn er ófyrirsjáanlegri en áður. Ef til vill upplifa sumir mikla streitu vegna breyttra aðstæðna á heimili, í vinnu, í námi og félagslega. Aðrir upplifa mögulega reiði eða úrræðaleysi yfir því að vera ekki sammála þeim aðgerðum sem gerðar hafa verið sem gætu haft mikil áhrif á framtíðina. Aðrir hafa engar áhyggjur af aðstæðum og treysta því að allt fari á besta veg. Allar þessar túlkanir á eru eðlilegar og skiljanlegar þó að þær séu ekki endilega í samræmi við eigin túlkun eða upplifun. Það sem að við getum gert sem samfélag er að reyna okkar besta að sýna samkennd og umhyggju gagnvart náunganum. Berum virðingu hvort fyrir öðru og berum virðingu fyrir því að upplifa aðstæður mismunandi. Sýnum aðgát, það er engin rétt eða röng leið til þess að bregðast við. Brosum til þeirra sem að við mætum, virðum misjafnar skoðanir og fögnum því hvað við erum dásamlega ólík, hvert og eitt okkar er með sína einstöku sögu. Ef að við værum öll eins væri þessi heimur ekki eins áhugaverður og raun ber vitni. Sumir verðar áhyggjufullir og hræddir þegar að móðirin finnur ekki bílinn í bílakjallaranum, aðrir hafa ekki áhyggjur af því og hugsa að það leynast þá ný ævintýri í að koma sér aftur heim án bílsins. Höfundur er klínískur sálfræðingur.
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun