Telur afar hæpið að þingmenn vilji lækka laun sín og embættismanna vegna kreppunnar Jakob Bjarnar skrifar 24. mars 2020 13:34 Jón Þór Ólafsson telur, af fenginni reynslu, nánast loku fyrir það skotið að þingheimur hafi áhuga á því að deila kjörum með almenningi með lækkun launa sinna. visir/vilhelm Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir það algert lykilatriði í siðuðu samfélagi að stjórnmálamenn deili kjörum með almenningi. En, hann telur að fenginni reynslu það nánast útilokað að þingmenn muni ráðast í það að lækka laun sín, ráðherra og embættismanna þó fyrir liggi að hinn almenni vinnumarkaður er að taka á sig þung högg og miklar kjaraskerðingar vegna efnahagslægðar í kjölfar kórónuveirufaraldurs. Ekki ætti að þurfa að fara um það mörgum orðum en fyrir liggur að gríðarlegur samdráttur blasir við á vinnumarkaði. Bara svo eitt dæmi sér nefnt þá var tilkynnt um 240 uppsagnir hjá Icelandair í vikunni. Þeir starfsmenn sem verða áfram í fullu starfi lækka um 20 prósent í launum. Framkvæmdastjórar lækka um 25 prósent og laun Boga Nils Bogason forstjóri og stjórnar lækka um 30 prósent. Verða að deila kjörum með þjóðinni „Þú verður að deila kjörum með fólki. Ef þú gerir það ekki hlýtur það að vera ávísun á minna traust. Fólk treystir þeim betur sem deilir með því kjörum. Það sem ég myndi vilja benda stjórnvöldum á á þessum tíma. Lykilþáttur að deila kjörum, deila örlögum með fólki,“ segir Jón Þór. Hann rifjar upp baráttu sína sem hófst í kjölfar mikilla launahækkana alþingismanna og þeirra í efstu lögum opinberra starfsmanna sem kjararáð kynnti degi eftir kosningar 2016. Þingfararkaup alþingismanna var hækkað um tæp 45 prósent eða sem nemur 338.254 krónum á mánuði. Samkvæmt síðustu launaskrá var mánaðarlegt þingfararkaup alþingismanna 762.940 krónur en er nú 1.101.194 krónur. Árið 2016 var þetta myndin sem blasti við landsmönnum, launaþróun þingmanna og embættismanna samkvæmt ákvörðun kjararáðs sem ekki var í nokkru samræmi við launaþróun á almennum vinnumarkaði. Jón Þór lagði fram á þingi tillögu þess efnis að þessi ákvörðun yrði dregin til baka enda mátti hverjum manni ljóst vera að stöðugleiki á vinnumarkaði var í húfi. Samningar voru lausir en sjötíu prósent samninga á almennum vinnumarkaði miðuðu við 2013 meðan ákvarðanir um hækkanir þing- og embættismanna miðuðu við árið 2006. Jón sagði þetta ekki ganga upp. „Ekki ef þú vilt vera á sama báti og aðrir.“ Barðist með oddi og egg gegn hinum miklu hækkunum Jón Þór rifjar upp að kjararáð hafi í kjölfarið verið lagt niður og laun þingmanna fryst og kveðið á um að þau myndu fylgja almennri launaþróun. Laun þingmanna munu verða endurskoðuð í sumar, eða 1. júlí að teknu tilliti til þessa. „Þetta þýddi á endanum að þingmenn fengu í sinn vasa svona tvær milljónir króna en menn voru samt tilbúnir að setja allt í uppnám þó menn fengju ekki nema persónulega þá upphæð út úr því. Menn eru tilbúnir að borga dýrt pólitískt verð að halda í launin sín,“ segir Jón Þór. Þingheimur. Jón Þór segir það liggja fyrir að þingmönnum þyki afar vænt um launatékka sinn og megi þá ýmislegt annað víkja.visir/vilhelm Þingmaðurinn barðist hart fyrir því á þingi að hinar umdeildu launahækkanir gengju til baka, lagði fram tillögur þess efnis en allt kom fyrir ekki. Þingmenn flestir settu upp kollhúfur og eða kusu á móti slíkum tillögum. „Ég kærði þetta þá. Fékk VR með í það. Þingflokkur Pírata var tilbúinn að koma með en þau hjá VR vildu ekki gera þetta flokkspólitískt. Ég endaði með að verja sjálfur 1,5 milljón í málið. Og Afþakkaði aukagreiðslur, frysti 40 þúsund kall sem kom út úr þessu aukalega í yfir ár. Ég er kominn yfir þessar tvær milljónir, snerti ekki þessa kjararáðspeninga.“ Fastheldnir á launatékkann sinn Eftir á að hyggja telur Jón Þór að þó þingheimur hafi þarna viljað sýna af sér persónulegan búrahátt og lagt mikið að veði hafi þetta sloppið til. Og óánægjan sem gaus upp hafi verði vatn á myllu nýrrar verkalýðshreyfingar. „Mjög gott, akkúrat það sem við þurftum. Góð lending á endanum.“ En, þú telur þá útilokað að þingheimur muni boðað launaskerðingar hjá sér og efstu lögum hins opinbera til að sýna samstöðu með vinnumarkaði? „Stjórnvöld ráða þessu, meirihlutinn sem ættu að stíga fram með góðu fordæmi. En, miðað við mína reynslu eru menn tilbúnir til að halda fast um launatékkann sinn þó mikið sé í húfi.“ Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Kjaramál Kjararáð Efnahagsmál Tengdar fréttir Efling frestar verkfalli vegna veirunnar Samninganefnd Eflingar gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur frestað verkfallsaðgerðum frá og með morgundeginum, 25. mars 2020. 24. mars 2020 09:17 Bogi lækkar eigin laun um þrjátíu prósent og segir samheldni mikla „Vonandi náum við að halda áfram einhverjum tengingum milli Íslands og Evrópu og Norður-Evrópu,“ segir forstjóri Icelandair. 23. mars 2020 12:01 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir það algert lykilatriði í siðuðu samfélagi að stjórnmálamenn deili kjörum með almenningi. En, hann telur að fenginni reynslu það nánast útilokað að þingmenn muni ráðast í það að lækka laun sín, ráðherra og embættismanna þó fyrir liggi að hinn almenni vinnumarkaður er að taka á sig þung högg og miklar kjaraskerðingar vegna efnahagslægðar í kjölfar kórónuveirufaraldurs. Ekki ætti að þurfa að fara um það mörgum orðum en fyrir liggur að gríðarlegur samdráttur blasir við á vinnumarkaði. Bara svo eitt dæmi sér nefnt þá var tilkynnt um 240 uppsagnir hjá Icelandair í vikunni. Þeir starfsmenn sem verða áfram í fullu starfi lækka um 20 prósent í launum. Framkvæmdastjórar lækka um 25 prósent og laun Boga Nils Bogason forstjóri og stjórnar lækka um 30 prósent. Verða að deila kjörum með þjóðinni „Þú verður að deila kjörum með fólki. Ef þú gerir það ekki hlýtur það að vera ávísun á minna traust. Fólk treystir þeim betur sem deilir með því kjörum. Það sem ég myndi vilja benda stjórnvöldum á á þessum tíma. Lykilþáttur að deila kjörum, deila örlögum með fólki,“ segir Jón Þór. Hann rifjar upp baráttu sína sem hófst í kjölfar mikilla launahækkana alþingismanna og þeirra í efstu lögum opinberra starfsmanna sem kjararáð kynnti degi eftir kosningar 2016. Þingfararkaup alþingismanna var hækkað um tæp 45 prósent eða sem nemur 338.254 krónum á mánuði. Samkvæmt síðustu launaskrá var mánaðarlegt þingfararkaup alþingismanna 762.940 krónur en er nú 1.101.194 krónur. Árið 2016 var þetta myndin sem blasti við landsmönnum, launaþróun þingmanna og embættismanna samkvæmt ákvörðun kjararáðs sem ekki var í nokkru samræmi við launaþróun á almennum vinnumarkaði. Jón Þór lagði fram á þingi tillögu þess efnis að þessi ákvörðun yrði dregin til baka enda mátti hverjum manni ljóst vera að stöðugleiki á vinnumarkaði var í húfi. Samningar voru lausir en sjötíu prósent samninga á almennum vinnumarkaði miðuðu við 2013 meðan ákvarðanir um hækkanir þing- og embættismanna miðuðu við árið 2006. Jón sagði þetta ekki ganga upp. „Ekki ef þú vilt vera á sama báti og aðrir.“ Barðist með oddi og egg gegn hinum miklu hækkunum Jón Þór rifjar upp að kjararáð hafi í kjölfarið verið lagt niður og laun þingmanna fryst og kveðið á um að þau myndu fylgja almennri launaþróun. Laun þingmanna munu verða endurskoðuð í sumar, eða 1. júlí að teknu tilliti til þessa. „Þetta þýddi á endanum að þingmenn fengu í sinn vasa svona tvær milljónir króna en menn voru samt tilbúnir að setja allt í uppnám þó menn fengju ekki nema persónulega þá upphæð út úr því. Menn eru tilbúnir að borga dýrt pólitískt verð að halda í launin sín,“ segir Jón Þór. Þingheimur. Jón Þór segir það liggja fyrir að þingmönnum þyki afar vænt um launatékka sinn og megi þá ýmislegt annað víkja.visir/vilhelm Þingmaðurinn barðist hart fyrir því á þingi að hinar umdeildu launahækkanir gengju til baka, lagði fram tillögur þess efnis en allt kom fyrir ekki. Þingmenn flestir settu upp kollhúfur og eða kusu á móti slíkum tillögum. „Ég kærði þetta þá. Fékk VR með í það. Þingflokkur Pírata var tilbúinn að koma með en þau hjá VR vildu ekki gera þetta flokkspólitískt. Ég endaði með að verja sjálfur 1,5 milljón í málið. Og Afþakkaði aukagreiðslur, frysti 40 þúsund kall sem kom út úr þessu aukalega í yfir ár. Ég er kominn yfir þessar tvær milljónir, snerti ekki þessa kjararáðspeninga.“ Fastheldnir á launatékkann sinn Eftir á að hyggja telur Jón Þór að þó þingheimur hafi þarna viljað sýna af sér persónulegan búrahátt og lagt mikið að veði hafi þetta sloppið til. Og óánægjan sem gaus upp hafi verði vatn á myllu nýrrar verkalýðshreyfingar. „Mjög gott, akkúrat það sem við þurftum. Góð lending á endanum.“ En, þú telur þá útilokað að þingheimur muni boðað launaskerðingar hjá sér og efstu lögum hins opinbera til að sýna samstöðu með vinnumarkaði? „Stjórnvöld ráða þessu, meirihlutinn sem ættu að stíga fram með góðu fordæmi. En, miðað við mína reynslu eru menn tilbúnir til að halda fast um launatékkann sinn þó mikið sé í húfi.“
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Kjaramál Kjararáð Efnahagsmál Tengdar fréttir Efling frestar verkfalli vegna veirunnar Samninganefnd Eflingar gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur frestað verkfallsaðgerðum frá og með morgundeginum, 25. mars 2020. 24. mars 2020 09:17 Bogi lækkar eigin laun um þrjátíu prósent og segir samheldni mikla „Vonandi náum við að halda áfram einhverjum tengingum milli Íslands og Evrópu og Norður-Evrópu,“ segir forstjóri Icelandair. 23. mars 2020 12:01 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Efling frestar verkfalli vegna veirunnar Samninganefnd Eflingar gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur frestað verkfallsaðgerðum frá og með morgundeginum, 25. mars 2020. 24. mars 2020 09:17
Bogi lækkar eigin laun um þrjátíu prósent og segir samheldni mikla „Vonandi náum við að halda áfram einhverjum tengingum milli Íslands og Evrópu og Norður-Evrópu,“ segir forstjóri Icelandair. 23. mars 2020 12:01