Loðnubrestur í veldisvexti Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 19. apríl 2020 12:00 „Loðnan finnst ekki, eins og óttast hefur verið undanfarnar vikur, og íslensk uppsjávarfyrirtæki búa sig undir að mæta verkefnaleysi sem því fylgir með því að draga saman seglin. Loðnubrestur er mikið högg, ekki bara fyrir fyrirtækin í greininni heldur samfélagið allt. Ætli ríkissjóður sé ekki að verða af einhverjum fjórum til fimm milljörðum. Útflutningsverðmæti loðnu í fyrra nam tæpum 18 milljörðum króna og hefur loðnan að jafnaði verið næstverðmætasta útflutningstegund íslensks sjávarútvegs síðustu ár.“ (Frétt á Mbl.is, 19. mars 2019) Fréttir á borð við þessa eru jafn sjálfsagðar fyrir íslenska þjóð eins og hafragrautur og lýsi á morgnana. Ísland átti öldum saman allt undir fiskveiðum og útflutningi á fiskafurðum. Hvert mannsbarn vissi og veit hvað aflabrestur þýðir fyrir afkomu þjóðarinnar. Ný breyta í jöfnunni Í áratugi hefur hagstjórn tekið mið af gengi sjávarútvegs. Ríkisstjórnir hafa haldið velli og fallið eftir því hvernig áraði í sjávarútvegi. Þá hafa sérstök lög hafa verið smíðuð til varnar starfsmönnum og fyrirtækjum í sjávarútvegi. Má þar nefna lög nr. 51/1995, um rétt vinnuveitenda til að sækja greiðslur úr Atvinnuleysistryggingasjóði vegna tímabundinnar vinnslustöðvunar sökum hráefnisskorts. En nú er öldin önnur. Ísland er ferðaþjónustuland. Vöxtur í ferðaþjónustu síðasta áratug hefur fært þjóðinni lífskjör og hagsæld sem ekki hafa þekkst áður hér á landi. Á sama tíma er Ísland nú það land í Evrópu, sem er efnahagslega hvað háðast ferðaþjónustu. Því miður hefur stjórnsýslan og hagstjórnin ekki enn tekið nægjanlegt mið af þessari staðreynd. Þeirri staðreynd að það er ný breyta í jöfnunni – ferðaþjónusta. Högg af annarri stærðargráðu Eins og allir vita, þá hefur ferðaþjónusta á Íslandi og í heiminum öllum, nánast hrunið til grunna á nokkrum vikum. Ferðaþjónusta er ekki „kórónuvæn“ atvinnugrein. Þó óvissan sé mikil, má því miður reikna með að atvinnugreinin nái sér varla á strik, að neinu marki, fyrr en eftir 12-18 mánuði. Höggið er af þeirri stærðargráðu að engin leið er að vera undirbúin til að mæta slíku áfalli. Öll fyrri áföll og örðugleikar í atvinnulífi landsins blikna í samanburðinum. „Aflabresturinn er algjör“ var eitt sinn sagt. Í fyrra námu gjaldeyristekjur í ferðaþjónustu um 470 milljörðum króna. Ef tekjufallið verður algjört er það sambærilegt við tvo loðnubrestiá mánuði í heilt ár. Ríkissjóður gæti orðið fyrir 60 milljarða króna tekjutapi hvað varðar beinar skatttekjur frá ferðaþjónustu auk tugmilljarða sem rekja má til umsvifa í greinum tengdum ferðaþjónustu. Gripið hefur verið til sértækra og róttækra aðgerða til „hjálpar“ af minna tilefni. Dugir ekki að vera duglegur Ferðaþjónusta er að sjálfsögðu ekki eina atvinnugreinin sem verður fyrir höggi. En hún verður fyrir langmesta högginu. Það er ekki hægt að frysta ferðaþjónustu og selja hana síðar, þegar betur árar. Það er ekki hægt að setja hana upp í hillu og bíða eftir að eftirspurn glæðist. Það er ekki hægt að vera duglegur og vinna tímabundið aðeins meira og ná með því inn aukinni veltu vegna tímabundinnar lokunar fyrirtækja. Ferðaþjónustufyrirtæki geta flest ekki aðlagað sína þjónustu og selt hana öðrum en erlendum ferðamönnum. Innanlandsmarkaðurinn er lítill og verður í besta falli dropi í hafið, hvað eftirspurn varðar. Hver dagur felur í sér tapaðar tekjur. Sértækar aðgerðir nauðsynlegar Nú þarf sértækar aðgerðir fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Koma þeim í skjól meðan Covid-19 hrellir heimsbyggðina – binda skipin einfaldlega við bryggju. Það fer enginn á sjó með tilheyrandi kostnaði, þegar öllum er ljóst að ekkert fiskast. Á óvenjulegum tímum eru sértækar aðgerðir bæði skynsamlegar og nauðsynlegar. Þegar þessu dæmalausa ástandi linnir, þá er ferðaþjónustan líklegust til að draga þjóðina „aftur“ upp úr efnahagslegum öldudal. Þær aðgerðir sem þegar hafa verið kynntar af hálfu stjórnvalda eru ekki nóg. Aðgerðir þurfa að vera útsjónarsamar og þær þurfa að hafa „langtímavinkil“. Að óbreyttu munu þær einfaldlega þýða að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja landsins munu drukkna í föstum kostnaði og fara í þrot á næstu mánuðum. Ferðaþjónusta landsins má ekki verða það löskuð, að hún muni ekki verða í stakk búin til að veita þá viðspyrnu sem við munum sárlega þurfa á að halda. Þekking, reynsla og viðskiptasambönd að ógleymdri ástríðu og eldmóði frumkvöðla og fjölskyldna um land allt mun tapast úr greininni, með skelfilegum afleiðingum. Allra hagur Það er vinsæl samlíking þessa dagana að við séum öll á sama báti og það er vissulega rétt. Nú er það hagur allra að setja ferðaþjónustuna í öndunarvél. Ríkisins, sveitarfélaganna, atvinnulífsins og ekki síst launþega og heimila í landinu. Allt er þetta ein heild - sem lítur á endanum sömu lögmálum. Það ætti að vera augljóst. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bjarnheiður Hallsdóttir Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Sjá meira
„Loðnan finnst ekki, eins og óttast hefur verið undanfarnar vikur, og íslensk uppsjávarfyrirtæki búa sig undir að mæta verkefnaleysi sem því fylgir með því að draga saman seglin. Loðnubrestur er mikið högg, ekki bara fyrir fyrirtækin í greininni heldur samfélagið allt. Ætli ríkissjóður sé ekki að verða af einhverjum fjórum til fimm milljörðum. Útflutningsverðmæti loðnu í fyrra nam tæpum 18 milljörðum króna og hefur loðnan að jafnaði verið næstverðmætasta útflutningstegund íslensks sjávarútvegs síðustu ár.“ (Frétt á Mbl.is, 19. mars 2019) Fréttir á borð við þessa eru jafn sjálfsagðar fyrir íslenska þjóð eins og hafragrautur og lýsi á morgnana. Ísland átti öldum saman allt undir fiskveiðum og útflutningi á fiskafurðum. Hvert mannsbarn vissi og veit hvað aflabrestur þýðir fyrir afkomu þjóðarinnar. Ný breyta í jöfnunni Í áratugi hefur hagstjórn tekið mið af gengi sjávarútvegs. Ríkisstjórnir hafa haldið velli og fallið eftir því hvernig áraði í sjávarútvegi. Þá hafa sérstök lög hafa verið smíðuð til varnar starfsmönnum og fyrirtækjum í sjávarútvegi. Má þar nefna lög nr. 51/1995, um rétt vinnuveitenda til að sækja greiðslur úr Atvinnuleysistryggingasjóði vegna tímabundinnar vinnslustöðvunar sökum hráefnisskorts. En nú er öldin önnur. Ísland er ferðaþjónustuland. Vöxtur í ferðaþjónustu síðasta áratug hefur fært þjóðinni lífskjör og hagsæld sem ekki hafa þekkst áður hér á landi. Á sama tíma er Ísland nú það land í Evrópu, sem er efnahagslega hvað háðast ferðaþjónustu. Því miður hefur stjórnsýslan og hagstjórnin ekki enn tekið nægjanlegt mið af þessari staðreynd. Þeirri staðreynd að það er ný breyta í jöfnunni – ferðaþjónusta. Högg af annarri stærðargráðu Eins og allir vita, þá hefur ferðaþjónusta á Íslandi og í heiminum öllum, nánast hrunið til grunna á nokkrum vikum. Ferðaþjónusta er ekki „kórónuvæn“ atvinnugrein. Þó óvissan sé mikil, má því miður reikna með að atvinnugreinin nái sér varla á strik, að neinu marki, fyrr en eftir 12-18 mánuði. Höggið er af þeirri stærðargráðu að engin leið er að vera undirbúin til að mæta slíku áfalli. Öll fyrri áföll og örðugleikar í atvinnulífi landsins blikna í samanburðinum. „Aflabresturinn er algjör“ var eitt sinn sagt. Í fyrra námu gjaldeyristekjur í ferðaþjónustu um 470 milljörðum króna. Ef tekjufallið verður algjört er það sambærilegt við tvo loðnubrestiá mánuði í heilt ár. Ríkissjóður gæti orðið fyrir 60 milljarða króna tekjutapi hvað varðar beinar skatttekjur frá ferðaþjónustu auk tugmilljarða sem rekja má til umsvifa í greinum tengdum ferðaþjónustu. Gripið hefur verið til sértækra og róttækra aðgerða til „hjálpar“ af minna tilefni. Dugir ekki að vera duglegur Ferðaþjónusta er að sjálfsögðu ekki eina atvinnugreinin sem verður fyrir höggi. En hún verður fyrir langmesta högginu. Það er ekki hægt að frysta ferðaþjónustu og selja hana síðar, þegar betur árar. Það er ekki hægt að setja hana upp í hillu og bíða eftir að eftirspurn glæðist. Það er ekki hægt að vera duglegur og vinna tímabundið aðeins meira og ná með því inn aukinni veltu vegna tímabundinnar lokunar fyrirtækja. Ferðaþjónustufyrirtæki geta flest ekki aðlagað sína þjónustu og selt hana öðrum en erlendum ferðamönnum. Innanlandsmarkaðurinn er lítill og verður í besta falli dropi í hafið, hvað eftirspurn varðar. Hver dagur felur í sér tapaðar tekjur. Sértækar aðgerðir nauðsynlegar Nú þarf sértækar aðgerðir fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Koma þeim í skjól meðan Covid-19 hrellir heimsbyggðina – binda skipin einfaldlega við bryggju. Það fer enginn á sjó með tilheyrandi kostnaði, þegar öllum er ljóst að ekkert fiskast. Á óvenjulegum tímum eru sértækar aðgerðir bæði skynsamlegar og nauðsynlegar. Þegar þessu dæmalausa ástandi linnir, þá er ferðaþjónustan líklegust til að draga þjóðina „aftur“ upp úr efnahagslegum öldudal. Þær aðgerðir sem þegar hafa verið kynntar af hálfu stjórnvalda eru ekki nóg. Aðgerðir þurfa að vera útsjónarsamar og þær þurfa að hafa „langtímavinkil“. Að óbreyttu munu þær einfaldlega þýða að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja landsins munu drukkna í föstum kostnaði og fara í þrot á næstu mánuðum. Ferðaþjónusta landsins má ekki verða það löskuð, að hún muni ekki verða í stakk búin til að veita þá viðspyrnu sem við munum sárlega þurfa á að halda. Þekking, reynsla og viðskiptasambönd að ógleymdri ástríðu og eldmóði frumkvöðla og fjölskyldna um land allt mun tapast úr greininni, með skelfilegum afleiðingum. Allra hagur Það er vinsæl samlíking þessa dagana að við séum öll á sama báti og það er vissulega rétt. Nú er það hagur allra að setja ferðaþjónustuna í öndunarvél. Ríkisins, sveitarfélaganna, atvinnulífsins og ekki síst launþega og heimila í landinu. Allt er þetta ein heild - sem lítur á endanum sömu lögmálum. Það ætti að vera augljóst. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun