Ísland og enska úrvalsdeildin: Fyrsta markið 16. janúar 1993 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2020 10:00 Þorvaldur Örlygsson í leik með Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Bob Thomas Íslenskir knattspyrnumenn hafa tekið mörg stór skref í ensku úrvalsdeildinni síðan hún var sett á laggirnar haustið 1992. Vísir ætlar að skoða nokkur þeirra betur á næstunni og að þessu sinni er komið að fyrsta íslenska markinu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrsta íslenska markið skoraði Akureyringurinn Þorvaldur Örlygsson og það leit dagsins ljós 16. janúar 1993. Markið skoraði Þorvaldur fyrir Nottingham Forest í 3-0 sigri á Chelsea á City Ground í Nottingham. Þetta var tólfti leikur Þorvaldar í ensku úrvalsdeildinni og hans fyrsta deildarmark fyrir Nottingham Forest siðan tímabilið 1989-90. Skoraði fimm mínútum síðar Þorvaldur var ekki í byrjunarliði Brian Clough hjá Nottingham Forest í þessum leik en kom inn á sem varamaður fyrir Scot Gemmill á 84. mínútu leiksins. Markið skoraði Toddi eins og hann var kallaður í Englandi aðeins fimm mínútum síðar. Markið má sjá hér fyrir neðan en þetta myndband er með öllum mörkum Nottingham Forest á þessu tímabili. Nigel Clough, sonur knattspyrnustjórans Brian Clough, átti mikinn þátt í markinu en hann gerði mjög vel í að finna Ian Woan út á vinstri vængnum. Ian Woan átti síðan fyrirgjöf sem fór alla leið yfir á fjærstöngina þar sem Þorvaldur mætti og kom boltanum framhjá Kevin Hitchcock í marki Chelsea. Ian Woan lagði upp flest mörk fyrir Nottingham Forestá þessu tímabili og að þessu sinni fann hann okkar mann. Var tilkynnt að hann væri ekki í hópnum Þorvaldur sagði mjög sérstaka sögu af aðdraganda leiksins í viðtali við íslenskan blaðamann. „Á föstudaginn var mér tilkynnt að ég væri ekki í hópnum, en þegar klukkuna vantaði 10 mínútur í eitt á laugardag var hringt og mér sagt að ég væri varamaður," sagði Þorvaldur við Morgunblaðið. „Fyrirvarinn var skammur, en mér var skipt inn á, þegar 10 til 15 mínútur voru til leiksloka." Here's my matchworn 92/3 Labatt's shirt - worn by Toddy Orlygsson and bought (years ago) from @classicshirts Shame that such a great shirt is associated with such a terrible season. @RRD1865 @kit_geek @KitblissNZ @HistoricalKits @ShirtCollection @TrueColoursKits @NFFC pic.twitter.com/q1FkN02jyV— Forest Guy (@the_forest_guy) May 1, 2018 Þorvaldur sagði í viðtalinu við Morgunblaðið að markið hafi komið eftir hraðaupphlaup á vinstri vængnum, hann hefði fengið boltann við fjærstöng og náð að vippa yfir markvörðinn. „Mér hefur gengið ágætlega þegar ég hef fengið tækifæri, en það er ekkert öruggt í þessu. Um hverja helgi eru gerðar breytingar á liðinu og það eina, sem hægt er að gera, er að standa sig, þegar tækifærið gefst." Síðasta skipting Brian Clough Þorvaldur skoraði ekki fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni og Nottingham Forest féll úr deildinni um vorið. Þorvaldur Örlygsson var þekktur sem Toddi Orlygsson eða Icemen þegar hann spilaði með Nottingham Forest.Getty/Neal Simpson Átján ára tími Brian Clough sem knattspyrnustjóri endaði eftir tap á móti Ipswich í lokaumferðinni. Þorvaldur kom inn á sem varamaður tuttugu mínútum fyrir leikslok og var síðasta skiptingin sem Clough gerði á sínum stjóraferli. Þorvaldur var ekki áfram hjá Nottingham Forest en fór þess í stað til Stoke City þar sem hann skoraði 16 mörk í 90 leikjum í ensku b-deildinni á næstu tveimur og hálfu tímabili. Þovaldur lék síðustu fjögur ár sín í Englandi síðan með Oldham Athletic í ensku b- og c-deildinni. Guðni með mark númer tvö Annað mark Íslendings í ensku úrvalsdeildinni skoraði Guðni Bergsson fyrir Bolton Wanderers á móti Newcastle 22. ágúst 1995. Hann jafnaði þá í 1-1 með skalla eftir hornspyrnu á 51. mínútu en Newcastle vann leikinn á endanum 3-1. Guðni skoraði í báðum leikjunum á móti Newcastle þetta tímabil og fjögur mörk alls. Enski boltinn Fótbolti Einu sinni var... Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Furðulegt fagn sem enginn skilur „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Sjá meira
Íslenskir knattspyrnumenn hafa tekið mörg stór skref í ensku úrvalsdeildinni síðan hún var sett á laggirnar haustið 1992. Vísir ætlar að skoða nokkur þeirra betur á næstunni og að þessu sinni er komið að fyrsta íslenska markinu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrsta íslenska markið skoraði Akureyringurinn Þorvaldur Örlygsson og það leit dagsins ljós 16. janúar 1993. Markið skoraði Þorvaldur fyrir Nottingham Forest í 3-0 sigri á Chelsea á City Ground í Nottingham. Þetta var tólfti leikur Þorvaldar í ensku úrvalsdeildinni og hans fyrsta deildarmark fyrir Nottingham Forest siðan tímabilið 1989-90. Skoraði fimm mínútum síðar Þorvaldur var ekki í byrjunarliði Brian Clough hjá Nottingham Forest í þessum leik en kom inn á sem varamaður fyrir Scot Gemmill á 84. mínútu leiksins. Markið skoraði Toddi eins og hann var kallaður í Englandi aðeins fimm mínútum síðar. Markið má sjá hér fyrir neðan en þetta myndband er með öllum mörkum Nottingham Forest á þessu tímabili. Nigel Clough, sonur knattspyrnustjórans Brian Clough, átti mikinn þátt í markinu en hann gerði mjög vel í að finna Ian Woan út á vinstri vængnum. Ian Woan átti síðan fyrirgjöf sem fór alla leið yfir á fjærstöngina þar sem Þorvaldur mætti og kom boltanum framhjá Kevin Hitchcock í marki Chelsea. Ian Woan lagði upp flest mörk fyrir Nottingham Forestá þessu tímabili og að þessu sinni fann hann okkar mann. Var tilkynnt að hann væri ekki í hópnum Þorvaldur sagði mjög sérstaka sögu af aðdraganda leiksins í viðtali við íslenskan blaðamann. „Á föstudaginn var mér tilkynnt að ég væri ekki í hópnum, en þegar klukkuna vantaði 10 mínútur í eitt á laugardag var hringt og mér sagt að ég væri varamaður," sagði Þorvaldur við Morgunblaðið. „Fyrirvarinn var skammur, en mér var skipt inn á, þegar 10 til 15 mínútur voru til leiksloka." Here's my matchworn 92/3 Labatt's shirt - worn by Toddy Orlygsson and bought (years ago) from @classicshirts Shame that such a great shirt is associated with such a terrible season. @RRD1865 @kit_geek @KitblissNZ @HistoricalKits @ShirtCollection @TrueColoursKits @NFFC pic.twitter.com/q1FkN02jyV— Forest Guy (@the_forest_guy) May 1, 2018 Þorvaldur sagði í viðtalinu við Morgunblaðið að markið hafi komið eftir hraðaupphlaup á vinstri vængnum, hann hefði fengið boltann við fjærstöng og náð að vippa yfir markvörðinn. „Mér hefur gengið ágætlega þegar ég hef fengið tækifæri, en það er ekkert öruggt í þessu. Um hverja helgi eru gerðar breytingar á liðinu og það eina, sem hægt er að gera, er að standa sig, þegar tækifærið gefst." Síðasta skipting Brian Clough Þorvaldur skoraði ekki fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni og Nottingham Forest féll úr deildinni um vorið. Þorvaldur Örlygsson var þekktur sem Toddi Orlygsson eða Icemen þegar hann spilaði með Nottingham Forest.Getty/Neal Simpson Átján ára tími Brian Clough sem knattspyrnustjóri endaði eftir tap á móti Ipswich í lokaumferðinni. Þorvaldur kom inn á sem varamaður tuttugu mínútum fyrir leikslok og var síðasta skiptingin sem Clough gerði á sínum stjóraferli. Þorvaldur var ekki áfram hjá Nottingham Forest en fór þess í stað til Stoke City þar sem hann skoraði 16 mörk í 90 leikjum í ensku b-deildinni á næstu tveimur og hálfu tímabili. Þovaldur lék síðustu fjögur ár sín í Englandi síðan með Oldham Athletic í ensku b- og c-deildinni. Guðni með mark númer tvö Annað mark Íslendings í ensku úrvalsdeildinni skoraði Guðni Bergsson fyrir Bolton Wanderers á móti Newcastle 22. ágúst 1995. Hann jafnaði þá í 1-1 með skalla eftir hornspyrnu á 51. mínútu en Newcastle vann leikinn á endanum 3-1. Guðni skoraði í báðum leikjunum á móti Newcastle þetta tímabil og fjögur mörk alls.
Enski boltinn Fótbolti Einu sinni var... Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Furðulegt fagn sem enginn skilur „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Sjá meira