Þrír segja sig úr framkvæmdastjórn SÁÁ Sylvía Hall skrifar 27. mars 2020 21:02 Mikillar óánægju hefur orðið vart vegna starfsloka Valgerðar Á. Rúnarsdóttur. Vísir/Sigurjón Þrír meðlimir framkvæmdastjórnar SÁÁ hafa tilkynnt úrsögn sína í kjölfar uppsagnar Valgerðar Á. Rúnarsdóttur yfirlæknis á Vogi. Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið en níu eru í framkvæmdastjórninni. Valgerður sagði upp störfum vegna djúpstæðs ágreining við formanninn en átta starfsmönnum var sagt upp í gær og starfshlutfall annarra starfsmanna var lækkað. Það var gert án samráðs við hana eða aðra yfirmenn og sagði hún í samtali við RÚV að hún gæti ekki sætt sig við að teknar væru ákvarðanir um að segja upp lykilstarfsfólki án samráðs. Fjölmargir lýstu yfir óánægju sinni með starfslok Valgerðar, þar á meðal fyrrum skjólstæðingar sem og læknar. Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala sagði starfslokin mikið högg fyrir bæði SÁÁ og sjúklinga á Vogi. Sjá einnig: Uppnám og óánægja allsráðandi vegna starfsloka Valgerðar á Vogi „Það er vandfundin heilsteyptari manneskja með jafn sterka réttlætiskennd. Það hlýtur að vera hægt að finna betri lausn en þessa á vandamálum SÁÁ - enda Valgerður með reynslu og þekkingu sem fáir búa yfir hérlendis,“ skrifaði Tómas á Facebook-síðu sína. Þá skoraði Rúnar Freyr Gíslason á félagsmenn að gera allt sem þeir gætu til að snúa við þessari ákvörðun, en hann þekkir vel til SÁÁ. Hann er fyrrverandi samskiptastjóri samtakanna og fór jafnframt í áfengismeðferð á árum áður, líkt og hann hefur rætt opinberlega í viðtölum. „Hún er SÁÁ og hún er Vogur. hún bara má ekki hætta. Það vita allir sem hafa komið nálægt starfsemi félagsins. Ég skora á félagsmenn að gera allt sem þeir geta til að snúa við þessari ákvörðun.“ Heilbrigðismál Fíkn Ólga innan SÁÁ Tengdar fréttir Átta sagt upp á Vogi án samráðs við yfirlækni Átta starfsmönnum var í gær sagt upp störfum á Vogi og starfshlutfall annarra starfsmanna var lækkað. 27. mars 2020 09:04 Yfirlæknir á Vogi lætur skyndilega af störfum Valgerður Á. Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, tilkynnti stjórn SÁÁ í gær að hún hygðist hætta störfum. 27. mars 2020 07:03 Uppnám og óánægja allsráðandi vegna starfsloka Valgerðar á Vogi Mikillar óánægju hefur orðið vart á samfélagsmiðlum í dag vegna fregna af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 12:49 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Þrír meðlimir framkvæmdastjórnar SÁÁ hafa tilkynnt úrsögn sína í kjölfar uppsagnar Valgerðar Á. Rúnarsdóttur yfirlæknis á Vogi. Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið en níu eru í framkvæmdastjórninni. Valgerður sagði upp störfum vegna djúpstæðs ágreining við formanninn en átta starfsmönnum var sagt upp í gær og starfshlutfall annarra starfsmanna var lækkað. Það var gert án samráðs við hana eða aðra yfirmenn og sagði hún í samtali við RÚV að hún gæti ekki sætt sig við að teknar væru ákvarðanir um að segja upp lykilstarfsfólki án samráðs. Fjölmargir lýstu yfir óánægju sinni með starfslok Valgerðar, þar á meðal fyrrum skjólstæðingar sem og læknar. Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala sagði starfslokin mikið högg fyrir bæði SÁÁ og sjúklinga á Vogi. Sjá einnig: Uppnám og óánægja allsráðandi vegna starfsloka Valgerðar á Vogi „Það er vandfundin heilsteyptari manneskja með jafn sterka réttlætiskennd. Það hlýtur að vera hægt að finna betri lausn en þessa á vandamálum SÁÁ - enda Valgerður með reynslu og þekkingu sem fáir búa yfir hérlendis,“ skrifaði Tómas á Facebook-síðu sína. Þá skoraði Rúnar Freyr Gíslason á félagsmenn að gera allt sem þeir gætu til að snúa við þessari ákvörðun, en hann þekkir vel til SÁÁ. Hann er fyrrverandi samskiptastjóri samtakanna og fór jafnframt í áfengismeðferð á árum áður, líkt og hann hefur rætt opinberlega í viðtölum. „Hún er SÁÁ og hún er Vogur. hún bara má ekki hætta. Það vita allir sem hafa komið nálægt starfsemi félagsins. Ég skora á félagsmenn að gera allt sem þeir geta til að snúa við þessari ákvörðun.“
Heilbrigðismál Fíkn Ólga innan SÁÁ Tengdar fréttir Átta sagt upp á Vogi án samráðs við yfirlækni Átta starfsmönnum var í gær sagt upp störfum á Vogi og starfshlutfall annarra starfsmanna var lækkað. 27. mars 2020 09:04 Yfirlæknir á Vogi lætur skyndilega af störfum Valgerður Á. Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, tilkynnti stjórn SÁÁ í gær að hún hygðist hætta störfum. 27. mars 2020 07:03 Uppnám og óánægja allsráðandi vegna starfsloka Valgerðar á Vogi Mikillar óánægju hefur orðið vart á samfélagsmiðlum í dag vegna fregna af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 12:49 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Átta sagt upp á Vogi án samráðs við yfirlækni Átta starfsmönnum var í gær sagt upp störfum á Vogi og starfshlutfall annarra starfsmanna var lækkað. 27. mars 2020 09:04
Yfirlæknir á Vogi lætur skyndilega af störfum Valgerður Á. Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, tilkynnti stjórn SÁÁ í gær að hún hygðist hætta störfum. 27. mars 2020 07:03
Uppnám og óánægja allsráðandi vegna starfsloka Valgerðar á Vogi Mikillar óánægju hefur orðið vart á samfélagsmiðlum í dag vegna fregna af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 12:49