Bob Dylan gefur út sitt fyrsta lag í átta ár Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. mars 2020 08:23 Bob Dylan á tónleikum í Hyde Park í London á síðasta ári. Vísir/Getty Tónlistargoðsögnin og Nóbelsverðlaunahafinn Bob Dylan hefur gefið út sitt fyrsta lag í átta ár. Lagið, sem er rétt tæpar 17 mínútur og ber heitið Murder Most Foul, fjallar um morðið á John F. Kennedy, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Kennedy var myrtur í Dallas-borg í Texas í nóvember árið 1963. Upphafslínur lagsins, sé þeim snarað yfir á íslensku eru á þessa leið: „Það var dimmur dagur í Dallas, 1963, sem mun lifa í svívirðu.“ Dylan deildi laginu á Twitter í gær, þar sem hann skrifaði kveðju til aðdáenda sinna. „Kveðjur til aðdáenda minna og fylgjenda, með þökkum fyrir allan stuðning ykkar og tryggð í gegn um áranna rás. Þetta er óútgefið lag sem við tókum upp fyrir nokkru síðan sem ykkur gæti þótt áhugavert. Verið örugg, verið vakandi og megi Guð vera með ykkur,“ skrifaði Dylan á Twitter. Áhugafólk um rokksöguna keppist við að finna vísanir í þekkt lög sem Dylan sparar hvergi í textagerðinni þegar þessi mikli bálkur er annars vegar. Dylan hlaut sín fyrstu Grammy-verðlaun árið 1973, en hann hefur alls unnið til ellefu slíkra. Þá hefur Dylan einnig hlotið Pulitzer- og Nóbelsverðlaun fyrir tónlist sína og texta. Hér að neðan má heyra lagið. Bandaríkin Tónlist Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónlistargoðsögnin og Nóbelsverðlaunahafinn Bob Dylan hefur gefið út sitt fyrsta lag í átta ár. Lagið, sem er rétt tæpar 17 mínútur og ber heitið Murder Most Foul, fjallar um morðið á John F. Kennedy, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Kennedy var myrtur í Dallas-borg í Texas í nóvember árið 1963. Upphafslínur lagsins, sé þeim snarað yfir á íslensku eru á þessa leið: „Það var dimmur dagur í Dallas, 1963, sem mun lifa í svívirðu.“ Dylan deildi laginu á Twitter í gær, þar sem hann skrifaði kveðju til aðdáenda sinna. „Kveðjur til aðdáenda minna og fylgjenda, með þökkum fyrir allan stuðning ykkar og tryggð í gegn um áranna rás. Þetta er óútgefið lag sem við tókum upp fyrir nokkru síðan sem ykkur gæti þótt áhugavert. Verið örugg, verið vakandi og megi Guð vera með ykkur,“ skrifaði Dylan á Twitter. Áhugafólk um rokksöguna keppist við að finna vísanir í þekkt lög sem Dylan sparar hvergi í textagerðinni þegar þessi mikli bálkur er annars vegar. Dylan hlaut sín fyrstu Grammy-verðlaun árið 1973, en hann hefur alls unnið til ellefu slíkra. Þá hefur Dylan einnig hlotið Pulitzer- og Nóbelsverðlaun fyrir tónlist sína og texta. Hér að neðan má heyra lagið.
Bandaríkin Tónlist Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira