Trump íhugar að setja New York í sóttkví Sylvía Hall skrifar 28. mars 2020 17:45 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti íhugar að setja New York ríki í sóttkví. Þetta sagði forsetinn við blaðamenn fyrr í dag. New York hefur farið illa út úr kórónuveirufaraldrinum sem veldur COVID-19 sjúkdómnum þar sem 52 þúsund tilfelli hafa verið staðfest og í það minnsta 728 eru látnir. Að sögn Trump gæti slíkt sóttkví hægt á útbreiðslu veirunnar þar sem hún hefur dreift sér víða í ríkinu. Þá segir hann slíkar aðgerðir einnig geta náð til hluta New Jersey og Connecticut og myndu þær standa yfir í tvær vikur. Ástandið á sjúkrahúsum í New York er sagt afar slæmt og sagði Andrew Cuomo ríkisstjóri vera þörf fyrir 87 þúsund sjúkrarúm, 37 þúsund gjörgæslurúm og 26 þúsund öndunarvélar umfram það sem fyrir er vegna þess álags sem kórónufaraldurinn skapar. Í gær tilkynnti Elon Musk að hann hygðist gefa New York hundruð öndunarvéla til að bregðast við ástandinu. Cuomo sagðist þó ekki hafa rætt slíkar sóttvarnaraðgerðir við forsetann. Hann hefði sjálfur ekki heyrt minnst á það að setja ætti ríkið í sóttkví og hann vissi í raun ekki hvað forsetinn ætti við með þeim orðum. „Ég hef ekki átt það samtal,“ sagði Cuomo í samtali við blaðamenn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Yfir hundrað þúsund staðfest smit í Bandaríkjunum Bandaríkin tróna á toppi listans yfir þau lönd þar sem flest smit hafa greinst. Áður hafa Kína og Ítalía vermt hið óeftirsótta toppsæti. 28. mars 2020 07:37 Elon Musk útvegar öndunarvélar Elon Musk hyggst gefa New York hundruð öndunarvélar til þess að bregðast við þeim skorti sem er í ríkinu. 27. mars 2020 23:00 Trump efast um þörf fyrir mikinn fjölda öndunarvéla Donald Trump Bandaríkjaforseti og borgarstjórinn í New York eru komnir í hár saman yfir því hversu mikil þörf sé fyrir öndunarvélar í fylkinu. Forsetinn sagðist í sjónvarpsviðtali í gær ekki trúa því að þörfin væri jafn mikil og haldið væri fram. Bill de Blasio borgarstjóri New York sagði í dag að forsetinn þyrfti að horfast í augu við staðreyndir. 27. mars 2020 15:25 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti íhugar að setja New York ríki í sóttkví. Þetta sagði forsetinn við blaðamenn fyrr í dag. New York hefur farið illa út úr kórónuveirufaraldrinum sem veldur COVID-19 sjúkdómnum þar sem 52 þúsund tilfelli hafa verið staðfest og í það minnsta 728 eru látnir. Að sögn Trump gæti slíkt sóttkví hægt á útbreiðslu veirunnar þar sem hún hefur dreift sér víða í ríkinu. Þá segir hann slíkar aðgerðir einnig geta náð til hluta New Jersey og Connecticut og myndu þær standa yfir í tvær vikur. Ástandið á sjúkrahúsum í New York er sagt afar slæmt og sagði Andrew Cuomo ríkisstjóri vera þörf fyrir 87 þúsund sjúkrarúm, 37 þúsund gjörgæslurúm og 26 þúsund öndunarvélar umfram það sem fyrir er vegna þess álags sem kórónufaraldurinn skapar. Í gær tilkynnti Elon Musk að hann hygðist gefa New York hundruð öndunarvéla til að bregðast við ástandinu. Cuomo sagðist þó ekki hafa rætt slíkar sóttvarnaraðgerðir við forsetann. Hann hefði sjálfur ekki heyrt minnst á það að setja ætti ríkið í sóttkví og hann vissi í raun ekki hvað forsetinn ætti við með þeim orðum. „Ég hef ekki átt það samtal,“ sagði Cuomo í samtali við blaðamenn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Yfir hundrað þúsund staðfest smit í Bandaríkjunum Bandaríkin tróna á toppi listans yfir þau lönd þar sem flest smit hafa greinst. Áður hafa Kína og Ítalía vermt hið óeftirsótta toppsæti. 28. mars 2020 07:37 Elon Musk útvegar öndunarvélar Elon Musk hyggst gefa New York hundruð öndunarvélar til þess að bregðast við þeim skorti sem er í ríkinu. 27. mars 2020 23:00 Trump efast um þörf fyrir mikinn fjölda öndunarvéla Donald Trump Bandaríkjaforseti og borgarstjórinn í New York eru komnir í hár saman yfir því hversu mikil þörf sé fyrir öndunarvélar í fylkinu. Forsetinn sagðist í sjónvarpsviðtali í gær ekki trúa því að þörfin væri jafn mikil og haldið væri fram. Bill de Blasio borgarstjóri New York sagði í dag að forsetinn þyrfti að horfast í augu við staðreyndir. 27. mars 2020 15:25 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Yfir hundrað þúsund staðfest smit í Bandaríkjunum Bandaríkin tróna á toppi listans yfir þau lönd þar sem flest smit hafa greinst. Áður hafa Kína og Ítalía vermt hið óeftirsótta toppsæti. 28. mars 2020 07:37
Elon Musk útvegar öndunarvélar Elon Musk hyggst gefa New York hundruð öndunarvélar til þess að bregðast við þeim skorti sem er í ríkinu. 27. mars 2020 23:00
Trump efast um þörf fyrir mikinn fjölda öndunarvéla Donald Trump Bandaríkjaforseti og borgarstjórinn í New York eru komnir í hár saman yfir því hversu mikil þörf sé fyrir öndunarvélar í fylkinu. Forsetinn sagðist í sjónvarpsviðtali í gær ekki trúa því að þörfin væri jafn mikil og haldið væri fram. Bill de Blasio borgarstjóri New York sagði í dag að forsetinn þyrfti að horfast í augu við staðreyndir. 27. mars 2020 15:25