Starfsfólk lýsir yfir vantrausti á framkvæmdastjórn og kalla eftir því að uppsagnir verði dregnar til baka Sylvía Hall skrifar 28. mars 2020 18:23 Yfir sextíu starfsmenn meðferðarsviðs lýsa yfir vantrausti á formann og framkvæmdastjórn. Vísir/Vilhelm Starfsfólk meðferðarsviðs SÁÁ lýsir yfir vantrausti á formann og framkvæmdastjórn SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu yfir sextíu starfsmanna þar sem þau segja framkomu formannsins og framkvæmdastjórnarinnar hafa valdið því að nú ríki algjört vantraust á milli starfsfólks meðferðarsviðsins og framkvæmdastjórnar. Vantraustsyfirlýsingin kemur í kjölfar uppsagna átta starfsmanna á Vogi sem leiddu til þess að Valgerður Á. Rúnarsdóttir yfirlæknir sagði sjálf upp störfum. Uppsagnirnar voru án samráðs við hana eða aðra yfirmenn. Formaður SÁÁ hefur boðist til þess að stíga til hliðar vegna málsins. Sjá einnig: Formaðurinn býðst til að stíga til hliðar og vonar að Valgerður snúi aftur Í vantraustsyfirlýsingu starfsfólksins segja þau þessa framkomu framkvæmdastjórnarinnar hafa alið á vantrausti og þau lýsa miklum áhyggjum yfir því að ófagleg stjórn félagasamtaka geti haft óskorðað vald yfir rekstri meðferðarsviði og ógnað þar með faglegri starfsemi þess með afdrifaríkum sjálfstæðum ákvörðunum án samráðs við yfirmenn. „Meðferð SÁÁ byggir á faglegum grunni þar sem stuðst er við vísindalega gagnreyndar aðferðir. Meðferðin er veitt af þverfaglegu teymi fagfólks, læknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, sálfræðingum og áfengis- og vímefnaráðgjöfum. Ákvörðun framkvæmdastjórnar og formanns er óafsakanleg og vinnur gegn markmiðum SÁÁ um faglega meðferð við fíknisjúkdómi,“ segir í yfirlýsingunni. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi.Vísir/Baldur Lýsa yfir stuðningi við Valgerði sem íhugar að draga uppsögn sína til baka Í yfirlýsingunni er lýsir starfsfólkið yfir fullum stuðningi við Valgerði og segja þau vinnubrögð framkvæmdastjórnarinnar vera vantraustsyfirlýsingu á hennar hendur. Bæði Valgerður og Ingunn Hansdóttir yfirsálfræðingur séu mikilvægar starfseminni og því hafi verið reiðarslag að Ingunni og öðrum sálfræðingum hafi verið sagt upp. „Framlag Ingunnar Hansdóttir yfirsálfræðings hefur verið ómetanlegt við þróun meðferðar, fræðslu og þjálfun starfsfólks og við mótun framtíðarsýnar meðferðarsviðs.“ Þá fer starfsfólkið fram á það að framkvæmdastjórnin dragi til baka uppsagnir sálfræðinga og lykilstarfsfólks á meðferðarsviði og að framkvæmdastjórnin öll og formaður stígi umsvifalaust til hliðar. Þau vilji að stofnuð verði starfsstjórn þar sem fulltrúar allra meðferðarstétta eigi sæti. „Við förum þess á leit að heilbrigðisráðherra grípi inn í stöðu mála hjá meðferðarsviði SÁÁ með hverjum þeim hætti sem hann telur sér heimilt. Við teljum þetta vera nauðsynlegt svo ekki hljótist varanlegur skaði af núverandi ástandi fyrir starfsemi SÁÁ og þjónustu stofnunarinnar í þágu sjúklinga.“ Í samtali við fréttastofu segir Valgerður að hún sé tilbúin að skoða möguleikann á að draga uppsögn sína til baka. Það velti þó á breytingum í umgjörð starfseminnar. Yfirvöld þurfi að hjálpa samtökunum í þessari krísu, og brúa bil, þar til hægt er að gera aðrar ráðstafanir til lengri tíma. Mikilvægast sé að Vogur og aðrir starfsstaðir SÁÁ geti sinnt sínum skjólstæðingum. Undir vantraustsyfirlýsinguna skrifa yfir sextíu starfsmenn meðferðarsviðsins: Víðir Sigrúnarson, yfirlæknir Guðbjörn Björnsson, yfirlæknir Gísli Stefánsson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Ásgrímur Jörundsson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Guðmann Magnússon, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Jón Börkur Ákason, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Karl Gunnarsson, dagskrárstjóri göngudeildar SÁÁ Aðalbjörg Ósk Angantýsdóttir, ráðgjafanemi, SÁÁ Torfi Hjaltason, dagskrárstjóri meðferðarstöðvarinnar Vík Hörður J Oddfríðarson, dagskrárstjóri, meðferðarsvið SÁÁ Sigurður Gunnsteinsson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Berglind Heimisdóttir, hjúkrunarfræðingur sjúkrahúsinu Vogi Tinna Dögg Jóhannsdóttir, ráðgjafanemi SÁÁ Rodrigo Vito Cruz Corcuera, hjúkrunarfræðingur sjúkrahúsinu Vogi Lea Floresca Esteban, hjúkrunarfræðingur sjúkrahúsinu Vogi Arndís Ásgeirsdóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Páll Heiðar Jónsson, sálfræðingur, meðferðarsvið SÁÁ Guðrún Sigurðardóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Auður Teitsdóttir, móttökuritari, sjúkrahúsinu Vogi Ásdís Finnbogadóttir, hjúkrunarfr., aðstoðardeildarstjóri sjúkrahúsinu Vogi Helga Þormóðsdóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Bryndís Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur, deildarstjóri sjúkrahúsinu Vogi Sandra Björnsdóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Baldvin Þorsteinsson, ráðgjafanemi SÁÁ Silja Jónsdóttir, sálfræðingur, meðferðarsvið SÁÁ Elín Þórdís Meldal, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Jakob Smári Magnússon, ráðgjafanemi SÁÁ Júlía Guðrún Aspelund, lýðheilsufræðingur, meðfeðrarsvið SÁÁ Sólborg Indiana Guðjónsdóttir, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Katrín Jónsdóttir, sálfræðingur ungmennadeild SÁÁ Birkir Björnsson , ráðgjafanemi, SÁÁ Þóra Björk Ingólfsdóttir, sálfræðingur, meðferðarsvið SÁÁ Emilija Aleksandraviciene, sjújraliði, sjúkrahúsinu Vogi Vignir Fannar Valgeirsson, ráðgjafanemi SÁÁ Tita Valle, hjúkrunarfræðingur, sjúkrahúsinu Vogi Ingibjörg Jónsdóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Helga Agnes Björnsdóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Oddur Sigurjónsson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Halla Magnúsdóttir, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Sigurbjörg Anna Björnsdóttir, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Jóna Eydís Sigurjónsdóttir, ráðgjafanemi, SÁÁ Einar Þór Karlsson, ráðgjafanemi, SÁÁ Ingunn Hekla Jónsdóttir, ráðgjafanemi, SÁÁ Kristín Lovísa Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur, sjúkrahúsinu Vogi Sunneva Ýr Sævarsdóttir, ráðgjafanemi, SÁÁ Þorgeir Steingrímsson, ráðgjafarnemi, SÁÁ Hrefna Mjöll Þórisdóttir, móttökuritari, sjúkrahúsinu Vogi Sara Karlsdóttir, ráðgjafarnemi, SÁÁ Rakel Birgisdóttir, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Dagrún Þórný Marínardóttir, læknaritari, sjúkrahúsinu Vogi Vigdís Margrétardóttir Jónsdóttir, ráðgjafarnemi, SÁÁ Natasa Stankovics, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Guðrún Ósk Njálsdóttir, ráðgjafarnemi, SÁÁ Arnór Björnsson, ráðgjafarnemi, SÁÁ Hólmfríður Víkingsdóttir, ráðgjafarnemi, SÁÁ Bryndís Árný Kristínardóttir, sjúkraliðanemi, sjúkrahúsinu Vogi María Svava Snæfells, ráðgjafarnemi, SÁÁ Bjarnrún Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, sjúkrahúsinu Vogi Kristrún Pétursdóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Kristín Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur, sjúkrahúsinu Vogi Páll Bjarnason, dagsskrárstjóri Vogi Þórunn Ansnes Bjarnadóttir, ráðgjafarnemi, SÁÁ Vilborg Þórsdóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu vogi Guðrún Eyja Erlingsdóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Eyþór Jónsson, læknir, sjúkrahúsinu Vogi Heilbrigðismál Ólga innan SÁÁ Tengdar fréttir Formaðurinn býðst til að stíga til hliðar og vonar að Valgerður snúi aftur Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, hefur ákveðið að bjóðast til að stíga til hliðar sem formaður í þeirri von að Valgerður Á. Rúnarsdóttir yfirlæknir snúi aftur. 28. mars 2020 17:20 Þrír segja sig úr framkvæmdastjórn SÁÁ Þrír meðlimir framkvæmdastjórnar SÁÁ hafa tilkynnt úrsögn sína í kjölfar uppsagnar Valgerðar Á. Rúnarsdóttur yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 21:02 Uppnám og óánægja allsráðandi vegna starfsloka Valgerðar á Vogi Mikillar óánægju hefur orðið vart á samfélagsmiðlum í dag vegna fregna af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 12:49 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Starfsfólk meðferðarsviðs SÁÁ lýsir yfir vantrausti á formann og framkvæmdastjórn SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu yfir sextíu starfsmanna þar sem þau segja framkomu formannsins og framkvæmdastjórnarinnar hafa valdið því að nú ríki algjört vantraust á milli starfsfólks meðferðarsviðsins og framkvæmdastjórnar. Vantraustsyfirlýsingin kemur í kjölfar uppsagna átta starfsmanna á Vogi sem leiddu til þess að Valgerður Á. Rúnarsdóttir yfirlæknir sagði sjálf upp störfum. Uppsagnirnar voru án samráðs við hana eða aðra yfirmenn. Formaður SÁÁ hefur boðist til þess að stíga til hliðar vegna málsins. Sjá einnig: Formaðurinn býðst til að stíga til hliðar og vonar að Valgerður snúi aftur Í vantraustsyfirlýsingu starfsfólksins segja þau þessa framkomu framkvæmdastjórnarinnar hafa alið á vantrausti og þau lýsa miklum áhyggjum yfir því að ófagleg stjórn félagasamtaka geti haft óskorðað vald yfir rekstri meðferðarsviði og ógnað þar með faglegri starfsemi þess með afdrifaríkum sjálfstæðum ákvörðunum án samráðs við yfirmenn. „Meðferð SÁÁ byggir á faglegum grunni þar sem stuðst er við vísindalega gagnreyndar aðferðir. Meðferðin er veitt af þverfaglegu teymi fagfólks, læknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, sálfræðingum og áfengis- og vímefnaráðgjöfum. Ákvörðun framkvæmdastjórnar og formanns er óafsakanleg og vinnur gegn markmiðum SÁÁ um faglega meðferð við fíknisjúkdómi,“ segir í yfirlýsingunni. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi.Vísir/Baldur Lýsa yfir stuðningi við Valgerði sem íhugar að draga uppsögn sína til baka Í yfirlýsingunni er lýsir starfsfólkið yfir fullum stuðningi við Valgerði og segja þau vinnubrögð framkvæmdastjórnarinnar vera vantraustsyfirlýsingu á hennar hendur. Bæði Valgerður og Ingunn Hansdóttir yfirsálfræðingur séu mikilvægar starfseminni og því hafi verið reiðarslag að Ingunni og öðrum sálfræðingum hafi verið sagt upp. „Framlag Ingunnar Hansdóttir yfirsálfræðings hefur verið ómetanlegt við þróun meðferðar, fræðslu og þjálfun starfsfólks og við mótun framtíðarsýnar meðferðarsviðs.“ Þá fer starfsfólkið fram á það að framkvæmdastjórnin dragi til baka uppsagnir sálfræðinga og lykilstarfsfólks á meðferðarsviði og að framkvæmdastjórnin öll og formaður stígi umsvifalaust til hliðar. Þau vilji að stofnuð verði starfsstjórn þar sem fulltrúar allra meðferðarstétta eigi sæti. „Við förum þess á leit að heilbrigðisráðherra grípi inn í stöðu mála hjá meðferðarsviði SÁÁ með hverjum þeim hætti sem hann telur sér heimilt. Við teljum þetta vera nauðsynlegt svo ekki hljótist varanlegur skaði af núverandi ástandi fyrir starfsemi SÁÁ og þjónustu stofnunarinnar í þágu sjúklinga.“ Í samtali við fréttastofu segir Valgerður að hún sé tilbúin að skoða möguleikann á að draga uppsögn sína til baka. Það velti þó á breytingum í umgjörð starfseminnar. Yfirvöld þurfi að hjálpa samtökunum í þessari krísu, og brúa bil, þar til hægt er að gera aðrar ráðstafanir til lengri tíma. Mikilvægast sé að Vogur og aðrir starfsstaðir SÁÁ geti sinnt sínum skjólstæðingum. Undir vantraustsyfirlýsinguna skrifa yfir sextíu starfsmenn meðferðarsviðsins: Víðir Sigrúnarson, yfirlæknir Guðbjörn Björnsson, yfirlæknir Gísli Stefánsson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Ásgrímur Jörundsson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Guðmann Magnússon, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Jón Börkur Ákason, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Karl Gunnarsson, dagskrárstjóri göngudeildar SÁÁ Aðalbjörg Ósk Angantýsdóttir, ráðgjafanemi, SÁÁ Torfi Hjaltason, dagskrárstjóri meðferðarstöðvarinnar Vík Hörður J Oddfríðarson, dagskrárstjóri, meðferðarsvið SÁÁ Sigurður Gunnsteinsson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Berglind Heimisdóttir, hjúkrunarfræðingur sjúkrahúsinu Vogi Tinna Dögg Jóhannsdóttir, ráðgjafanemi SÁÁ Rodrigo Vito Cruz Corcuera, hjúkrunarfræðingur sjúkrahúsinu Vogi Lea Floresca Esteban, hjúkrunarfræðingur sjúkrahúsinu Vogi Arndís Ásgeirsdóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Páll Heiðar Jónsson, sálfræðingur, meðferðarsvið SÁÁ Guðrún Sigurðardóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Auður Teitsdóttir, móttökuritari, sjúkrahúsinu Vogi Ásdís Finnbogadóttir, hjúkrunarfr., aðstoðardeildarstjóri sjúkrahúsinu Vogi Helga Þormóðsdóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Bryndís Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur, deildarstjóri sjúkrahúsinu Vogi Sandra Björnsdóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Baldvin Þorsteinsson, ráðgjafanemi SÁÁ Silja Jónsdóttir, sálfræðingur, meðferðarsvið SÁÁ Elín Þórdís Meldal, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Jakob Smári Magnússon, ráðgjafanemi SÁÁ Júlía Guðrún Aspelund, lýðheilsufræðingur, meðfeðrarsvið SÁÁ Sólborg Indiana Guðjónsdóttir, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Katrín Jónsdóttir, sálfræðingur ungmennadeild SÁÁ Birkir Björnsson , ráðgjafanemi, SÁÁ Þóra Björk Ingólfsdóttir, sálfræðingur, meðferðarsvið SÁÁ Emilija Aleksandraviciene, sjújraliði, sjúkrahúsinu Vogi Vignir Fannar Valgeirsson, ráðgjafanemi SÁÁ Tita Valle, hjúkrunarfræðingur, sjúkrahúsinu Vogi Ingibjörg Jónsdóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Helga Agnes Björnsdóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Oddur Sigurjónsson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Halla Magnúsdóttir, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Sigurbjörg Anna Björnsdóttir, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Jóna Eydís Sigurjónsdóttir, ráðgjafanemi, SÁÁ Einar Þór Karlsson, ráðgjafanemi, SÁÁ Ingunn Hekla Jónsdóttir, ráðgjafanemi, SÁÁ Kristín Lovísa Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur, sjúkrahúsinu Vogi Sunneva Ýr Sævarsdóttir, ráðgjafanemi, SÁÁ Þorgeir Steingrímsson, ráðgjafarnemi, SÁÁ Hrefna Mjöll Þórisdóttir, móttökuritari, sjúkrahúsinu Vogi Sara Karlsdóttir, ráðgjafarnemi, SÁÁ Rakel Birgisdóttir, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ Dagrún Þórný Marínardóttir, læknaritari, sjúkrahúsinu Vogi Vigdís Margrétardóttir Jónsdóttir, ráðgjafarnemi, SÁÁ Natasa Stankovics, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Guðrún Ósk Njálsdóttir, ráðgjafarnemi, SÁÁ Arnór Björnsson, ráðgjafarnemi, SÁÁ Hólmfríður Víkingsdóttir, ráðgjafarnemi, SÁÁ Bryndís Árný Kristínardóttir, sjúkraliðanemi, sjúkrahúsinu Vogi María Svava Snæfells, ráðgjafarnemi, SÁÁ Bjarnrún Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, sjúkrahúsinu Vogi Kristrún Pétursdóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Kristín Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur, sjúkrahúsinu Vogi Páll Bjarnason, dagsskrárstjóri Vogi Þórunn Ansnes Bjarnadóttir, ráðgjafarnemi, SÁÁ Vilborg Þórsdóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu vogi Guðrún Eyja Erlingsdóttir, sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi Eyþór Jónsson, læknir, sjúkrahúsinu Vogi
Heilbrigðismál Ólga innan SÁÁ Tengdar fréttir Formaðurinn býðst til að stíga til hliðar og vonar að Valgerður snúi aftur Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, hefur ákveðið að bjóðast til að stíga til hliðar sem formaður í þeirri von að Valgerður Á. Rúnarsdóttir yfirlæknir snúi aftur. 28. mars 2020 17:20 Þrír segja sig úr framkvæmdastjórn SÁÁ Þrír meðlimir framkvæmdastjórnar SÁÁ hafa tilkynnt úrsögn sína í kjölfar uppsagnar Valgerðar Á. Rúnarsdóttur yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 21:02 Uppnám og óánægja allsráðandi vegna starfsloka Valgerðar á Vogi Mikillar óánægju hefur orðið vart á samfélagsmiðlum í dag vegna fregna af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 12:49 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Formaðurinn býðst til að stíga til hliðar og vonar að Valgerður snúi aftur Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, hefur ákveðið að bjóðast til að stíga til hliðar sem formaður í þeirri von að Valgerður Á. Rúnarsdóttir yfirlæknir snúi aftur. 28. mars 2020 17:20
Þrír segja sig úr framkvæmdastjórn SÁÁ Þrír meðlimir framkvæmdastjórnar SÁÁ hafa tilkynnt úrsögn sína í kjölfar uppsagnar Valgerðar Á. Rúnarsdóttur yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 21:02
Uppnám og óánægja allsráðandi vegna starfsloka Valgerðar á Vogi Mikillar óánægju hefur orðið vart á samfélagsmiðlum í dag vegna fregna af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 12:49