Í borginni Brunswick í Ástralíu má finna stórkostlegar fimmtíu fermetra íbúðir þar sem hver sentímetri er nýttur til hins ítrasta.
Alls eru 21 íbúð í húsinu við Nightgale 1. Í raun eru íbúðirnar allar eitt stórt rými með litlu baðherbergi.
Svefnherbergið er stúkað af með gluggatjöldum og kemur það einstaklega vel út eins og sjá má hér að neðan.