Óttast mjög um stöðu flugfélaga Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. mars 2020 19:00 Fjölmörgum flugvélum hefur verið lagt á meðan faraldurinn gengur yfir. EPA/ETIENNE LAURENT Flugvellir víðs vegar um heiminn eru nú yfirfullir af flugvélum, enda hefur ferðum fækkað talsvert vegna kórónuveirufaraldursins. Fjölmörg ríki hafa sett á ferðabann og ljóst er að tekjutap flugfélaga heimsins er mikið. Á flugvellinum í Tulsa í Bandaríkjunum sitja fimmtíu vélar American Airlines kyrrar á flugbrautunum en flugfélagið segir að um 450 þotum hafi verið lagt nú þegar. Þetta er bara eitt flugfélag af fjölmörgum og má áætla að tugum þúsunda flugvéla hafi verið lagt vegna faraldursins, hvort sem það er á flugbrautum, í flugskýlum eða einhvers staðar allt annars staðar, Virði flugfélaga heimsins hefur dregist saman um meira en helming frá því kórónuveiran greindist fyrst og höggið hefur nú þegar reynst FlyBe of þungt. Félagið fór á hausinn í upphafi mánaðar. Útlit er fyrir að mun fleiri fari sömu leið. Alþjóðasamband flugfélaga reiknar með allt að 113 milljarða dala tekjumissi á árinu. Miklir hagsmunir eru í húfi. Í Bandaríkjunum einum vinna tíu milljónir annað hvort hjá flugfélögum eða afleidd störf. Alþjóðasambandið kallaði í vikunni eftir aðstoð G20-ríkjanna og sagði þörf á aðgerðum til að fyrirbyggja að allt fari á versta veg. Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Rúmlega hundrað missa vinnuna hjá Isavia 101 starfsmanni Isavia hefur verið sagt upp störfum og hefur 37 starfsmönnum verið boðið áframhaldandi starf í lægra starfshlutfalli, samkvæmt heimildum Vísis. 30. mars 2020 14:08 Easyjet kyrrsetur flotann og starfsfólk beðið um að aðstoða heilbrigðiskerfið Allur floti flugfélagsins Easyjet verður kyrrsettur til að draga úr kostnaði á meðan eftirspurn liggur í lamasessi vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þá hefur félagið náð samkomulagi við stéttarfélag starfsmanna um að áhafnir verði sendar í leyfi. 30. mars 2020 09:57 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Flugvellir víðs vegar um heiminn eru nú yfirfullir af flugvélum, enda hefur ferðum fækkað talsvert vegna kórónuveirufaraldursins. Fjölmörg ríki hafa sett á ferðabann og ljóst er að tekjutap flugfélaga heimsins er mikið. Á flugvellinum í Tulsa í Bandaríkjunum sitja fimmtíu vélar American Airlines kyrrar á flugbrautunum en flugfélagið segir að um 450 þotum hafi verið lagt nú þegar. Þetta er bara eitt flugfélag af fjölmörgum og má áætla að tugum þúsunda flugvéla hafi verið lagt vegna faraldursins, hvort sem það er á flugbrautum, í flugskýlum eða einhvers staðar allt annars staðar, Virði flugfélaga heimsins hefur dregist saman um meira en helming frá því kórónuveiran greindist fyrst og höggið hefur nú þegar reynst FlyBe of þungt. Félagið fór á hausinn í upphafi mánaðar. Útlit er fyrir að mun fleiri fari sömu leið. Alþjóðasamband flugfélaga reiknar með allt að 113 milljarða dala tekjumissi á árinu. Miklir hagsmunir eru í húfi. Í Bandaríkjunum einum vinna tíu milljónir annað hvort hjá flugfélögum eða afleidd störf. Alþjóðasambandið kallaði í vikunni eftir aðstoð G20-ríkjanna og sagði þörf á aðgerðum til að fyrirbyggja að allt fari á versta veg.
Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Rúmlega hundrað missa vinnuna hjá Isavia 101 starfsmanni Isavia hefur verið sagt upp störfum og hefur 37 starfsmönnum verið boðið áframhaldandi starf í lægra starfshlutfalli, samkvæmt heimildum Vísis. 30. mars 2020 14:08 Easyjet kyrrsetur flotann og starfsfólk beðið um að aðstoða heilbrigðiskerfið Allur floti flugfélagsins Easyjet verður kyrrsettur til að draga úr kostnaði á meðan eftirspurn liggur í lamasessi vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þá hefur félagið náð samkomulagi við stéttarfélag starfsmanna um að áhafnir verði sendar í leyfi. 30. mars 2020 09:57 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Rúmlega hundrað missa vinnuna hjá Isavia 101 starfsmanni Isavia hefur verið sagt upp störfum og hefur 37 starfsmönnum verið boðið áframhaldandi starf í lægra starfshlutfalli, samkvæmt heimildum Vísis. 30. mars 2020 14:08
Easyjet kyrrsetur flotann og starfsfólk beðið um að aðstoða heilbrigðiskerfið Allur floti flugfélagsins Easyjet verður kyrrsettur til að draga úr kostnaði á meðan eftirspurn liggur í lamasessi vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þá hefur félagið náð samkomulagi við stéttarfélag starfsmanna um að áhafnir verði sendar í leyfi. 30. mars 2020 09:57