„Hefðum átt að vinna gull á Ólympíuleikunum 2012“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2020 16:05 Ásgeir Örn niðurlútur eftir tapið fyrir Ungverjalandi í 8-liða úrslit Ólympíuleikanna 2012. vísir/getty Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að íslenska karlalandsliðið í handbolta hefði átt að vinna til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í London. Ásgeir Örn var gestur Sportsins í dag. Þar greindi hann frá því að hann hefði lagt skóna á hilluna. Hann fór yfir ferilinn með Kjartani Atla Kjartanssyni og Henry Birgi Gunnarssyni, m.a. blómaskeið íslenska landsliðsins. „Það skemmtilegasta á ferlinum voru þessi ár með landsliðinu, svona 2007-12, þegar við vorum bestir. Þetta var ógeðslega gaman, hópurinn var ógeðslega þéttur, við vorum með góðan þjálfara og menn voru tilbúnir að leggja mikið á sig fyrir þetta,“ sagði Ásgeir Örn. Ísland vann silfur á Ólympíuleikunum 2008 og brons á EM 2010. Ásgeir Örn segir að Ísland hefði átt að bæta gulli í safnið á Ólympíuleikunum 2012. Íslenska liðið vann alla leiki sína í riðlakeppninni, þ.á.m. gegn Frakklandi og Svíþjóð sem léku til úrslita, en tapaði á grátlegan hátt fyrir Ungverjalandi í 8-liða úrslitum. „Við hefðum átt að vinna gull 2012. Þá vorum við ógeðslega góðir og manni fannst allt vera að smella. Við töpuðum ekki leik í riðlakeppninni og þetta mót svíður. Við ætluðum okkur svo mikið og manni fannst við eiga svo mikið inni. Það var svo mikil synd að þetta hafi farið svona,“ sagði Ásgeir Örn. Markmiðið fyrir Ólympíuleikana í London var allt frá byrjun mjög skýrt; að koma heim með gullpening um hálsinn. „Það var klárt og útgefið. Eins og Óli var búinn að segja svo oft þá klikkuðum við á því að setja lit á medalíuna síðast en við klikkuðum ekki á því þarna. Þetta var allt að ganga upp. Þarna var Aron Pálmarsson kominn inn í liðið og Óli og gamli kjarninn enn góður og skila sínu. Breiddin var meiri og jafnvægið milli vængjanna meira,“ sagði Ásgeir Örn. Hafnfirðingurinn lék alls 247 landsleiki á árunum 2003-18 og fór á sextán stórmót. Aðeins Guðjón Valur Sigurðsson hefur farið á fleiri. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Íslenski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Fleiri fréttir Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira
Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að íslenska karlalandsliðið í handbolta hefði átt að vinna til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í London. Ásgeir Örn var gestur Sportsins í dag. Þar greindi hann frá því að hann hefði lagt skóna á hilluna. Hann fór yfir ferilinn með Kjartani Atla Kjartanssyni og Henry Birgi Gunnarssyni, m.a. blómaskeið íslenska landsliðsins. „Það skemmtilegasta á ferlinum voru þessi ár með landsliðinu, svona 2007-12, þegar við vorum bestir. Þetta var ógeðslega gaman, hópurinn var ógeðslega þéttur, við vorum með góðan þjálfara og menn voru tilbúnir að leggja mikið á sig fyrir þetta,“ sagði Ásgeir Örn. Ísland vann silfur á Ólympíuleikunum 2008 og brons á EM 2010. Ásgeir Örn segir að Ísland hefði átt að bæta gulli í safnið á Ólympíuleikunum 2012. Íslenska liðið vann alla leiki sína í riðlakeppninni, þ.á.m. gegn Frakklandi og Svíþjóð sem léku til úrslita, en tapaði á grátlegan hátt fyrir Ungverjalandi í 8-liða úrslitum. „Við hefðum átt að vinna gull 2012. Þá vorum við ógeðslega góðir og manni fannst allt vera að smella. Við töpuðum ekki leik í riðlakeppninni og þetta mót svíður. Við ætluðum okkur svo mikið og manni fannst við eiga svo mikið inni. Það var svo mikil synd að þetta hafi farið svona,“ sagði Ásgeir Örn. Markmiðið fyrir Ólympíuleikana í London var allt frá byrjun mjög skýrt; að koma heim með gullpening um hálsinn. „Það var klárt og útgefið. Eins og Óli var búinn að segja svo oft þá klikkuðum við á því að setja lit á medalíuna síðast en við klikkuðum ekki á því þarna. Þetta var allt að ganga upp. Þarna var Aron Pálmarsson kominn inn í liðið og Óli og gamli kjarninn enn góður og skila sínu. Breiddin var meiri og jafnvægið milli vængjanna meira,“ sagði Ásgeir Örn. Hafnfirðingurinn lék alls 247 landsleiki á árunum 2003-18 og fór á sextán stórmót. Aðeins Guðjón Valur Sigurðsson hefur farið á fleiri. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Íslenski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Fleiri fréttir Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira