Það getur verið erfitt að koma sér vel fyrir í íbúðum sem eru ekki ýkja stórar.
Inni á YouTube-síðunni Tech Zone er búið að taka saman fimm dæmi um íbúðir þar sem finna má nytsamlegar lausnir þegar plássið er ekki mikið.
Um er að ræða hluti eins og rúm sem falin eru inni í innréttingu og stór borðstofuborð sem hægt er að ganga frá og fela.
Lausnir sem gætu hjálpað mörgum.