Árni Stefán Guðjónsson er hættur þjálfun kvennaliðs Hauka í handbolta eftir aðeins eitt tímabil við stjórnvölinn.
Þrír leikmenn yfirgáfu Hauka í síðustu viku, Saga Sif Gísladóttir, Alexandra Líf Arnarsdóttir og Guðrún Erla Bjarnadóttir, og liðið er núna án þjálfara.
Árni Stefán tók við Haukum fyrir síðasta tímabil. Liðið var í 5. sæti Olís-deildar kvenna þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins.
Þá komust Haukar í undanúrslit Coca Cola-bikarsins þar sem liðið tapaði fyrir KA/Þór.