Dagur 8: Ferðalangur í eigin landi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. apríl 2020 12:30 Garpur Elísabetarson er einn á einstöku ferðalagi um Ísland á tímum kórónuveiru. Vísir/Garpur Elísabetarson Dagurinn hófst á Akureyri á Hotel Kea. Planið var að keyra í átt að Vestfjörðum og gista einhversstaðar á leiðinni. Veðrið var vont. Það blés. Það rigndi. Ég keyrði og batt vonir við að það myndi birta til. Þegar ég var að skríða upp Öxnadalsheiðina þá varð ég var við eyðibýli. Ég ákvað að svona dagur, blautur og hvass, væri góður dagur til brjóta aðeins upp með smá eyðibýlastússi. Klippa: Dagur 8 - Ferðalangur í eigin landi Ég klæddi mig upp og gekk í gegnum veðrið í átt að býlinu. Gangurinn var aðeins lengri en ég hafði gert mér grein fyrir. Vísir/Garpur Elísabetarson Kaldur og hrakinn komst ég og opnaði varlega dyrnar. Ég gekk um húsið, sem var í rústum. Ég hafði heyrt að þetta hús væri reimt og þó ég sé ekki hjátrúafullur að eðlisfari, þá stóð mér ekki á sama þegar ég gekk á mill tómra herbergja. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Ég yfirgaf húsið með hroll, hvort það hafi verið kuldahrollur eða drauga, skal ég ekki segja. Ég keyrði áfram, enn í þeirri von að það myndi sjást í bláan himinn. Svo fór að það gerðist. Allt í einu, sá ég fjöllin, hestanna, himininn. Ég elti sólina og endaði út í fjöru hjá Hvítserki, risastórt steinatröll sem stendur út í sjó. Fuglarnir flugu í kring og fjöldinn allur af selum lék sér undir honum. Ég stóð um stund og horfði á lífið í kringum tröllið áður en ég hélt aftur til baka. Það voru fleiri staðir sem mig langaði að skoða. Risastórt steinatröll Vísir/Garpur Elísabetarson Þegar ég hafði keyrt í smástund sprakk á bílnum. Þvílíkt vonleysi. Úti barði vindurinn hliðarnar á bílnum og ég neyddist til að fara út og vesenast í því. Ég barðist við að losa varadekkið undan jeppanum og á endanum gafst ég upp og leitaði á bónda í grenndinni. Hann opnaði varlega hurðina, ég hélt mig í fjarlægð. Hann bauðst til að koma og aðstoða mig, og sat ég á pallinum á bílnum hans, Það er ekki hægt að fara of varlega. En með hjálp bóndans tókst þetta og nýtt dekk komið undir. Klukkan hins vegar orðin of margt fyrir frekari könnunarleiðangra og leiðin lá á næsta gististað á Syðri Skörðugili. Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar. Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Ferðalangur í eigin landi Tengdar fréttir Dagur 6 og 7: Ferðalangur í eigin landi Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. 31. mars 2020 12:00 Dagur fjögur og fimm: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. 30. mars 2020 11:00 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Dagurinn hófst á Akureyri á Hotel Kea. Planið var að keyra í átt að Vestfjörðum og gista einhversstaðar á leiðinni. Veðrið var vont. Það blés. Það rigndi. Ég keyrði og batt vonir við að það myndi birta til. Þegar ég var að skríða upp Öxnadalsheiðina þá varð ég var við eyðibýli. Ég ákvað að svona dagur, blautur og hvass, væri góður dagur til brjóta aðeins upp með smá eyðibýlastússi. Klippa: Dagur 8 - Ferðalangur í eigin landi Ég klæddi mig upp og gekk í gegnum veðrið í átt að býlinu. Gangurinn var aðeins lengri en ég hafði gert mér grein fyrir. Vísir/Garpur Elísabetarson Kaldur og hrakinn komst ég og opnaði varlega dyrnar. Ég gekk um húsið, sem var í rústum. Ég hafði heyrt að þetta hús væri reimt og þó ég sé ekki hjátrúafullur að eðlisfari, þá stóð mér ekki á sama þegar ég gekk á mill tómra herbergja. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Ég yfirgaf húsið með hroll, hvort það hafi verið kuldahrollur eða drauga, skal ég ekki segja. Ég keyrði áfram, enn í þeirri von að það myndi sjást í bláan himinn. Svo fór að það gerðist. Allt í einu, sá ég fjöllin, hestanna, himininn. Ég elti sólina og endaði út í fjöru hjá Hvítserki, risastórt steinatröll sem stendur út í sjó. Fuglarnir flugu í kring og fjöldinn allur af selum lék sér undir honum. Ég stóð um stund og horfði á lífið í kringum tröllið áður en ég hélt aftur til baka. Það voru fleiri staðir sem mig langaði að skoða. Risastórt steinatröll Vísir/Garpur Elísabetarson Þegar ég hafði keyrt í smástund sprakk á bílnum. Þvílíkt vonleysi. Úti barði vindurinn hliðarnar á bílnum og ég neyddist til að fara út og vesenast í því. Ég barðist við að losa varadekkið undan jeppanum og á endanum gafst ég upp og leitaði á bónda í grenndinni. Hann opnaði varlega hurðina, ég hélt mig í fjarlægð. Hann bauðst til að koma og aðstoða mig, og sat ég á pallinum á bílnum hans, Það er ekki hægt að fara of varlega. En með hjálp bóndans tókst þetta og nýtt dekk komið undir. Klukkan hins vegar orðin of margt fyrir frekari könnunarleiðangra og leiðin lá á næsta gististað á Syðri Skörðugili. Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar.
Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar.
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Ferðalangur í eigin landi Tengdar fréttir Dagur 6 og 7: Ferðalangur í eigin landi Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. 31. mars 2020 12:00 Dagur fjögur og fimm: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. 30. mars 2020 11:00 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Dagur 6 og 7: Ferðalangur í eigin landi Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. 31. mars 2020 12:00
Dagur fjögur og fimm: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. 30. mars 2020 11:00